Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2025 16:45 Mörg spjót beinast nú að Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. AP/Mariam Zuhaib Margir þingmenn Demókrataflokksins í báðum deildum þings virðast mjög ósáttir við nokkra kollega sína í öldungadeildinni sem greiddu í gær atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Atkvæðin gætu leitt til þess að rekstur alríkisins vestanhafs hefjist á nýjan leik en án þess þó að Demókratar fái nokkuð fyrir mótmælin undanfarinn 41 dag. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, stigi til hliðar vegna málsins. Þingmennirnir átta hafa verið harðlega gagnrýndir innan eigin flokks síðan atkvæðagreiðslan fór fram í gær. Það hefur strax vakið athygli að enginn af þingmönnunum átta er í þingsæti sem kosið verður um á næsta ári. Greidd eru atkvæði um þriðjung þingsæta öldungadeildarinnar á tveggja ára fresti. Sjá einnig: Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Þess vegna hefur reiðin að miklu leyti beinst gegn Schumer og hafa nokkrir þingmenn kallað eftir því að hann leyfi einhverjum öðrum að taka við leiðtogatitlinum. Þeirra á meðal er þingmaðurinn Ro Khanna sem sagði á X að Schumer gæti ekki sinnt embættinu lengur. „Ef þú getur ekki leitt baráttuna til að stöðva það að heilbrigðistryggingar Bandaríkjamanna hækki upp úr öllu valdi, hvað ertu þá tilbúinn að berjast fyrir?“ spurði Khanna. Senator Schumer is no longer effective and should be replaced. If you can’t lead the fight to stop healthcare premiums from skyrocketing for Americans, what will you fight for?— Ro Khanna (@RoKhanna) November 10, 2025 Bernie Sanders, sem er ekki formlega Demókrati, birti í gær ávarp þar sem hann kvartaði yfir atkvæðagreiðslum kollega sinna. Hann sagði gærkvöldið hafa verið slæmt. Tonight was a very bad night. pic.twitter.com/t2rM48XEyV— Sen. Bernie Sanders (@SenSanders) November 10, 2025 Chris Murphy, sem situr einnig í öldungadeildinni, birti einnig ávarp þar sem hann sagðist óttast að það að kollegar sínir hefðu lúffað gerði Trump öflugri, ef eitthvað væri. Þá sagðist Murphy vera reiður yfir því hvernig virðist ætla að fara og hét því að berjast áfram. I got back to my office after the vote tonight and recorded this. There's no way to sugarcoat what happened tonight. And my fear is that Trump gets stronger, not weaker, because of this acquiescence. I'm angry - like you. But I choose to keep fighting. pic.twitter.com/EsfvvDH3VD— Chris Murphy 🟧 (@ChrisMurphyCT) November 10, 2025 Óljóst er hvort þingmennirnir átta hafi farið gegn vilja Schumer en þeir segjast hafa sagt leiðtogum sínum frá viðræðum þeirra við Repúblikana. Schumer sagðist í gær ekki vera hættur að berjast fyrir bandarísku þjóðina. Samkvæmt frétt Politico hefur hann þó ekki tjáð sig frekar um málið. Schumer vakti einnig mikla reiði innan Demókrataflokksins í mars þegar hann studdi fyrra bráðabirgðafjárlagafrumvarp Repúblikana og kom þannig í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins þá. Aukinn þrýstingur Þrýstingurinn á Demókrata hefur aukist undanfarna daga, þó kannanir hafi hingað til sýnt að fleiri kjósendur hafa kennt Repúblikönum og Trump um ástandið. Kosningarnar í síðustu viku, þar sem Demókratar stóðu sig betur en þeir vonuðust til, þóttu einnig benda til þess að þeir væru á réttri leið. Sjá einnig: Fer fram og til baka með SNAP Þeir standa þó frammi fyrir því að milljónir munu brátt missa nauðsynlega mataraðstoð, þúsundir flugferða eru ekki farnar á degi hverjum og langvarandi launaleysi er að reynast opinberum starfsmönnum erfitt. Atkvæðagreiðslan í gær, sem fór 60-40 opnaði á það að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu en það þýðir ekki að rekstur ríkisins hefjist strax aftur. Ef og þegar öldungadeildin samþykkir frumvarpið mun það þurfa að fara aftur fyrir fulltrúadeildina, sem hefur ekki verið kölluð saman frá því upprunalega frumvarpið var samþykkt í upphafi október, og síðan þarf Trump að skrifa undir það. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur sagt þingmönnum að snúa aftur til Washington DC eins fljótt og þeir geta og sagði blaðamönnum í dag að hann teldi sig hafa atkvæðin til að samþykkja frumvarpið. Repúblikanar hafa einnig lofað því að ráða aftur fjölmarga opinbera starfsmenn sem sagt var upp í upphafi stöðvunarinnar. Nokkrir Demókratar hafa þó í gær og í dag bent á að loforð Repúblikana sé mögulega lítið að marka. Sjúkratryggingar fjölmargra Bandaríkjamanna muni hækka gífurlega á næstunni og Repúblikanar hafi ekki nokkra áætlun til að bæta ástandið. Angus King var einn þeirra sem greiddu atkvæði með frumvarpi Repúblikana. Hann sagði í viðtali í dag að stöðvunin hefði ekki skilað árangri og að hún myndi ekki gera það. Sen. Angus King: "Standing up to Donald Trump didn't work" pic.twitter.com/Y751B5SajR— Aaron Rupar (@atrupar) November 10, 2025 Trump refsar ríkjum Demókrata Eins og margir vita eflaust var ríkisrekstur Bandaríkjanna stöðvaður í upphafi október, þar sem ekki tókst að samþykkja fjárlög. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð í tryggingakerfi sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Frá því rekstur ríkisins var stöðvaður hefur Trump stöðvað fjölda opinberra fjárveitinga til verkefna í ríkjum sem stýrt er af Demókrötum. Það hefur hann gert í þeim tilgangi að refsa Demókrötum fyrir mótspyrnuna. Atkvæðagreiðsla en engar ívilnanir Helsta markmið Demókrata var að tryggja að áðurnefndar ívilnanir yrðu framlengdar en það verður ekki gert. Demókratarnir sem greiddu atkvæði með Repúblikönum í gær segja að John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, hafi lofað því að haldin yrði atkvæðagreiðsla um ívilnanirnar í desember. Það felur þó ekkert í sér annað en að haldin verði atkvæðagreiðsla og þó að öldungadeildin samþykki að framlengja ívilnanirnar, sem er verulega ólíklegt, þykir nánast öruggt að fulltrúadeildin muni aldrei gera það. Það er að segja ef haldin yrði yfir höfuð atkvæðagreiðsla. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, stigi til hliðar vegna málsins. Þingmennirnir átta hafa verið harðlega gagnrýndir innan eigin flokks síðan atkvæðagreiðslan fór fram í gær. Það hefur strax vakið athygli að enginn af þingmönnunum átta er í þingsæti sem kosið verður um á næsta ári. Greidd eru atkvæði um þriðjung þingsæta öldungadeildarinnar á tveggja ára fresti. Sjá einnig: Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Þess vegna hefur reiðin að miklu leyti beinst gegn Schumer og hafa nokkrir þingmenn kallað eftir því að hann leyfi einhverjum öðrum að taka við leiðtogatitlinum. Þeirra á meðal er þingmaðurinn Ro Khanna sem sagði á X að Schumer gæti ekki sinnt embættinu lengur. „Ef þú getur ekki leitt baráttuna til að stöðva það að heilbrigðistryggingar Bandaríkjamanna hækki upp úr öllu valdi, hvað ertu þá tilbúinn að berjast fyrir?“ spurði Khanna. Senator Schumer is no longer effective and should be replaced. If you can’t lead the fight to stop healthcare premiums from skyrocketing for Americans, what will you fight for?— Ro Khanna (@RoKhanna) November 10, 2025 Bernie Sanders, sem er ekki formlega Demókrati, birti í gær ávarp þar sem hann kvartaði yfir atkvæðagreiðslum kollega sinna. Hann sagði gærkvöldið hafa verið slæmt. Tonight was a very bad night. pic.twitter.com/t2rM48XEyV— Sen. Bernie Sanders (@SenSanders) November 10, 2025 Chris Murphy, sem situr einnig í öldungadeildinni, birti einnig ávarp þar sem hann sagðist óttast að það að kollegar sínir hefðu lúffað gerði Trump öflugri, ef eitthvað væri. Þá sagðist Murphy vera reiður yfir því hvernig virðist ætla að fara og hét því að berjast áfram. I got back to my office after the vote tonight and recorded this. There's no way to sugarcoat what happened tonight. And my fear is that Trump gets stronger, not weaker, because of this acquiescence. I'm angry - like you. But I choose to keep fighting. pic.twitter.com/EsfvvDH3VD— Chris Murphy 🟧 (@ChrisMurphyCT) November 10, 2025 Óljóst er hvort þingmennirnir átta hafi farið gegn vilja Schumer en þeir segjast hafa sagt leiðtogum sínum frá viðræðum þeirra við Repúblikana. Schumer sagðist í gær ekki vera hættur að berjast fyrir bandarísku þjóðina. Samkvæmt frétt Politico hefur hann þó ekki tjáð sig frekar um málið. Schumer vakti einnig mikla reiði innan Demókrataflokksins í mars þegar hann studdi fyrra bráðabirgðafjárlagafrumvarp Repúblikana og kom þannig í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins þá. Aukinn þrýstingur Þrýstingurinn á Demókrata hefur aukist undanfarna daga, þó kannanir hafi hingað til sýnt að fleiri kjósendur hafa kennt Repúblikönum og Trump um ástandið. Kosningarnar í síðustu viku, þar sem Demókratar stóðu sig betur en þeir vonuðust til, þóttu einnig benda til þess að þeir væru á réttri leið. Sjá einnig: Fer fram og til baka með SNAP Þeir standa þó frammi fyrir því að milljónir munu brátt missa nauðsynlega mataraðstoð, þúsundir flugferða eru ekki farnar á degi hverjum og langvarandi launaleysi er að reynast opinberum starfsmönnum erfitt. Atkvæðagreiðslan í gær, sem fór 60-40 opnaði á það að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu en það þýðir ekki að rekstur ríkisins hefjist strax aftur. Ef og þegar öldungadeildin samþykkir frumvarpið mun það þurfa að fara aftur fyrir fulltrúadeildina, sem hefur ekki verið kölluð saman frá því upprunalega frumvarpið var samþykkt í upphafi október, og síðan þarf Trump að skrifa undir það. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur sagt þingmönnum að snúa aftur til Washington DC eins fljótt og þeir geta og sagði blaðamönnum í dag að hann teldi sig hafa atkvæðin til að samþykkja frumvarpið. Repúblikanar hafa einnig lofað því að ráða aftur fjölmarga opinbera starfsmenn sem sagt var upp í upphafi stöðvunarinnar. Nokkrir Demókratar hafa þó í gær og í dag bent á að loforð Repúblikana sé mögulega lítið að marka. Sjúkratryggingar fjölmargra Bandaríkjamanna muni hækka gífurlega á næstunni og Repúblikanar hafi ekki nokkra áætlun til að bæta ástandið. Angus King var einn þeirra sem greiddu atkvæði með frumvarpi Repúblikana. Hann sagði í viðtali í dag að stöðvunin hefði ekki skilað árangri og að hún myndi ekki gera það. Sen. Angus King: "Standing up to Donald Trump didn't work" pic.twitter.com/Y751B5SajR— Aaron Rupar (@atrupar) November 10, 2025 Trump refsar ríkjum Demókrata Eins og margir vita eflaust var ríkisrekstur Bandaríkjanna stöðvaður í upphafi október, þar sem ekki tókst að samþykkja fjárlög. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð í tryggingakerfi sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Frá því rekstur ríkisins var stöðvaður hefur Trump stöðvað fjölda opinberra fjárveitinga til verkefna í ríkjum sem stýrt er af Demókrötum. Það hefur hann gert í þeim tilgangi að refsa Demókrötum fyrir mótspyrnuna. Atkvæðagreiðsla en engar ívilnanir Helsta markmið Demókrata var að tryggja að áðurnefndar ívilnanir yrðu framlengdar en það verður ekki gert. Demókratarnir sem greiddu atkvæði með Repúblikönum í gær segja að John Thune, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, hafi lofað því að haldin yrði atkvæðagreiðsla um ívilnanirnar í desember. Það felur þó ekkert í sér annað en að haldin verði atkvæðagreiðsla og þó að öldungadeildin samþykki að framlengja ívilnanirnar, sem er verulega ólíklegt, þykir nánast öruggt að fulltrúadeildin muni aldrei gera það. Það er að segja ef haldin yrði yfir höfuð atkvæðagreiðsla.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent