Fáránleg úrslit í Rússlandi: Lið Björns í sóttkví en neytt til að spila Sindri Sverrisson skrifar 19. júní 2020 23:00 Björn Bergmann Sigurðarson í gulum búningi Rostov. VÍSIR/GETTY Lið Björns Bergmanns Sigurðarsonar, Rostov, var neytt til að spila í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að sex leikmenn þess greindust með kórónuveirusmit og að allt liðið hefði verið sent í einangrun. Keppni í rússnesku deildinni er að hefjast að nýju eftir hlé vegna faraldursins og tapaði Rostov, sem er í 4. sæti deildarinnar, 10-1 í dag fyrir Sochi sem komst upp í 9. sæti. Rostov bað um að leiknum yrði frestað, enda allt liðið í 14 daga sóttkví, en Sochi hafnaði því. Björn, sem á reyndar við meiðsli að stríða og er á Íslandi, og liðsfélagar hans gátu því ekkert gert til að koma í veg fyrir tap. Rostov varð einfaldlega að senda unglingalið sitt til keppni. „Það var ekki auðvelt að senda þessa ungu stráka að spila þennan leik. Við tókum þessa ákvörðun í gærkvöld. Ég held að þeir hafi allir verið hræddir. Sextán ára strákar eru börn,“ sagði Artashes Arutyunyants, forseti Rostov, við heimasíðu félagsins. Forráðamenn Sochi eru sagðir hafa sterk ítök innan rússneska knattspyrnusambandsins, en liðið tók stórt skref í að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum. Samkvæmt Russian Football News var meðalaldur byrjunarliðs Rostov 17,2 ár og er það met í rússnesku úrvalsdeildinni, eins og gefur að skilja. Guttarnir komust reyndar yfir í leiknum, á fyrstu mínútu, en staðan var orðin 4-1 í hálfleik. Björn var að láni hjá APOEL á Kýpur fyrri hluta þessa árs en þeirri dvöl er lokið. Rússneski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Sjá meira
Lið Björns Bergmanns Sigurðarsonar, Rostov, var neytt til að spila í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að sex leikmenn þess greindust með kórónuveirusmit og að allt liðið hefði verið sent í einangrun. Keppni í rússnesku deildinni er að hefjast að nýju eftir hlé vegna faraldursins og tapaði Rostov, sem er í 4. sæti deildarinnar, 10-1 í dag fyrir Sochi sem komst upp í 9. sæti. Rostov bað um að leiknum yrði frestað, enda allt liðið í 14 daga sóttkví, en Sochi hafnaði því. Björn, sem á reyndar við meiðsli að stríða og er á Íslandi, og liðsfélagar hans gátu því ekkert gert til að koma í veg fyrir tap. Rostov varð einfaldlega að senda unglingalið sitt til keppni. „Það var ekki auðvelt að senda þessa ungu stráka að spila þennan leik. Við tókum þessa ákvörðun í gærkvöld. Ég held að þeir hafi allir verið hræddir. Sextán ára strákar eru börn,“ sagði Artashes Arutyunyants, forseti Rostov, við heimasíðu félagsins. Forráðamenn Sochi eru sagðir hafa sterk ítök innan rússneska knattspyrnusambandsins, en liðið tók stórt skref í að halda sæti sínu í efstu deild með sigrinum. Samkvæmt Russian Football News var meðalaldur byrjunarliðs Rostov 17,2 ár og er það met í rússnesku úrvalsdeildinni, eins og gefur að skilja. Guttarnir komust reyndar yfir í leiknum, á fyrstu mínútu, en staðan var orðin 4-1 í hálfleik. Björn var að láni hjá APOEL á Kýpur fyrri hluta þessa árs en þeirri dvöl er lokið.
Rússneski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Sjá meira