Fjögur ár síðan að Arnór Ingvi skoraði sigurmarkið á EM og Gummi Ben missti sig algjörlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 11:00 Arnór Ingvi Traustason skorar sigurmarkið og fagnar svo með Birki Bjarnasyni. Getty/Shaun Botterill 22. júní er stór dagur í knattspyrnusögu Íslendinga því þar var á þessum degi fyrir fjórum árum sem íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 sem var jafnframt fyrsta stórmót karlaliðsins frá upphafi. Íslenska liðið komst upp úr riðlinum og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum með eftirminnilegum hætti. Til þess að komast upp úr riðlinum þá þurftu íslensku strákarnir að ná hagstæðum úrslitum út úr lokaleik riðilsins sem var á móti Austurríki. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að komast áfram en liðið hefði þá mætt Króatíu í sextán liða úrslitunum. Íslensku strákarnir voru á öðru máli og lokin á leiknum voru afar eftirminnileg. UEFA rifjaði upp sigurmarkið í leiknum sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í uppbótatíma eins og sjá má hér fyrir neðan. Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020 Austurríkismenn voru þarna í stórsókn því ekkert nema sigur dugði þeim til að komast upp úr riðlinum. Íslensku strákarnir náðu hins vegar frábærri skyndisókn þar sem Theódór Elmar Bjarnason komst upp allan völlinn og gaf hann fyrir á Arnór Ingva sem tryggði Íslandi 2-1 sigur. Þetta sigurmark þýddi að íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum og fékk leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Íslenska þjóðin fagnaði því ekki aðeins sigrinum í leikslok heldur einnig því að fá að mæta Englendingum í fyrsta sinn í keppnisleik. watch on YouTube Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum heim til Íslands og lýsing hans vakti heimsathygli. Gummi Ben missti sig algjörlega þegar Arnór Ingvi skoraði og lýsing hans fór mjög víða. Þar á meðal í bandaríska skemmtiþætti eins og hjá Stephen Colbert eins og sjá má hér fyrir ofan. Farið var vel yfir leikinn í Sportpakkanum á Stöð 2 að kvöldi leikdags. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira
22. júní er stór dagur í knattspyrnusögu Íslendinga því þar var á þessum degi fyrir fjórum árum sem íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum á EM. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sló í gegn á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 sem var jafnframt fyrsta stórmót karlaliðsins frá upphafi. Íslenska liðið komst upp úr riðlinum og sló síðan Englendinga út úr sextán liða úrslitunum með eftirminnilegum hætti. Til þess að komast upp úr riðlinum þá þurftu íslensku strákarnir að ná hagstæðum úrslitum út úr lokaleik riðilsins sem var á móti Austurríki. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að komast áfram en liðið hefði þá mætt Króatíu í sextán liða úrslitunum. Íslensku strákarnir voru á öðru máli og lokin á leiknum voru afar eftirminnileg. UEFA rifjaði upp sigurmarkið í leiknum sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í uppbótatíma eins og sjá má hér fyrir neðan. Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020 Austurríkismenn voru þarna í stórsókn því ekkert nema sigur dugði þeim til að komast upp úr riðlinum. Íslensku strákarnir náðu hins vegar frábærri skyndisókn þar sem Theódór Elmar Bjarnason komst upp allan völlinn og gaf hann fyrir á Arnór Ingva sem tryggði Íslandi 2-1 sigur. Þetta sigurmark þýddi að íslenska liðið endaði í öðru sæti í riðlinum og fékk leik á móti Englandi í sextán liða úrslitunum. Íslenska þjóðin fagnaði því ekki aðeins sigrinum í leikslok heldur einnig því að fá að mæta Englendingum í fyrsta sinn í keppnisleik. watch on YouTube Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum heim til Íslands og lýsing hans vakti heimsathygli. Gummi Ben missti sig algjörlega þegar Arnór Ingvi skoraði og lýsing hans fór mjög víða. Þar á meðal í bandaríska skemmtiþætti eins og hjá Stephen Colbert eins og sjá má hér fyrir ofan. Farið var vel yfir leikinn í Sportpakkanum á Stöð 2 að kvöldi leikdags. Hægt er að horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sjá meira