Seyðfirðingar afslappaðir vegna komu ferðamanna með Norrænu Telma Tómasson skrifar 23. júní 2020 13:08 Norræna við hafnarbakkann á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. Norræna fylgir alla jafna mjög vel áætlun, og engin undantekning var þar á í morgun og lagðist skipið að bryggju á Seyðisfirði rétt fyrir klukkan níu. Um 460 farþegar voru um borð, þar af um 160 Færeyingar sem eru undanþegnir skimun. Fjórtán manna heilbrigðisteymi var í startholunum að hefja vinnu sína. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði, segir að það hafi verið stór hópur af heilbrigðisstarfsfólki sem hafi komið til þeirra um hálf níu. „Allir voru skráðir inn og slíkt. Mjög frambærilegur og faglegur hópur sem er þarna á ferðinni. Þau voru bara tilbúin að fara um borð um leið og búið var að opna skipið, í lögreglufylgd. Þannig að þetta gengur allt saman mjög vel fyrir sig,“ segir Rúnar. Kom þetta fólk að sunnan? „Nei, það kom hér að austan í þetta skiptið. Það stóð til að það kæmi að sunnan, var eitthvað vesen með flutning þannig að þetta er heilbrigðisstarfsfólk héðan að austan,“ segir Rúnar. Farþegafjöldinn meiri en í síðustu viku Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segir farþegafjöldann mun meiri en í síðustu viku, en skimun gangi vel og samkvæmt áætlun. Rúnar segir að skimunin hafi verið vel undirbúin og þrjá til fjórar stöðvar settar upp í skipinu. „Þetta veltur mikið á því að farþegar séu búnir að skrá sig inn í Covid-skráningarkerfið þannig að ef það hefur gengið eftir ætti þetta allt að vera í góðum málum.“ Farþegar Norrænu leggja yfirleitt af stað beint í ferðalagið sitt, en þó dokar fólk einnig við á staðnum og segist bæjarstjórinn á Seyðisfirði ekki hafa orðið vör við að íbúr hafi miklar áhyggjur af hugsanlega covid-smituðum einstaklingum. Allir séu þó mjög meðvitaðir um hvernig huga skuli að sóttvörnum. „Ja, ég hef ekki orðið vör við annað en að bæjarbúar séu þokkalega afslappaðir gagnvart þessu. Ég held að allir séu að passa sig að sótthreinsa og passa sóttvarnir gagnvart sjálfum sér. Á meðan fólk gerir það held ég að þetta sé allt í lagi,“ segir Aðalbjörg Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar. Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Tengdar fréttir Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir heimamenn afslappaða gagnvart komu erlendra ferðamanna til bæjarins. Norræna lagðist að bryggju í morgun og gengur skimun vegna kórónuveirunnar vel. Norræna fylgir alla jafna mjög vel áætlun, og engin undantekning var þar á í morgun og lagðist skipið að bryggju á Seyðisfirði rétt fyrir klukkan níu. Um 460 farþegar voru um borð, þar af um 160 Færeyingar sem eru undanþegnir skimun. Fjórtán manna heilbrigðisteymi var í startholunum að hefja vinnu sína. Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði, segir að það hafi verið stór hópur af heilbrigðisstarfsfólki sem hafi komið til þeirra um hálf níu. „Allir voru skráðir inn og slíkt. Mjög frambærilegur og faglegur hópur sem er þarna á ferðinni. Þau voru bara tilbúin að fara um borð um leið og búið var að opna skipið, í lögreglufylgd. Þannig að þetta gengur allt saman mjög vel fyrir sig,“ segir Rúnar. Kom þetta fólk að sunnan? „Nei, það kom hér að austan í þetta skiptið. Það stóð til að það kæmi að sunnan, var eitthvað vesen með flutning þannig að þetta er heilbrigðisstarfsfólk héðan að austan,“ segir Rúnar. Farþegafjöldinn meiri en í síðustu viku Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line, segir farþegafjöldann mun meiri en í síðustu viku, en skimun gangi vel og samkvæmt áætlun. Rúnar segir að skimunin hafi verið vel undirbúin og þrjá til fjórar stöðvar settar upp í skipinu. „Þetta veltur mikið á því að farþegar séu búnir að skrá sig inn í Covid-skráningarkerfið þannig að ef það hefur gengið eftir ætti þetta allt að vera í góðum málum.“ Farþegar Norrænu leggja yfirleitt af stað beint í ferðalagið sitt, en þó dokar fólk einnig við á staðnum og segist bæjarstjórinn á Seyðisfirði ekki hafa orðið vör við að íbúr hafi miklar áhyggjur af hugsanlega covid-smituðum einstaklingum. Allir séu þó mjög meðvitaðir um hvernig huga skuli að sóttvörnum. „Ja, ég hef ekki orðið vör við annað en að bæjarbúar séu þokkalega afslappaðir gagnvart þessu. Ég held að allir séu að passa sig að sótthreinsa og passa sóttvarnir gagnvart sjálfum sér. Á meðan fólk gerir það held ég að þetta sé allt í lagi,“ segir Aðalbjörg Borgþórsdóttir, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.
Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seyðisfjörður Tengdar fréttir Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Hluti farþega um borð í Norrænu þarf ekki að fara í sýnatöku Norræna mun leggjast að bryggju á Seyðisfirði um níuleytið. Um borð eru 460 farþegar en aðeins um 300 þeirra þurfa að fara í sýnatöku en hún verður framkvæmd um borð líkt og í síðustu viku. 23. júní 2020 08:45