Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. júní 2020 00:39 Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. Í samtali við fréttastofu sagði Aðalsteinn að sögulegt samkomulag hafi náðst um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Miðlunartillagan sé óvenjuleg lausn en kringumstæðurnar séu einnig gríðarlega óvenjulegar. „Þetta er búið að vera mjög ströng, flókin og þung kjaradeila eins og allir þekkja. Við erum búin að sitja við lengi núna. Okkar samtali lauk með því að ég lagði fram miðlunartillögu. Með þessari miðlunartillögu er verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast á morgun afstýrt,“ sagði Aðalsteinn í Karphúsinu í kvöld. Miðlunartillagan mun vera send rafrænt til félagsmanna í Fíh og munu félagsmenn greiða atkvæði um hana frá og með hádegi næsta miðvikudags en atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 10:00 næsta laugardag. Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson mun greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Hjúkrunarfræðingar geti verið stoltir af staðfastri forystusveit Aðalsteinn sagði lausnina sem beitt er vera óvenjulega. „Það sem ég get sagt er að þetta er heldur óvenjuleg lausn, óvenjuleg leið sem ég fer hér. Ég réttlæti hana með því að við erum að tala um gríðarlega mikilvæga stétt hjúkrunarfræðinga og líka gríðarlega óvenjulegar kringumstæður. Þess vegna fannst mér rétt að leggja fram þessa miðlunartillögu. Miðlunartillagan felur í sér allt það sem sátt náðist um og það eru mjög mörg atriði sem gott samtal og góð sátt var um á milli samningsaðila.“ Ríkissáttasemjari sagði samninganefndirnar hafa lagt hart að sér. Samninganefnd ríkisins hafi unnið af stakri fagmennsku og Fíh geti verið stolt af sinni „staðföstu forystusveit.“ Í fréttatilkynningu sem send var út vegna lausnarinnar sagði að nefndirnar hefðu náð samkomulagi um hartnær öll atriði kjarasamningsins. Það sem ekki náðist samstaða um, launaliðurinn, verður sendur í gerðardóm að sögn Aðalsteins. „Það var mitt mat að það myndi ekki nást samstaða um það við samningaborðið og því vísa ég því í sérstakan gerðardóm samkvæmt miðlunartillögunni.“ Vísað var til gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra en þá reyndist mikið ósætti við niðurstöður dómsins. Aðalsteinn segist trúa því að litið verði á þetta með jákvæðum augum. Þessi tillaga, án þess að ég fari mjög ítarlega í hana, þá fer mjög skilgreint atriði sem snýr að launum hjúkrunarfræðinga í gerðardóm. Ég hef trú á því að það verði litið á þetta með jákvæðum augum. Sögulegt samkomulag náðist um breytt vinnufyrirkomulag Aðalsteinn segir að á meðal þess sem samninganefndirnar hafi komið sér saman um sé fyrirkomulag sem varðar styttingu vinnuvikunnar og breytt vinnufyrirkomulag. Sagði ríkissáttasemjari að góð sátt hafi náðst um málið. „Núna hefur náðst samkomulag sem ég myndi segja að væri sögulegt samkomulag um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Hjúkrunarfræðingar hafa verið leiðandi í því starfi, sagði Aðalsteinn og bætti við að í raun væri ógerlegt að fara yfir nákvæmlega hvað í því fælist vegna þeirra fjölmörgu þátta sem að því koma. Fréttir hafa borist að því að hjúkrunarfræðingar hefðu farið fram á hækkanir sem væru umtalsvert meiri en aðrir á vinnumarkaði hafa fengið. Aðalsteinn sagði best að hjúkrunarfræðingar sjálfir segðu frá eigin kröfum en ekki að ríkissáttasemjari fengi það hlutverk. Það sem ég get sagt er að það fara afmörkuð atriði í þennan gerðardóm. Það verður á ábyrgð félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að kynna miðlunartillöguna fyrir sínum félagsmönnum. Það er rétt að félagar í Fíh fái fyrst að vita nákvæmlega hvað í henni felst. Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Sjá meira
Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins. Í samtali við fréttastofu sagði Aðalsteinn að sögulegt samkomulag hafi náðst um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Miðlunartillagan sé óvenjuleg lausn en kringumstæðurnar séu einnig gríðarlega óvenjulegar. „Þetta er búið að vera mjög ströng, flókin og þung kjaradeila eins og allir þekkja. Við erum búin að sitja við lengi núna. Okkar samtali lauk með því að ég lagði fram miðlunartillögu. Með þessari miðlunartillögu er verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast á morgun afstýrt,“ sagði Aðalsteinn í Karphúsinu í kvöld. Miðlunartillagan mun vera send rafrænt til félagsmanna í Fíh og munu félagsmenn greiða atkvæði um hana frá og með hádegi næsta miðvikudags en atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 10:00 næsta laugardag. Fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson mun greiða atkvæði um tillöguna fyrir hönd ríkissjóðs. Hjúkrunarfræðingar geti verið stoltir af staðfastri forystusveit Aðalsteinn sagði lausnina sem beitt er vera óvenjulega. „Það sem ég get sagt er að þetta er heldur óvenjuleg lausn, óvenjuleg leið sem ég fer hér. Ég réttlæti hana með því að við erum að tala um gríðarlega mikilvæga stétt hjúkrunarfræðinga og líka gríðarlega óvenjulegar kringumstæður. Þess vegna fannst mér rétt að leggja fram þessa miðlunartillögu. Miðlunartillagan felur í sér allt það sem sátt náðist um og það eru mjög mörg atriði sem gott samtal og góð sátt var um á milli samningsaðila.“ Ríkissáttasemjari sagði samninganefndirnar hafa lagt hart að sér. Samninganefnd ríkisins hafi unnið af stakri fagmennsku og Fíh geti verið stolt af sinni „staðföstu forystusveit.“ Í fréttatilkynningu sem send var út vegna lausnarinnar sagði að nefndirnar hefðu náð samkomulagi um hartnær öll atriði kjarasamningsins. Það sem ekki náðist samstaða um, launaliðurinn, verður sendur í gerðardóm að sögn Aðalsteins. „Það var mitt mat að það myndi ekki nást samstaða um það við samningaborðið og því vísa ég því í sérstakan gerðardóm samkvæmt miðlunartillögunni.“ Vísað var til gerðardóms í kjaradeilu ljósmæðra en þá reyndist mikið ósætti við niðurstöður dómsins. Aðalsteinn segist trúa því að litið verði á þetta með jákvæðum augum. Þessi tillaga, án þess að ég fari mjög ítarlega í hana, þá fer mjög skilgreint atriði sem snýr að launum hjúkrunarfræðinga í gerðardóm. Ég hef trú á því að það verði litið á þetta með jákvæðum augum. Sögulegt samkomulag náðist um breytt vinnufyrirkomulag Aðalsteinn segir að á meðal þess sem samninganefndirnar hafi komið sér saman um sé fyrirkomulag sem varðar styttingu vinnuvikunnar og breytt vinnufyrirkomulag. Sagði ríkissáttasemjari að góð sátt hafi náðst um málið. „Núna hefur náðst samkomulag sem ég myndi segja að væri sögulegt samkomulag um breytt vinnufyrirkomulag og styttingu vinnuvikunnar. Hjúkrunarfræðingar hafa verið leiðandi í því starfi, sagði Aðalsteinn og bætti við að í raun væri ógerlegt að fara yfir nákvæmlega hvað í því fælist vegna þeirra fjölmörgu þátta sem að því koma. Fréttir hafa borist að því að hjúkrunarfræðingar hefðu farið fram á hækkanir sem væru umtalsvert meiri en aðrir á vinnumarkaði hafa fengið. Aðalsteinn sagði best að hjúkrunarfræðingar sjálfir segðu frá eigin kröfum en ekki að ríkissáttasemjari fengi það hlutverk. Það sem ég get sagt er að það fara afmörkuð atriði í þennan gerðardóm. Það verður á ábyrgð félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að kynna miðlunartillöguna fyrir sínum félagsmönnum. Það er rétt að félagar í Fíh fái fyrst að vita nákvæmlega hvað í henni felst.
Kjaramál Heilbrigðismál Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Sjá meira