Gamli tíminn og nýi tíminn Olga Kristrún Ingólfsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir skrifa 21. júní 2020 17:31 Þann 30. júní næstkomandi verður haldinn aðalfundur SÁÁ þar sem verður kosinn nýr formaður samtakanna. Leiðinlegt er að sjá hvernig mótframbjóðandi Þórarins Tyrfingssonar hefur komið með ómálefnalega rök ásamt því að lýsa því yfir að hann standi með nýja tímanum en Þórarinn með þeim gamla og ekki sé hægt að lifa á forni frægð. Það hefur verið okkur hugleikið að átta okkur á þessari yfirlýsingu og hvernig er hægt að nota þessi orð til einföldunar á mjög mikilvægu málefni. Helst teljum við að mótframbjóðanda Þórarins skorti skilning og innsæi í mikilvægi reynslu og þekkingar á því hvaðan við erum að koma og hvert við stefnum. SÁÁ eru almannaheillasamtök sem standa vörð um sjúklinga og aðstandendur þeirra og voru stofnuð fyrir 42 árum síðan. Meðferðin hefur verið í stöðugri framþróun allan tímann. Samtökin hafa haft mikinn metnað varðandi faglega stjórnun meðferðarstarfsins með áherslu á að fíknisjúkdómur er meðhöndlanlegur sem þarf sérhæfða meðhöndlun. Áfengisráðgjafar eru starfsstéttin sem er uppistaðan í meðferðinni og eru sérmenntaðir í ráðgjöf sem ekki hefur verið kennd í almennum menntastofnunum. Þessa aðferð fluttu frumkvöðlar SÁÁ inn í landið og það hefur tekist að halda þessari leið allar götur síðan vegna þess að það virkar. Tengsl við sjálfshjálparsamtök eru gífurlega mikilvæg og má mæla umfang þeirra á Íslandi í þessu samhengi sem er rosalega mikið og margfaldaðist með tilkomu starfsemi SÁÁ strax í upphafi. SÁÁ félagar með hjartað á réttum stað skilja þetta. Kannski er aðeins farið að fenna yfir hvernig staðan var í meðferðarmálum alkóhólista/fíknisjúkra fyrir stofnun samtakanna. Að okkar mati þarf að staldra við núna og færa skilning eldri kynslóðar yfir til þeirrar yngri um hver sagan er að baki því mikla starfi sem SÁÁ hefur staðið að. Það er nefnilega hætta á að hratt fjari undan og hnignun verði á starfinu ef farið er inn á þá braut að aðrir aðilar en SÁÁ komi að stjórn meðferðarstarfsins eins og hávær hópur starfsfólks og stjórnarmanna hefur viljað. Þar er átt við að starfsemin færist undir fagstjórn af hálfu ríkisins vegna átaka innan samtakanna. Þá hefur mótframbjóðandi Þórarins og hans stuðningsfólk meðal annars verið með staðhæfingar á þann veg að starfsmannavelta hafi aldrei verið jafn lág og að mikil framþróun hafi átt sér stað í meðferðastarfinu sem og ráðgjafanáminu hjá SÁÁ. Engin gögn liggja þar að baki. Undirritaðar sitja í framkvæmdastjórn SÁÁ og hefur framkvæmdastjórn sóst eftir því að fá afhend gögn um fræðsluerindi sem haldin hafa verið í kennslu ráðgjafanema síðastliðið ár, yfirlit yfir kennsluáætlun ráðgjafanámsins ásamt heildarstöðugildi sálfræðinga og hve margir af þeim starfa við barnaþjónustuna og hversu mörg viðtöl hver sálfræðingur tekur á viku. Þetta eru mikilvægar upplýsingar til að geta þrýst á mikilvægi þess að fá þjónustusamning við sjúkratryggingar sem og að átta okkur á mikilvægi þjónustunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur okkur ekki verið færðar þessar beiðnir. Við viljum hvetja félagsmenn SÁÁ að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður á hótel Nordica 30 júní kl 17.00 og standa vörð um hagsmuni SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þann 30. júní næstkomandi verður haldinn aðalfundur SÁÁ þar sem verður kosinn nýr formaður samtakanna. Leiðinlegt er að sjá hvernig mótframbjóðandi Þórarins Tyrfingssonar hefur komið með ómálefnalega rök ásamt því að lýsa því yfir að hann standi með nýja tímanum en Þórarinn með þeim gamla og ekki sé hægt að lifa á forni frægð. Það hefur verið okkur hugleikið að átta okkur á þessari yfirlýsingu og hvernig er hægt að nota þessi orð til einföldunar á mjög mikilvægu málefni. Helst teljum við að mótframbjóðanda Þórarins skorti skilning og innsæi í mikilvægi reynslu og þekkingar á því hvaðan við erum að koma og hvert við stefnum. SÁÁ eru almannaheillasamtök sem standa vörð um sjúklinga og aðstandendur þeirra og voru stofnuð fyrir 42 árum síðan. Meðferðin hefur verið í stöðugri framþróun allan tímann. Samtökin hafa haft mikinn metnað varðandi faglega stjórnun meðferðarstarfsins með áherslu á að fíknisjúkdómur er meðhöndlanlegur sem þarf sérhæfða meðhöndlun. Áfengisráðgjafar eru starfsstéttin sem er uppistaðan í meðferðinni og eru sérmenntaðir í ráðgjöf sem ekki hefur verið kennd í almennum menntastofnunum. Þessa aðferð fluttu frumkvöðlar SÁÁ inn í landið og það hefur tekist að halda þessari leið allar götur síðan vegna þess að það virkar. Tengsl við sjálfshjálparsamtök eru gífurlega mikilvæg og má mæla umfang þeirra á Íslandi í þessu samhengi sem er rosalega mikið og margfaldaðist með tilkomu starfsemi SÁÁ strax í upphafi. SÁÁ félagar með hjartað á réttum stað skilja þetta. Kannski er aðeins farið að fenna yfir hvernig staðan var í meðferðarmálum alkóhólista/fíknisjúkra fyrir stofnun samtakanna. Að okkar mati þarf að staldra við núna og færa skilning eldri kynslóðar yfir til þeirrar yngri um hver sagan er að baki því mikla starfi sem SÁÁ hefur staðið að. Það er nefnilega hætta á að hratt fjari undan og hnignun verði á starfinu ef farið er inn á þá braut að aðrir aðilar en SÁÁ komi að stjórn meðferðarstarfsins eins og hávær hópur starfsfólks og stjórnarmanna hefur viljað. Þar er átt við að starfsemin færist undir fagstjórn af hálfu ríkisins vegna átaka innan samtakanna. Þá hefur mótframbjóðandi Þórarins og hans stuðningsfólk meðal annars verið með staðhæfingar á þann veg að starfsmannavelta hafi aldrei verið jafn lág og að mikil framþróun hafi átt sér stað í meðferðastarfinu sem og ráðgjafanáminu hjá SÁÁ. Engin gögn liggja þar að baki. Undirritaðar sitja í framkvæmdastjórn SÁÁ og hefur framkvæmdastjórn sóst eftir því að fá afhend gögn um fræðsluerindi sem haldin hafa verið í kennslu ráðgjafanema síðastliðið ár, yfirlit yfir kennsluáætlun ráðgjafanámsins ásamt heildarstöðugildi sálfræðinga og hve margir af þeim starfa við barnaþjónustuna og hversu mörg viðtöl hver sálfræðingur tekur á viku. Þetta eru mikilvægar upplýsingar til að geta þrýst á mikilvægi þess að fá þjónustusamning við sjúkratryggingar sem og að átta okkur á mikilvægi þjónustunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur okkur ekki verið færðar þessar beiðnir. Við viljum hvetja félagsmenn SÁÁ að mæta á aðalfundinn sem haldinn verður á hótel Nordica 30 júní kl 17.00 og standa vörð um hagsmuni SÁÁ.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun