Innlent

Arn­dís Soffía tekur við af Grími

Árni Sæberg skrifar
Grímur er settur ríkislögreglustjóri og Arndís Soffía leysir hann af í embætti lögreglustjórans á Suðurlandi.
Grímur er settur ríkislögreglustjóri og Arndís Soffía leysir hann af í embætti lögreglustjórans á Suðurlandi. Vísir/Bjarni

Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið.

Í morgun var greint frá því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefði sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra og Grímur Hergeirsson skipaður tímabundið í embættið.

Hann segir í samtali við fréttastofu að Arndís Soffía Sigurðardóttir taki við embætti hans á meðan hann sest í stól ríkislögreglustjóra. Hún sé staðgengill hans og hafi starfað hjá embættinu í þrjú ár. Þar áður hafi hún verið sýslumaður í Vestmannaeyjum.

Hún segist í samtali við fréttastofu lítast ljómandi vel á að taka við af Grími. Verkefnið sé spennandi og verkefnin í umdæminu séu næg og fjölbreytt.

Hún sjái ekki fram á að gera róttækar breytingar á embættinu.

„Ég held að við höldum áfram á þeirri braut sem hefur verið lagt upp með undanfarið. Við höfum verið í mikilli og breiðri umbótavinnu og við höldum henni áfram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×