Barr sagður hafa gefið óviðeigandi skipanir með Trump í huga Samúel Karl Ólason skrifar 24. júní 2020 08:35 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Yuri Gripas Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þessar ákvarðanir hafi byggt á pólitík og vilja Barr og annarra til að hjálpa Trump og fylgja vilja hans. Aaron Zelensky, saksóknari, mun mæta á fund dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag og meðal annars svara spurningum um málið Roger Stone, vinar Trump til langs tíma og ráðgjafa hans. Samkvæmt frétt Washington Post, sem byggir á því sem Zelensky mun segja í upphafi fundarins, mun saksóknarinn segja að þeir sem komu að málinu gegn Stone hafi orðið fyrir gífurlegum þrýstingi frá hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins um að létta refsingu Stone og koma vel fram við hann vegna sambands hans og forsetans. Allir saksóknararnir fjórir sem komu að málinu gegn Stone sögðu sig skyndilega frá því í febrúar, vegna inngrips ráðuneytisins. Stone var dæmdur fyrir að ljúga að bandaríska þinginu, ógna vitni og að hindra framgang réttvísinnar og kröfðust saksóknarar að hann yrði dæmdur til sjö til níu ára fangelsisvistar. Í kjölfar þess tísti Trump um það hve „hræðilega“ og „ósanngjarna“ meðferð Stone fengi og skömmu eftir það tilkynnti ráðuneytið að milda ætti refsikröfuna á þann veg að Stone myndi sitja inn að hámarki í fjögur ár. Hann var að endingu dæmdur til 40 mánaða fangelsisvistar en Trump hefur gefið í skyn að hann muni náða vin sinn. Karri Kupec, talskona Dómsmálaráðuneytisins, tjáði sig um ræðu Zelensky, eftir að hún var birt fyrir fundinn í dag, og sagði að Barr hefði talið refsikröfuna gegn Stone allt of stranga og að hún hefði ekki verið í samræmi við önnur sambærileg mál. Hún sagði Barr ekki hafa rætt þá ákvörðun við Trump eða nokkurn mann í Hvíta húsinu. Eins og áður segir hafði Trump þó tíst um málið og var vilji hans augljós. Kupec sagði einnig að Barr hefði ávallt tryggt að störf sín tækju mið af lögum en ekki pólitík. Barr hefur þó margsinnis verið sakaður um að haga sér ekki eins og dómsmálaráðherra heldur einkalögmaður Trump og grafa undan sjálfstæði Dómsmálaráðuneytisins. John Elias mun einnig mæta á fund dómsmálanefndarinnar í dag en hann hefur starfað í samkeppniseftirlit dómsmálaráðuneytisins. Hann mun segja að Barr hafi skipað starfsmönnum að rannsaka sameiningar maríjúanafyrirtækja og þá eingöngu vegna þess að honum var illa við greinina sjálfa. Samkeppniseftirlitið var einnig látið rannsaka samninga á milli Kaliforníu og bílaframleiðenda í Bandaríkjunum en Trump hafði þá gagnrýnt þá samninga harðlega á Twitter. Löngu seinna, þegar því máli virtist lokið var deildinni skipað að rannsaka tilkynningu ráðamanna í Kaliforníu um að ríkið myndi ekki eiga í viðskiptum við bílaframleiðendur sem standist ekki umhverfiskröfur ríkisins. Trump hefur lengi og ítrekað gagnrýnt Kaliforníu fyrir að vera með strangar reglur um eldsneytisnotkun og útblástur bíla. Þær reglur eru strangari en almennar reglur í Bandaríkjunum og hefur Trump reynt að þvinga Kaliforníu til að fella þær reglur niður. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13 Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Saksóknari og embættismaður úr dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna munu segja þingmönnum í dag að William Barr, dómsmálaráðherra, og æðstu aðstoðarmenn hans hafi gefið óviðeigandi skipanir varðandi rannsóknir og réttarhöld sem tengjast Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þessar ákvarðanir hafi byggt á pólitík og vilja Barr og annarra til að hjálpa Trump og fylgja vilja hans. Aaron Zelensky, saksóknari, mun mæta á fund dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag og meðal annars svara spurningum um málið Roger Stone, vinar Trump til langs tíma og ráðgjafa hans. Samkvæmt frétt Washington Post, sem byggir á því sem Zelensky mun segja í upphafi fundarins, mun saksóknarinn segja að þeir sem komu að málinu gegn Stone hafi orðið fyrir gífurlegum þrýstingi frá hæstu stigum Dómsmálaráðuneytisins um að létta refsingu Stone og koma vel fram við hann vegna sambands hans og forsetans. Allir saksóknararnir fjórir sem komu að málinu gegn Stone sögðu sig skyndilega frá því í febrúar, vegna inngrips ráðuneytisins. Stone var dæmdur fyrir að ljúga að bandaríska þinginu, ógna vitni og að hindra framgang réttvísinnar og kröfðust saksóknarar að hann yrði dæmdur til sjö til níu ára fangelsisvistar. Í kjölfar þess tísti Trump um það hve „hræðilega“ og „ósanngjarna“ meðferð Stone fengi og skömmu eftir það tilkynnti ráðuneytið að milda ætti refsikröfuna á þann veg að Stone myndi sitja inn að hámarki í fjögur ár. Hann var að endingu dæmdur til 40 mánaða fangelsisvistar en Trump hefur gefið í skyn að hann muni náða vin sinn. Karri Kupec, talskona Dómsmálaráðuneytisins, tjáði sig um ræðu Zelensky, eftir að hún var birt fyrir fundinn í dag, og sagði að Barr hefði talið refsikröfuna gegn Stone allt of stranga og að hún hefði ekki verið í samræmi við önnur sambærileg mál. Hún sagði Barr ekki hafa rætt þá ákvörðun við Trump eða nokkurn mann í Hvíta húsinu. Eins og áður segir hafði Trump þó tíst um málið og var vilji hans augljós. Kupec sagði einnig að Barr hefði ávallt tryggt að störf sín tækju mið af lögum en ekki pólitík. Barr hefur þó margsinnis verið sakaður um að haga sér ekki eins og dómsmálaráðherra heldur einkalögmaður Trump og grafa undan sjálfstæði Dómsmálaráðuneytisins. John Elias mun einnig mæta á fund dómsmálanefndarinnar í dag en hann hefur starfað í samkeppniseftirlit dómsmálaráðuneytisins. Hann mun segja að Barr hafi skipað starfsmönnum að rannsaka sameiningar maríjúanafyrirtækja og þá eingöngu vegna þess að honum var illa við greinina sjálfa. Samkeppniseftirlitið var einnig látið rannsaka samninga á milli Kaliforníu og bílaframleiðenda í Bandaríkjunum en Trump hafði þá gagnrýnt þá samninga harðlega á Twitter. Löngu seinna, þegar því máli virtist lokið var deildinni skipað að rannsaka tilkynningu ráðamanna í Kaliforníu um að ríkið myndi ekki eiga í viðskiptum við bílaframleiðendur sem standist ekki umhverfiskröfur ríkisins. Trump hefur lengi og ítrekað gagnrýnt Kaliforníu fyrir að vera með strangar reglur um eldsneytisnotkun og útblástur bíla. Þær reglur eru strangari en almennar reglur í Bandaríkjunum og hefur Trump reynt að þvinga Kaliforníu til að fella þær reglur niður.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13 Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38 Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11 Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13
Komst að væntanlegri afsögn sinni í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins Geoffrey Berman, saksóknari í New York, segist ekki vera að stíga til hliðar þrátt fyrir fréttatilkynningu þess efnis frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 20. júní 2020 07:38
Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. 10. júní 2020 18:11
Fór sjálfur á vettvang og ýtti á eftir rýmingu torgsins fyrir ávarp Trump William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fór sjálfur á vettvang og fyrirskipaði lögreglumönnum að úttvíkka það svæði sem mótmælendur máttu ekki vera á við Laffayette-torg í grennd við Hvíta húsið í Washington. 2. júní 2020 20:05
Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00