Dramatískur endir og Watford hreppti stig 20. júní 2020 13:25 Menn með augun á boltanum í leik Watford og Leicester í dag. VÍSIR/GETTY Watford og Leicester gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði mörkin komu á lokamínútum leiksins. Liðunum virtist fyrirmunað að skora en á 75. mínútu var Marc Albrighton hársbreidd frá því að koma Leicester yfir þegar þrumuskot hans fór í stöng og út. Nokkrum sekúndum síðar var James Maddison kominn með boltann og átti mjög gott skot af vítateigslínunni, sem Ben Foster gerði vel í að verja. Það var svo komið fram á 89. mínútu þegar Ben Chilwell kom Leicester yfir með draumamarki, þegar hann smellti boltanum efst í fjærstöngina og inn. Sigurinn blasti við gestunum en Watford náði að jafna seint í uppbótartímanum, þegar Craig Dawson klippti boltann inn af stuttu færi eftir hornspyrnu. Craig Dawson has scored his first goal for Watford in any competition with his third shot on target in the Premier League for the club.And it was well worth the wait. pic.twitter.com/VLzd9Peb95— Squawka Football (@Squawka) June 20, 2020 Leicester er því með 54 stig í 3. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Manchester City sem nú á leik til góða og sex stigum á undan Chelsea sem einnig á leik til góða. Watford er í 16. sæti með 28 stig, stigi fyrir ofan fallsæti. Enski boltinn
Watford og Leicester gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði mörkin komu á lokamínútum leiksins. Liðunum virtist fyrirmunað að skora en á 75. mínútu var Marc Albrighton hársbreidd frá því að koma Leicester yfir þegar þrumuskot hans fór í stöng og út. Nokkrum sekúndum síðar var James Maddison kominn með boltann og átti mjög gott skot af vítateigslínunni, sem Ben Foster gerði vel í að verja. Það var svo komið fram á 89. mínútu þegar Ben Chilwell kom Leicester yfir með draumamarki, þegar hann smellti boltanum efst í fjærstöngina og inn. Sigurinn blasti við gestunum en Watford náði að jafna seint í uppbótartímanum, þegar Craig Dawson klippti boltann inn af stuttu færi eftir hornspyrnu. Craig Dawson has scored his first goal for Watford in any competition with his third shot on target in the Premier League for the club.And it was well worth the wait. pic.twitter.com/VLzd9Peb95— Squawka Football (@Squawka) June 20, 2020 Leicester er því með 54 stig í 3. sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Manchester City sem nú á leik til góða og sex stigum á undan Chelsea sem einnig á leik til góða. Watford er í 16. sæti með 28 stig, stigi fyrir ofan fallsæti.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti