Fjölnir og FH naumlega í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins | Framlenging hjá ÍA Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2020 21:30 Morten Beck sá til þess að FH vann nauman sigur á Þrótti. Vísir/Daniel Nær öllum leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum er nú lokið. FH og Fjölnir fóru naumlega áfram og þá þurfti að framlengja í leik Kórdrengja og ÍA. FH, sem hefur unnið báða leiki sína í Pepsi Max deildinni í sumar, heimsótti Þrótt í Laugardalnum en heimamenn leika í Lengjudeildinni. Leikurinn var töluvert jafnari en menn hefðu þorað að vona. Morten Beck Andersen kom FH yfir á 5. mínútu en Djordje Panic jafnaði metin fyrir Þrótt þegar rúmur hálftími var liðinn og þannig var staðan í hálfleik. Morten Beck skoraði sitt annað mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Reyndist það sigurmark leiksins og lokatölur því 2-1 FH í vil. Í Grafarvogi voru Selfyssingar í heimsókn en á meðan Fjölnir leikur í Pepsi Max eru gestirnir í 2. deild. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks en Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútur. Ingiberkur Kort Sigurðsson jafnaði metin fyrir Fjölni tæpum fimmtán mínútum síðar en gestirnir létu það ekki á sig fá og komust aftur yfir með marki Valdimars Jóhannssonar þegar tæpur hálftími var liðinn. Adam var þó ekki lengi í paradís en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði metin fyrir Fjölni aðeins tveimur mínútum eftir að Selfoss komst yfir. Staðan 2-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur og sá fyrri enda var aðeins eitt mark sem leit dagsins ljós. Það gerði Jón Gísli Ström og tryggði Fjölni þar með 3-2 sigur og sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór Akureyri vann 2-1 heimasigur á Reyni Sandgerði eftir framlengdan leik. Heimamenn leika í Lengjudeildinni á meðan Reynir er í 3. deild. Elton Renato Livramento Barros kom Reyni óvænt yfir strax á 18. mínútu og þannig var staðan allt fram á 78. mínútu leiksins þegar Sölvi Sverrisson jafnaði metin. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þórsarar fengu víti undir lok framlengingar og skaut Sigurður Marinó Kristjánsson þeim inn í 16-liða úrslitin er hann skoraði úr vítinu. Lokatölur á Akureyri 2-1 og Sandgerðingar fara í súra ferð heim á leið. Þá þurfti að framlengja leik Kórdrengja og ÍA en staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Fjölnir ÍA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Nær öllum leikjum dagsins í Mjólkurbikarnum er nú lokið. FH og Fjölnir fóru naumlega áfram og þá þurfti að framlengja í leik Kórdrengja og ÍA. FH, sem hefur unnið báða leiki sína í Pepsi Max deildinni í sumar, heimsótti Þrótt í Laugardalnum en heimamenn leika í Lengjudeildinni. Leikurinn var töluvert jafnari en menn hefðu þorað að vona. Morten Beck Andersen kom FH yfir á 5. mínútu en Djordje Panic jafnaði metin fyrir Þrótt þegar rúmur hálftími var liðinn og þannig var staðan í hálfleik. Morten Beck skoraði sitt annað mark í leiknum þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Reyndist það sigurmark leiksins og lokatölur því 2-1 FH í vil. Í Grafarvogi voru Selfyssingar í heimsókn en á meðan Fjölnir leikur í Pepsi Max eru gestirnir í 2. deild. Það var þó ekki að sjá í upphafi leiks en Guðmundur Tyrfingsson kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútur. Ingiberkur Kort Sigurðsson jafnaði metin fyrir Fjölni tæpum fimmtán mínútum síðar en gestirnir létu það ekki á sig fá og komust aftur yfir með marki Valdimars Jóhannssonar þegar tæpur hálftími var liðinn. Adam var þó ekki lengi í paradís en Viktor Andri Hafþórsson jafnaði metin fyrir Fjölni aðeins tveimur mínútum eftir að Selfoss komst yfir. Staðan 2-2 í hálfleik. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur og sá fyrri enda var aðeins eitt mark sem leit dagsins ljós. Það gerði Jón Gísli Ström og tryggði Fjölni þar með 3-2 sigur og sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þór Akureyri vann 2-1 heimasigur á Reyni Sandgerði eftir framlengdan leik. Heimamenn leika í Lengjudeildinni á meðan Reynir er í 3. deild. Elton Renato Livramento Barros kom Reyni óvænt yfir strax á 18. mínútu og þannig var staðan allt fram á 78. mínútu leiksins þegar Sölvi Sverrisson jafnaði metin. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þórsarar fengu víti undir lok framlengingar og skaut Sigurður Marinó Kristjánsson þeim inn í 16-liða úrslitin er hann skoraði úr vítinu. Lokatölur á Akureyri 2-1 og Sandgerðingar fara í súra ferð heim á leið. Þá þurfti að framlengja leik Kórdrengja og ÍA en staðan var 2-2 að loknum venjulegum leiktíma.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn FH Fjölnir ÍA Tengdar fréttir Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00 KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Níu leikmenn Leiknis áttu aldrei möguleika gegn KA | Sjáðu rauðu spjöldin | HK marði Magna á Grenivík Tveimur leikjum er nú lokið í Mjólkurbikar karla af þeim átta sem fara fram í kvöld. KA valtaði yfir Leikni, HK marði Magna og þá þurfti að framlengja hjá Þór Akureyri og Reyni Sandgerði. 24. júní 2020 20:00
KR skoraði átta | Valur og Afturelding einnig áfram KR, Valur og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla. 23. júní 2020 21:18