Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Sigríður Á. Andersen skrifar 23. júní 2020 19:30 Í dag var kynnt ný útgáfa aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Aðgerðaáætlunin beinist einkum að losun sem kölluð er „á beina ábyrgð“ Íslands. Sú losun er nú um 3 milljónir tonna CO2-ígilda. Í áætluninni kemur fram að kostnaður vegna áætlunarinnar sé metinn á 46 milljarða króna á árunum 2020 – 2024 (sjá bls. 14). Vonast er til að áætlunin leiði til þess að á þessu árabili (2020 – 2024) minnki losun á beina ábyrgð Íslands um 0,3 milljónir tonna (sjá mynd 1 bls. 11). Heildarlosun Íslands er hins vegar um 15 milljónir tonna þegar allt er talið. Aðgerðaáætlunin mun því draga úr heildarlosun Íslands um 2% á árunum 2020 – 2024. Vafalaust er þarna einhver einskiptiskostnaður og eitthvað sem nýtist með öðrum hætti, eins og reiðhjólastígar, og einhver útgjöld sem nýtast til að draga úr losun sem ekki telst á „beina ábyrgð Íslands“ eins og það er orðað. En margt er þarna óvíst eins og Borgarlínan er gott dæmi um því ef nýting hennar verður lítil þá mun hún ekki draga úr losun heldur auka hana. En sú spurning vaknar óneitanlega hvort þarna sé ekki heldur rýr uppskera af dýru útsæði. Með fullri virðingu fyrir mætti og dýrð ríkissjóðs Íslands þá munu sem fyrr tækninýjungar hafa mest um það að segja hvar tekst að minnka losun á næstu áratugum. Án nokkurs vafa má fullyrða að tækniframfarir og aukin hagsæld muni leiða til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. Slíka þróun þekkjum við Íslendingar til dæmis af hitaveitunni en í loftslagsbókhaldinu fá Íslendingar ekkert fyrir hitaveituna því hún var komin fyrir viðmiðunarár loftslagssamninganna sem er 1990. Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein birtist fyrst á vef höfundar, Sigríður.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Loftslagsmál Alþingi Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Í dag var kynnt ný útgáfa aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Aðgerðaáætlunin beinist einkum að losun sem kölluð er „á beina ábyrgð“ Íslands. Sú losun er nú um 3 milljónir tonna CO2-ígilda. Í áætluninni kemur fram að kostnaður vegna áætlunarinnar sé metinn á 46 milljarða króna á árunum 2020 – 2024 (sjá bls. 14). Vonast er til að áætlunin leiði til þess að á þessu árabili (2020 – 2024) minnki losun á beina ábyrgð Íslands um 0,3 milljónir tonna (sjá mynd 1 bls. 11). Heildarlosun Íslands er hins vegar um 15 milljónir tonna þegar allt er talið. Aðgerðaáætlunin mun því draga úr heildarlosun Íslands um 2% á árunum 2020 – 2024. Vafalaust er þarna einhver einskiptiskostnaður og eitthvað sem nýtist með öðrum hætti, eins og reiðhjólastígar, og einhver útgjöld sem nýtast til að draga úr losun sem ekki telst á „beina ábyrgð Íslands“ eins og það er orðað. En margt er þarna óvíst eins og Borgarlínan er gott dæmi um því ef nýting hennar verður lítil þá mun hún ekki draga úr losun heldur auka hana. En sú spurning vaknar óneitanlega hvort þarna sé ekki heldur rýr uppskera af dýru útsæði. Með fullri virðingu fyrir mætti og dýrð ríkissjóðs Íslands þá munu sem fyrr tækninýjungar hafa mest um það að segja hvar tekst að minnka losun á næstu áratugum. Án nokkurs vafa má fullyrða að tækniframfarir og aukin hagsæld muni leiða til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. Slíka þróun þekkjum við Íslendingar til dæmis af hitaveitunni en í loftslagsbókhaldinu fá Íslendingar ekkert fyrir hitaveituna því hún var komin fyrir viðmiðunarár loftslagssamninganna sem er 1990. Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein birtist fyrst á vef höfundar, Sigríður.is.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun