Sigurður Hrannar: Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2020 23:00 Sigurður Hrannar í leiknum í kvöld. Vísir/Haraldur Guðjónsson Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Sigurður Hrannar kom inn í síðasta leik gegn FH eftir að Arnar Freyr Ólafsson, aðalmarkvörður meiddist, og átti að gera betur í sigurmarki Hafnfirðinga. Þar fyrir utan átti hann fínan leik og sýndi í dag að hann á vel heima milli stanganna hjá liði í efstu deild. Samkvæmt vef KSÍ þá lék Sigurður síðast mótsleik með Aftureldingu árið 2017. Það er allavega ef miðað er við deildar- eða bikarkeppni að sumri til. Þá á hann aðeins einn lei í efstu deild en sá kom sumarið 2014. Það var því ærið verkefni að fá FH og KR í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér hefur bara sjaldan liðið betur. Mér líður mjög vel, þetta er bara ótrúlegt. Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag,“ sagði Sigurður um sína líðan að leik loknum. „Ég kem inn á móti FH og leið bara mjög vel. Fannst ég bara eiga fínasta leik en svo er bara eitt móment og boltinn inni. Ég var samt ekkert að hafa alltof miklar áhyggjur af því,“ sagði Sigurður um frammistöðu sína í þessum tveimur leikjum til þessa. Hafði hann fengið gagnrýni fyrir sigurmark FH í leik liðanna á dögunum en hann sýndi allar sínu bestu hliðar í Vesturbænum í kvöld. „Það er góð spurning. Arnar (Freyr Ólafsson) er aðalmarkvörður þessa liðs og það verður bara að koma í ljós hversu lengi hann er frá. Arnar er að mínu mati í topp þremur yfir bestu markverði í þessari deild svo það verður erfitt að slá hann út en ég fylli í skarðið á meðan hann er í burtu,“ sagði Sigurður auðmjúkur um framhaldið eftir frammistöðu kvöldsins. „Sko ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá pældi ég voða lítið í því. Pældi bara í að mæta hérna og standa mig. Það var ekki biluð trú hérna fyrir leik í vikunni en ég hafði engar áhyggjur af mér né liðinu vegna þessara meiðsla. Sérð bara Jón Barðdal, kemur inn frábær í dag og tróð sokka ofan í alla þessa gaura,“ sagði Sigurður að lokum og skaut léttum skotum á þá sem virtust enga trú hafa á HK liðinu eftir tapið gegn FH. HK er nú með þrjú stig eftir tvo leiki og hefur unnið síðustu tvo leiki gegn Íslandsmeisturum KR með markatölunni 7-1. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Sigurður Hrannar Björnsson átti frábæran leik í marki HK er liðið vann ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Sigurður Hrannar kom inn í síðasta leik gegn FH eftir að Arnar Freyr Ólafsson, aðalmarkvörður meiddist, og átti að gera betur í sigurmarki Hafnfirðinga. Þar fyrir utan átti hann fínan leik og sýndi í dag að hann á vel heima milli stanganna hjá liði í efstu deild. Samkvæmt vef KSÍ þá lék Sigurður síðast mótsleik með Aftureldingu árið 2017. Það er allavega ef miðað er við deildar- eða bikarkeppni að sumri til. Þá á hann aðeins einn lei í efstu deild en sá kom sumarið 2014. Það var því ærið verkefni að fá FH og KR í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér hefur bara sjaldan liðið betur. Mér líður mjög vel, þetta er bara ótrúlegt. Þetta er ekki það sem maður bjóst við að fara með héðan í dag,“ sagði Sigurður um sína líðan að leik loknum. „Ég kem inn á móti FH og leið bara mjög vel. Fannst ég bara eiga fínasta leik en svo er bara eitt móment og boltinn inni. Ég var samt ekkert að hafa alltof miklar áhyggjur af því,“ sagði Sigurður um frammistöðu sína í þessum tveimur leikjum til þessa. Hafði hann fengið gagnrýni fyrir sigurmark FH í leik liðanna á dögunum en hann sýndi allar sínu bestu hliðar í Vesturbænum í kvöld. „Það er góð spurning. Arnar (Freyr Ólafsson) er aðalmarkvörður þessa liðs og það verður bara að koma í ljós hversu lengi hann er frá. Arnar er að mínu mati í topp þremur yfir bestu markverði í þessari deild svo það verður erfitt að slá hann út en ég fylli í skarðið á meðan hann er í burtu,“ sagði Sigurður auðmjúkur um framhaldið eftir frammistöðu kvöldsins. „Sko ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá pældi ég voða lítið í því. Pældi bara í að mæta hérna og standa mig. Það var ekki biluð trú hérna fyrir leik í vikunni en ég hafði engar áhyggjur af mér né liðinu vegna þessara meiðsla. Sérð bara Jón Barðdal, kemur inn frábær í dag og tróð sokka ofan í alla þessa gaura,“ sagði Sigurður að lokum og skaut léttum skotum á þá sem virtust enga trú hafa á HK liðinu eftir tapið gegn FH. HK er nú með þrjú stig eftir tvo leiki og hefur unnið síðustu tvo leiki gegn Íslandsmeisturum KR með markatölunni 7-1.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Tengdar fréttir Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57 Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30 Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Rúnar eftir tap Íslandsmeistaranna gegn HK: Þeir hentu sér fyrir allt og fórnuðu lífi sínu í þetta Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hrósaði HK-ingum eftir magnaðan sigur Kópavogsbúa í Vesturbænum í kvöld. 20. júní 2020 20:57
Brynjar Björn: Þetta eru fullkomin úrslit Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var eðlilega mjög sáttur eftir ótrúlegan 3-0 sigur á Íslandsmeisturum KR í Vesturbænum í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. 20. júní 2020 20:30
Umfjöllun: KR - HK 0-3 | HK vann ótrúlegan sigur á Íslandsmeisturunum í Frostaskjóli Magnaðar sigur HK á KR í Vesturbænum. 20. júní 2020 21:05