Lífið

Rosalegt að horfa á hótelið brenna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Helgi Björnsson ásamt eiginkonu sinni Vilborgu Halldórsdóttur.
Helgi Björnsson ásamt eiginkonu sinni Vilborgu Halldórsdóttur. HESTALÍFIÐ/HÖRÐUR ÞÓRHALLSSON

Ferðir upp um fjöll og firnindi hafa verið undirstaðan í hestamennsku Helga Björnssonar síðan hann tók þátt í tökum á þáttunum Nonna og Manna en hann byrjaði samt mjög ungur að fara á bak. Aðstaðan á Þingvöllum hefur verið miðpunkturinn í hestamennsku söngvarans, enda reiðleiðir í þjóðgarðinum og allt um kring magnaðar og náttúrufegurðin einstök. Telma Lucinda Tómasson hitti Helga í nýjasta þætti af mannlífsþættinum Hestalífið.

,,Það hefur verið mjög gjöfult að hafa aðgang að þessu stykki hér í Þingvallasveitinni og geta riðið hérna um. Maður getur tekið dagsferð, tveggja daga eða þriggja daga ferð og bara eins og þú sért kominn upp á hálendi.“

Helgi rifjar einnig upp daginn þegar hótelið Valhöll á Þingvöllum brann þann 10. júlí árið 2009. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Þar ræðir Helgi meðal annars um tónlistina, brunann í Valhöll, háska í hestaferð, hlutverkið í Nonna og Manna og margt fleira með sínum einstaka frásagnarstíl. Auðvitað syngur hann aðeins líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×