Til framtíðar Einar Hermannsson skrifar 20. júní 2020 11:30 Samtök áhugafólks um áfengisvandann (SÁÁ) vinna gríðarlegt starf gagnvart skelfilegasta faraldri sem gengur yfir landið. Ofneysla áfengis og annarra vímuefna rústar ekki aðeins lífi og tilveru alkóhólistans sjálfs, heldur einnig allri fjölskyldu hans. Starf SÁÁ er brjóstvörn samfélagsins í baráttunni við þennan faraldur sem hefur frá því í mars, heimtað fleiri mannslíf hér á landi en Covid-19. Lykillinn að árangursríku starfi SÁÁ er fagleg sýn, elja og samstaða starfsfólksins og traustur rekstrargrundvöllur. Um þetta snýst aðalfundur SÁÁ sem haldinn verður 30. júní. Fagleg sýn á meðferð Allir sem hafa fylgst með undanfarin misseri vita að undir faglegri forystu Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi, hefur verið lyft grettistaki í meðferðarmálum SÁÁ, hvert sem litið er. Þessu mikilvæga faglega starfi er brýnt að halda áfram, efla og styrkja. Við sáum á átökum um meðferðarstarfið sem fjallað var um í fjölmiðlum í vetur, að í okkar röðum eru öfl sem eru tilbúin til þess að varpa fyrir róða þessu mikilvæga starfi, bæði án röksemda og einnig án þess að hafa nokkra sýn um hvað eigi að taka við. Það er svo augljóst að varla þarf að eyða á það orðum hversu mikilvægt það er fyrir meðferðarstarf SÁÁ – og þar með samfélagið allt – að styrkja og efla þá faglegu nálgun sem hefur verið leiðarstefið í þjónustu SÁÁ við skjólstæðinga. Vaxandi þekking starfsfólks SÁÁ hefur styrkt öll okkar meðferðarúrræði og þjónustu við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra. Það er staðreynd að undir núverandi faglegri forystu hefur stórlega dregið úr starfsmannaveltu. Þannig hefur aukin reynsla og þekking orðið til þess að bæta meðferðarstarfið til muna, sem er mikilvægt fráhvarf frá þeirri miklu starfsmannaveltu sem lengi einkenndi starfið, með mjög neikvæðum afleiðingum fyrir skjólstæðinga SÁÁ og fjölskyldur þeirra. Samfélagið græðir Einn mikilvægasti hornsteinninn í meðferðarstarfinu er að tryggja öruggan og stöðugan rekstur. SÁÁ rekur sjúkrahúsið Vog, meðferðarstöðina á Vík, göngudeildarmeðferð og margt fleira. Þetta mikilvæga meðferðarstarf kostar mikla fjármuni. En um leið má aldrei gleyma þeim gríðarlega samfélagslega ávinningi sem fylgir því að koma fólki til heilsu. Meðferðarstarf SÁÁ verður aldrei metið að fullu til fjár, en óhætt er að fullyrða að fjárhagslegur ávinningur samfélagsins af því að koma áfengis- og vímuefnasjúklingum til heilsu er langt um meiri en sem nemur útgjöldum við meðferð. Það breytir ekki þeirri staðreynd að mikilvægt er að tryggja fjármögnun SÁÁ til lengri tíma með samningum við ríkisvaldið. Ekki þýðir að halda áfram þeirri aðferðarfræði að fara bónleiðina til stjórnvalda fyrir fjárlög með tilheyrandi árvissum fjölmiðlahasar, heldur þarf að tryggja starfinu viðunandi rekstrargrundvöll fram í tímann og auka allan fyrirsjáanleika í rekstri. Jafnframt verðum við að tryggja faglegt og rekstrarlegt sjálfstæði samtakanna. Burt með spilakassana Fjárhagur SÁÁ mætti að sönnu vera betri. Þetta skýrist að miklu leyti af miklum umframkostnaði við uppbyggingu meðferðarstöðvarinnar á Vík og svo Covid-19 faraldrinum, sem t.a.m. hefur tímabundið áhrif á fjármögnun, eins og álfasölu SÁÁ. Hvort tveggja eru hindranir sem vel er unnt að yfirstíga með samvinnu og yfirvegaðri langtímahugsun, sem leggur áherslu á þá faglegu sýn í meðferðarstarfi sem hér hefur verið lýst. Ekki verður komist hjá því að nefna eina stoð í rekstri SÁÁ sem sannast sagna er fúin. Þetta er þátttaka í rekstri spilakassa. Þessi þátttaka SÁÁ skilar um 60 milljónum króna inn í rekstur SÁÁ á ári. Ljóst er að þetta fé verður að koma annars staðar. Trúverðugleiki SÁÁ er langt um verðmætari en svo að eiga þátt í að magna upp fleiri samfélagsleg vandamál, líkt og spilafíkn augljóslega er. SÁÁ verður að hætta þátttöku í rekstri spilakassa! Framtíð eða fortíð? Aðalfundur SÁÁ 2020 verður haldinn á Nordica Hóteli, þriðjudaginn 30. Júní, kl. 17. Þar verða valdir 16 stjórnarmenn sem munu ráða úrslitum um framtíð SÁÁ. Með mér í liði er öflugur og reyndur hópur karla og kvenna sem deilir mínum áherslum um faglegt starf, traustan rekstur og að losa okkur við spilakassana! Ég hvet alla félaga í SÁÁ til þess að mæta á fundinn og greiða okkur atkvæði sitt. Þannig treystum við öflugt starf SÁÁ inn í framtíðina. Starf SÁÁ verður aldrei byggt á einum manni og enn síður fornri frægð eða gömlum afrekum. Við viljum byggja starfið á nútímalegum og faglegum grunni, öflugu samstarfi, ekki einungis innan SÁÁ og grasrótar samtakanna, heldur einnig við aðila út um allt samfélagið og stjórnvöld. Þannig mun okkur takast að vinna betur í þágu einstaklinga og fjölskyldna og gera allt samfélagið betra til framtíðar. Einar Hermannsson, frambjóðandi til formanns SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök áhugafólks um áfengisvandann (SÁÁ) vinna gríðarlegt starf gagnvart skelfilegasta faraldri sem gengur yfir landið. Ofneysla áfengis og annarra vímuefna rústar ekki aðeins lífi og tilveru alkóhólistans sjálfs, heldur einnig allri fjölskyldu hans. Starf SÁÁ er brjóstvörn samfélagsins í baráttunni við þennan faraldur sem hefur frá því í mars, heimtað fleiri mannslíf hér á landi en Covid-19. Lykillinn að árangursríku starfi SÁÁ er fagleg sýn, elja og samstaða starfsfólksins og traustur rekstrargrundvöllur. Um þetta snýst aðalfundur SÁÁ sem haldinn verður 30. júní. Fagleg sýn á meðferð Allir sem hafa fylgst með undanfarin misseri vita að undir faglegri forystu Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi, hefur verið lyft grettistaki í meðferðarmálum SÁÁ, hvert sem litið er. Þessu mikilvæga faglega starfi er brýnt að halda áfram, efla og styrkja. Við sáum á átökum um meðferðarstarfið sem fjallað var um í fjölmiðlum í vetur, að í okkar röðum eru öfl sem eru tilbúin til þess að varpa fyrir róða þessu mikilvæga starfi, bæði án röksemda og einnig án þess að hafa nokkra sýn um hvað eigi að taka við. Það er svo augljóst að varla þarf að eyða á það orðum hversu mikilvægt það er fyrir meðferðarstarf SÁÁ – og þar með samfélagið allt – að styrkja og efla þá faglegu nálgun sem hefur verið leiðarstefið í þjónustu SÁÁ við skjólstæðinga. Vaxandi þekking starfsfólks SÁÁ hefur styrkt öll okkar meðferðarúrræði og þjónustu við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra. Það er staðreynd að undir núverandi faglegri forystu hefur stórlega dregið úr starfsmannaveltu. Þannig hefur aukin reynsla og þekking orðið til þess að bæta meðferðarstarfið til muna, sem er mikilvægt fráhvarf frá þeirri miklu starfsmannaveltu sem lengi einkenndi starfið, með mjög neikvæðum afleiðingum fyrir skjólstæðinga SÁÁ og fjölskyldur þeirra. Samfélagið græðir Einn mikilvægasti hornsteinninn í meðferðarstarfinu er að tryggja öruggan og stöðugan rekstur. SÁÁ rekur sjúkrahúsið Vog, meðferðarstöðina á Vík, göngudeildarmeðferð og margt fleira. Þetta mikilvæga meðferðarstarf kostar mikla fjármuni. En um leið má aldrei gleyma þeim gríðarlega samfélagslega ávinningi sem fylgir því að koma fólki til heilsu. Meðferðarstarf SÁÁ verður aldrei metið að fullu til fjár, en óhætt er að fullyrða að fjárhagslegur ávinningur samfélagsins af því að koma áfengis- og vímuefnasjúklingum til heilsu er langt um meiri en sem nemur útgjöldum við meðferð. Það breytir ekki þeirri staðreynd að mikilvægt er að tryggja fjármögnun SÁÁ til lengri tíma með samningum við ríkisvaldið. Ekki þýðir að halda áfram þeirri aðferðarfræði að fara bónleiðina til stjórnvalda fyrir fjárlög með tilheyrandi árvissum fjölmiðlahasar, heldur þarf að tryggja starfinu viðunandi rekstrargrundvöll fram í tímann og auka allan fyrirsjáanleika í rekstri. Jafnframt verðum við að tryggja faglegt og rekstrarlegt sjálfstæði samtakanna. Burt með spilakassana Fjárhagur SÁÁ mætti að sönnu vera betri. Þetta skýrist að miklu leyti af miklum umframkostnaði við uppbyggingu meðferðarstöðvarinnar á Vík og svo Covid-19 faraldrinum, sem t.a.m. hefur tímabundið áhrif á fjármögnun, eins og álfasölu SÁÁ. Hvort tveggja eru hindranir sem vel er unnt að yfirstíga með samvinnu og yfirvegaðri langtímahugsun, sem leggur áherslu á þá faglegu sýn í meðferðarstarfi sem hér hefur verið lýst. Ekki verður komist hjá því að nefna eina stoð í rekstri SÁÁ sem sannast sagna er fúin. Þetta er þátttaka í rekstri spilakassa. Þessi þátttaka SÁÁ skilar um 60 milljónum króna inn í rekstur SÁÁ á ári. Ljóst er að þetta fé verður að koma annars staðar. Trúverðugleiki SÁÁ er langt um verðmætari en svo að eiga þátt í að magna upp fleiri samfélagsleg vandamál, líkt og spilafíkn augljóslega er. SÁÁ verður að hætta þátttöku í rekstri spilakassa! Framtíð eða fortíð? Aðalfundur SÁÁ 2020 verður haldinn á Nordica Hóteli, þriðjudaginn 30. Júní, kl. 17. Þar verða valdir 16 stjórnarmenn sem munu ráða úrslitum um framtíð SÁÁ. Með mér í liði er öflugur og reyndur hópur karla og kvenna sem deilir mínum áherslum um faglegt starf, traustan rekstur og að losa okkur við spilakassana! Ég hvet alla félaga í SÁÁ til þess að mæta á fundinn og greiða okkur atkvæði sitt. Þannig treystum við öflugt starf SÁÁ inn í framtíðina. Starf SÁÁ verður aldrei byggt á einum manni og enn síður fornri frægð eða gömlum afrekum. Við viljum byggja starfið á nútímalegum og faglegum grunni, öflugu samstarfi, ekki einungis innan SÁÁ og grasrótar samtakanna, heldur einnig við aðila út um allt samfélagið og stjórnvöld. Þannig mun okkur takast að vinna betur í þágu einstaklinga og fjölskyldna og gera allt samfélagið betra til framtíðar. Einar Hermannsson, frambjóðandi til formanns SÁÁ.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar