Byrja að fljúga Íslendingum til Alicante og Tenerife í júlí Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2020 13:08 Alicante á Spáni hefur löngum verið einn vinsælasti áfangastaðurinn meðal íslenskra ferðalanga. Vísir/getty Beint áætlunarflug frá Íslandi til Alicante og Tenerife á Spáni hefst á ný í júlí. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita bjóða upp á ferðir til umræddra áfangastaða en engar slíkar ferðir eru enn í boði hjá Heimsferðum. Þegar er uppselt í fyrstu ferð Vita til Alicante. Spánn opnaði landamæri sín fyrir ferðamönnum innan Evrópu 21. júní síðastliðinn og þurfa þeir sem þangað koma ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. Þá hafa fyrirtæki víða byrjað að opna dyr sínar á ný eftir faraldur kórónuveiru. Sama þróun hefur verið uppi á teningnum í öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar flykkjast iðulega til Spánar yfir sumartímann, og raunar allt árið um kring, en ekki hefur verið flogið þangað síðustu mánuði vegna faraldursins. Viðskiptavinir íslensku ferðaskrifstofanna hafa þannig fjölmargir orðið af ferðum sem voru á dagskrá nú á vormánuðum. Þegar fullt í fyrstu ferð til Alicante En biðin er senn á enda. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita munu bjóða upp á vikulegar ferðir til Alicante og Tenerife með beinu flugi Icelandair frá því um miðjan júlí. Fyrsta ferð til Tenerife hjá báðum ferðaskrifstofum verður farin 11. júlí og flogið verður til Alicante tveimur dögum síðar hjá báðum, 13. júlí. Fyrst um sinn verður flogið einu sinni í viku til hvors áfangastaðar um sig og verður sá háttur hafður á hjá bæði Úrval útsýn og Vita. „Viðtökur hafa nú þegar verið góðar og höfum við verið að vinna hörðum höndum við að bjóða viðskiptavinum okkar tilboð í draumaferðina sína í sumar og haust,“ segir í tilkynningu Úrvals útsýnar um málið. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA.Vísir Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita segir í samtali við Vísi að þegar sé orðið uppbókað í fyrstu ferð til Alicante. Margir sem hafi átt bókaðar ferðir sem aflýst var í faraldrinum hafi valið að fara í sínar ferðir nú þegar áætlunarflug hefjist á ný. „Við höfum boðið fólki að færa sig og ef það vill ekki fara höfum við líka boðið upp á endurgreiðslu, en margir voru að reyna að komast út strax,“ segir Þráinn. Þá er áætlað að hefja frekara flug í haust, til að mynda til Kanarí í október. Einhver bið verður þó á utanlandsferðum hjá Heimsferðum en samkvæmt heimasíðu ferðaskrifstofunnar eru engar ferðir á dagskrá hjá henni fyrr en í september. Jón Karl Ólafsson stjórnarformaður Heimsferða segir í samtali við Túrista, sem greindi frá Spánarfluginu á vef sínum í dag, að eftirspurn sé ekki mikil nú á meðan óvissa ríkir vegna faraldursins. Möguleiki sé þó á að bæta við ferðum með stuttum fyrirvara, að því gefnu að eftirspurn aukist á næstu dögum og vikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Spánn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Beint áætlunarflug frá Íslandi til Alicante og Tenerife á Spáni hefst á ný í júlí. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita bjóða upp á ferðir til umræddra áfangastaða en engar slíkar ferðir eru enn í boði hjá Heimsferðum. Þegar er uppselt í fyrstu ferð Vita til Alicante. Spánn opnaði landamæri sín fyrir ferðamönnum innan Evrópu 21. júní síðastliðinn og þurfa þeir sem þangað koma ekki að sæta sóttkví við komuna til landsins. Þá hafa fyrirtæki víða byrjað að opna dyr sínar á ný eftir faraldur kórónuveiru. Sama þróun hefur verið uppi á teningnum í öðrum Evrópuríkjum. Íslendingar flykkjast iðulega til Spánar yfir sumartímann, og raunar allt árið um kring, en ekki hefur verið flogið þangað síðustu mánuði vegna faraldursins. Viðskiptavinir íslensku ferðaskrifstofanna hafa þannig fjölmargir orðið af ferðum sem voru á dagskrá nú á vormánuðum. Þegar fullt í fyrstu ferð til Alicante En biðin er senn á enda. Ferðaskrifstofurnar Úrval útsýn og Vita munu bjóða upp á vikulegar ferðir til Alicante og Tenerife með beinu flugi Icelandair frá því um miðjan júlí. Fyrsta ferð til Tenerife hjá báðum ferðaskrifstofum verður farin 11. júlí og flogið verður til Alicante tveimur dögum síðar hjá báðum, 13. júlí. Fyrst um sinn verður flogið einu sinni í viku til hvors áfangastaðar um sig og verður sá háttur hafður á hjá bæði Úrval útsýn og Vita. „Viðtökur hafa nú þegar verið góðar og höfum við verið að vinna hörðum höndum við að bjóða viðskiptavinum okkar tilboð í draumaferðina sína í sumar og haust,“ segir í tilkynningu Úrvals útsýnar um málið. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri VITA.Vísir Þráinn Vigfússon framkvæmdastjóri Vita segir í samtali við Vísi að þegar sé orðið uppbókað í fyrstu ferð til Alicante. Margir sem hafi átt bókaðar ferðir sem aflýst var í faraldrinum hafi valið að fara í sínar ferðir nú þegar áætlunarflug hefjist á ný. „Við höfum boðið fólki að færa sig og ef það vill ekki fara höfum við líka boðið upp á endurgreiðslu, en margir voru að reyna að komast út strax,“ segir Þráinn. Þá er áætlað að hefja frekara flug í haust, til að mynda til Kanarí í október. Einhver bið verður þó á utanlandsferðum hjá Heimsferðum en samkvæmt heimasíðu ferðaskrifstofunnar eru engar ferðir á dagskrá hjá henni fyrr en í september. Jón Karl Ólafsson stjórnarformaður Heimsferða segir í samtali við Túrista, sem greindi frá Spánarfluginu á vef sínum í dag, að eftirspurn sé ekki mikil nú á meðan óvissa ríkir vegna faraldursins. Möguleiki sé þó á að bæta við ferðum með stuttum fyrirvara, að því gefnu að eftirspurn aukist á næstu dögum og vikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Spánn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira