Enski boltinn

Kane og Son með Spurs – Pogba á bekknum hjá United

Sindri Sverrisson skrifar
Marcus Rashford mætti grímuklæddur, reglum samkvæmt, á völlinn í aðdraganda leiksins við Tottenham í kvöld.
Marcus Rashford mætti grímuklæddur, reglum samkvæmt, á völlinn í aðdraganda leiksins við Tottenham í kvöld. VÍSIR/GETTY

Tottenham og Manchester United spila í fyrsta sinn eftir hlé frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins þegar liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Byrjunarliðin eru klár.

Harry Kane og Son Heung-min eru klárir í slaginn á ný eftir að hafa verið meiddir þegar hléið hófst. Tottenham er hins vegar án Dele Alli sem fékk leikbann fyrir að grínast með ósmekklegum hætti með kórónuveirufaraldurinn á samfélagsmiðlum.

Marcus Rashford er með United á ný eftir meiðsli í baki og Paul Pogba er á varamannabekknum eftir að hafa glímt við ökklameiðsli. Byrjunarliðin má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×