Enski boltinn

Merson segir að Kane muni íhuga alvarlega að yfirgefa Tottenham

Ísak Hallmundarson skrifar
Harry Kane í leiknum gegn Manchester United.
Harry Kane í leiknum gegn Manchester United. getty/Visionhaus

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og nú álitsgjafi hjá Sky, telur að leikstíll Jose Mourinho muni fá Harry Kane til að íhuga framtíð sína hjá félaginu. 

Harry Kane sneri aftur í lið Tottenham gegn Manchester United í fyrradag eftir rúmlega fimm mánaða fjarveru, en óhætt er að segja að hann hafi ekki fundið sig í leiknum og var hann lítið áberandi fram á við.

Merson telur að Harry Kane muni eiga erfitt með að fylgja frábærum árangri undanfarin ár eftir undir stjórn Jose Mourinho. 

,,Þegar Jose var ráðinn hafði ég áhyggjur af Harry Kane. Hann spilaði undir stjórn Pochettino þar sem voru alltaf mörk, fyrirgjafir og skot. Núna er hann að fara að spila aleinn upp á topp og það verður erfitt. Hann er að reyna 40 metra sendingar til að vera með í leiknum og það er bara ekki Harry Kane.

Hann er ekki heill, augljóslega ekki, þeir spiluðu þennan leik bókstaflega með 10 leikmenn. Ég man ekki hversu oft hann snerti boltann allan leikinn,“ sagði Merson um frammistöðu Kane gegn United.

,,Ég held hann muni hugsa sig alvarlega um í lok tímabils, í alvöru talað. Ég sé ekki fyrir mér að hann skori 25-30 mörk á leiktíð eins og Jose Mourinho vill spila. Jose er ánægður með leiki eins og síðasta leik, 1-1 jafntefli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×