Grípa aftur til lokana eftir að 1.500 manns greindust með Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 11:34 Íbúðarhverfi þar sem starfsmenn kjötvinnslunnar búa hefur verið girt af. EPA/Friedmann Vogel Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem svæði er lokað á nýjan leik eftir að byrjað var að létta á takmörkunum í maí. Veitingastöðum, kvikmyndahúsum og líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað, fundir hafa verið bannaðir og samkomur hafa verið takmarkaðar verulega, svo eitthvað sé nefnt. Aðgerðirnar munu standa yfir í minnsta lagi til 30. júní en í millitíðinni ætla yfirvöld sér að fanga raunverulega útbreiðslu nýju kórónuveirunnar á svæðinu. Samkvæmt frétt Spiegel hafa aðgerðirnar áhrif á 365 þúsund manns. Fólkinu hefur ekki verið bannað að yfirgefa svæðið sem um ræðir en þau hafa verið beðin um að sýna almenna skynsemi og ferðast ekki. Enn sem komið er hafa einungis 24 aðilar sem vinna ekki í umræddri kjötvinnslu greinst með veiruna. Þar vinna um sjö þúsund manns og er búið að girða íbúðarhúsnæði þeirra af. Opinberir starfsmenn dreifa mat til þeirra og heilbrigðisstarfsmenn vinna að því að skima eftir veirunni meðal íbúa. BBC segir að öðru svæði í héraðinu hafi verið lokað. Þar sé um að ræða hverfi í borginni Göttlingen. Þar hafa einhverjir íbúa veist að lögregluþjónum með kylfum, flöskum og jafnvel flugeldum. Þýskalandi var hrósað mikið fyrir skipulögð og vel heppnuð viðbrögð þegar faraldur kórónuveirunnar komst á flug í Evrópu. Vel tókst að halda aftur af veirunni en tilfellum hefur farið fjölgandi í kjölfar þess að dregið var úr takmörkunum í maí. Embættismenn segja útlit fyrir að önnur bylgja gæti skollið á landinu en yfirvöld eru bjartsýn um að komið verði í veg fyrir það. Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00 WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08 Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Yfirvöld í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi hafa gripið til félagsforðunar og lokunaraðgerða á nýjan leik eftir að minnst 1.500 starfsmenn kjötvinnslu greindust með Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem svæði er lokað á nýjan leik eftir að byrjað var að létta á takmörkunum í maí. Veitingastöðum, kvikmyndahúsum og líkamsræktarstöðvum hefur verið lokað, fundir hafa verið bannaðir og samkomur hafa verið takmarkaðar verulega, svo eitthvað sé nefnt. Aðgerðirnar munu standa yfir í minnsta lagi til 30. júní en í millitíðinni ætla yfirvöld sér að fanga raunverulega útbreiðslu nýju kórónuveirunnar á svæðinu. Samkvæmt frétt Spiegel hafa aðgerðirnar áhrif á 365 þúsund manns. Fólkinu hefur ekki verið bannað að yfirgefa svæðið sem um ræðir en þau hafa verið beðin um að sýna almenna skynsemi og ferðast ekki. Enn sem komið er hafa einungis 24 aðilar sem vinna ekki í umræddri kjötvinnslu greinst með veiruna. Þar vinna um sjö þúsund manns og er búið að girða íbúðarhúsnæði þeirra af. Opinberir starfsmenn dreifa mat til þeirra og heilbrigðisstarfsmenn vinna að því að skima eftir veirunni meðal íbúa. BBC segir að öðru svæði í héraðinu hafi verið lokað. Þar sé um að ræða hverfi í borginni Göttlingen. Þar hafa einhverjir íbúa veist að lögregluþjónum með kylfum, flöskum og jafnvel flugeldum. Þýskalandi var hrósað mikið fyrir skipulögð og vel heppnuð viðbrögð þegar faraldur kórónuveirunnar komst á flug í Evrópu. Vel tókst að halda aftur af veirunni en tilfellum hefur farið fjölgandi í kjölfar þess að dregið var úr takmörkunum í maí. Embættismenn segja útlit fyrir að önnur bylgja gæti skollið á landinu en yfirvöld eru bjartsýn um að komið verði í veg fyrir það.
Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00 WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08 Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin. 11. júní 2020 19:00
WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar 5. júní 2020 23:08
Þjóðverjar afnema ferðatakmarkanir til Íslands Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi í Þýskalandi vegna kórónuveirufaraldursins gagnvart Evrópusambandslöndum, Bretlandi auk Íslands, Noregs, Liechtenstein og Sviss verður aflétt með fyrirvörum frá og með 15. júní. 3. júní 2020 09:36