Ætla að senda eigin áróðursbæklinga suður Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2020 07:11 Verkamenn í Norður-Kóreu undirbúa áróðursbæklingana sem einræðsstjórn Kim Jong Un hefur heitið að senda yfir landamærin til suðurs. AP/KCNA Yfirvöld Suður-Kóreu hafa beðið einræðisstjórn Norður-Kóreu um að senda ekki um tólf milljónir áróðursbæklinga yfir landamærin, eins og til stendur að gera. Í norðri er unnið að undirbúningi þess að senda bæklingana með um þrjú þúsund blöðrum yfir landamærin. Á að gera það í hefndarskyni fyrir það að hópur fólks sem hefur flúið frá Norður-Kóreu og aðrir aðgerðasinnar hafa lengi sent áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni norður yfir landamærin með blöðrum. Ekki liggur fyrir hvenær Norður-Kórea ætlar að senda sínar blöðrur á loft en samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja sérfræðingar að það verði gert í tengslum við 70 ára afmæli Kóreustríðsins á fimmtudaginn. Veðrið er þó ekki þeim í hag og er talið mögulegt að Norður-Kórea gæti beitt drónum til að dreifa bæklingunum, sem myndi án efa valda miklu fjaðrafoki í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Ríkin tvö komust að samkomulagi árið 2018 um að hætta þessum sendingum bæklinga og hafa yfirvöld Norður-Kóreu brugðist reið við því að ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur ekki tekist að stöðva áðurnefndan hóp aðgerðasinna undanfarin ár. Nú stendur til að senda um milljón bæklinga norður en ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur heitið því að stöðva það. Mikil spenna er á svæðinu og hefur hún aukist til muna á undanförnum tveimur vikum. Meðal annars hafa yfirvöld Norður-Kóreu sprengt samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp og hætt beinum samskiptum við nágranna sína í suðri. Stofnun þessi var opnuð árið 2018, eftir fund Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu. Eftir þann fund var einnig ákveðið að fjarlægja hermenn frá landamærum ríkjanna en Norður-Kórea hefur heitið því að manna eftirlitsstöðvar á nýjan leik og hefja heræfingar á landamærunum aftur. Það hefur ekki gerst enn en verið er að senda smáa hópa hermanna að landamærunum þar sem þeir hafa verið að vinna einhverja viðhaldsvinnu. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu hafa beðið einræðisstjórn Norður-Kóreu um að senda ekki um tólf milljónir áróðursbæklinga yfir landamærin, eins og til stendur að gera. Í norðri er unnið að undirbúningi þess að senda bæklingana með um þrjú þúsund blöðrum yfir landamærin. Á að gera það í hefndarskyni fyrir það að hópur fólks sem hefur flúið frá Norður-Kóreu og aðrir aðgerðasinnar hafa lengi sent áróðursbæklinga gegn einræðisstjórninni norður yfir landamærin með blöðrum. Ekki liggur fyrir hvenær Norður-Kórea ætlar að senda sínar blöðrur á loft en samkvæmt Yonhap fréttaveitunni telja sérfræðingar að það verði gert í tengslum við 70 ára afmæli Kóreustríðsins á fimmtudaginn. Veðrið er þó ekki þeim í hag og er talið mögulegt að Norður-Kórea gæti beitt drónum til að dreifa bæklingunum, sem myndi án efa valda miklu fjaðrafoki í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Ríkin tvö komust að samkomulagi árið 2018 um að hætta þessum sendingum bæklinga og hafa yfirvöld Norður-Kóreu brugðist reið við því að ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur ekki tekist að stöðva áðurnefndan hóp aðgerðasinna undanfarin ár. Nú stendur til að senda um milljón bæklinga norður en ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur heitið því að stöðva það. Mikil spenna er á svæðinu og hefur hún aukist til muna á undanförnum tveimur vikum. Meðal annars hafa yfirvöld Norður-Kóreu sprengt samvinnustofnun ríkjanna á landamærunum í loft upp og hætt beinum samskiptum við nágranna sína í suðri. Stofnun þessi var opnuð árið 2018, eftir fund Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jae In, forseta Suður-Kóreu. Eftir þann fund var einnig ákveðið að fjarlægja hermenn frá landamærum ríkjanna en Norður-Kórea hefur heitið því að manna eftirlitsstöðvar á nýjan leik og hefja heræfingar á landamærunum aftur. Það hefur ekki gerst enn en verið er að senda smáa hópa hermanna að landamærunum þar sem þeir hafa verið að vinna einhverja viðhaldsvinnu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00 Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00 Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Norðurkóreskir hermenn sjást við landamærin Svo virðist sem Norður-Kóreumenn hafi staðið við hótun sína um að senda hermenn að hlutlausa svæðinu á landamærunum við Suður-Kóreu. Frá þessu greindu suður-kóreskir miðlar í dag. 18. júní 2020 19:00
Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. 16. júní 2020 19:00
Heita því að byggja upp öflugri her Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ætlar að byggja upp öflugri her, til að verjast hernaðarógnun Bandaríkjanna. 12. júní 2020 15:21