Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2020 20:57 Rúnar var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld en hrósaði HK fyrir góðan leik. Vísir Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna sem töpuðu 0-3 á heimavelli fyrir HK í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Hann hrósaði þó gestunum fyrir frábæran leik og sagði sigur þeirra verðskuldaðan. „Mjög margt sem fer úrskeiðis. Við spilum ekki alveg nægilega hraðan leik í fyrri hálfleik og ég vonaðist til að við kæmust inn í hálfleikinn í 0-0. Þeir skora svo nánast á síðustu mínútunni sem er ekki góð staða því HK er vel skipulagt lið með mikinn hraða og góðar skyndisóknir. Þeir verjast vel, það er erfitt að brjóta þá á bak aftur og okkur tókst það ekki í dag,“ sagði Rúnar um hvað hefði farið úrskeiðir hjá KR í dag. Hann hélt svo áfram. „Þeir hentu sér fyrir allt, fórnuðu lífi sínu í þetta, vörðust vel og gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Nýttu sín tækifæri og unnu þennan leik sanngjarnt.“ „Nei nei ekkert sérstakt. Við þurfum að vera flinkari að leysa þessar stöður sem við fáum í fyrri hálfleik. Við finnum ekki réttu sendinguna, finnum ekki réttu fyrirgjafirnar og klárum ekki færin sem við fáum. Eins og ég sagði þá hentu þeir sér fyrir alla bolta, bjarga á línu og svo fáum við eitt í andlitið rétt fyrir hálfleik sem er ekki gott því þá geta þeir farið aðeins meira í skotgrafirnar og varið sitt mark. Tala nú ekki um þegar þeir komast í sínar skyndisóknir sem þeir eru mjög góðir í,“ sagði Rúnar aðspurður út í hvað veldur að HK hafi nú skorað níu mörk í þremur leikjum gegn KR. Þá verður undirritaður að viðurkenna að hann gleymdi alveg hver síðasta spurningin átti að vera og úr varð styttra viðtal en ella. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, var eðlilega ekki sáttur með leik sinna manna sem töpuðu 0-3 á heimavelli fyrir HK í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. Hann hrósaði þó gestunum fyrir frábæran leik og sagði sigur þeirra verðskuldaðan. „Mjög margt sem fer úrskeiðis. Við spilum ekki alveg nægilega hraðan leik í fyrri hálfleik og ég vonaðist til að við kæmust inn í hálfleikinn í 0-0. Þeir skora svo nánast á síðustu mínútunni sem er ekki góð staða því HK er vel skipulagt lið með mikinn hraða og góðar skyndisóknir. Þeir verjast vel, það er erfitt að brjóta þá á bak aftur og okkur tókst það ekki í dag,“ sagði Rúnar um hvað hefði farið úrskeiðir hjá KR í dag. Hann hélt svo áfram. „Þeir hentu sér fyrir allt, fórnuðu lífi sínu í þetta, vörðust vel og gerðu okkur mjög erfitt fyrir. Nýttu sín tækifæri og unnu þennan leik sanngjarnt.“ „Nei nei ekkert sérstakt. Við þurfum að vera flinkari að leysa þessar stöður sem við fáum í fyrri hálfleik. Við finnum ekki réttu sendinguna, finnum ekki réttu fyrirgjafirnar og klárum ekki færin sem við fáum. Eins og ég sagði þá hentu þeir sér fyrir alla bolta, bjarga á línu og svo fáum við eitt í andlitið rétt fyrir hálfleik sem er ekki gott því þá geta þeir farið aðeins meira í skotgrafirnar og varið sitt mark. Tala nú ekki um þegar þeir komast í sínar skyndisóknir sem þeir eru mjög góðir í,“ sagði Rúnar aðspurður út í hvað veldur að HK hafi nú skorað níu mörk í þremur leikjum gegn KR. Þá verður undirritaður að viðurkenna að hann gleymdi alveg hver síðasta spurningin átti að vera og úr varð styttra viðtal en ella.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45 Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 20:45