Hoppaðu á ljósmæðra-vagninn Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 25. júní 2020 07:00 Nú hringsólar um göturnar grænn strætisvagn skreyttur allsnöktum fæðandi konum, dularfullum höndum og slagorðinu „við tökum vel á móti þér“. En hvers vegna? Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra Á síðasta þingi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, var helsta umræðuefnið hvernig hægt væri að bjarga lífum og stuðla að betri velferð kvenna og barna. Viðfangsefnið að þessu sinni var „gæða-ljósmæðraþjónusta“. Einnig ákvað WHO að tileinka hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020 en þá eru einnig liðin 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale, helsta frumkvöðul nútíma-hjúkrunarfræði . Með þessu vildi stofnunin vekja athygli á því hversu mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðingar og ljósmæður gegna í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu í heild. WHO hefur áður hvatt þjóðir heimsins til að hámarka framlag þessara tveggja starfsstétta í samfélaginu, fjárfesta af meiri krafti í hjúkrun og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Nú er því tilefni fyrir Ísland, sem og samfélög víða um heim, til að einbeita sér að því að veita vandaða hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu til allra kvenna, nýbura og fjölskyldna þeirra. Hvers vegna er ljósmæðraþjónusta mikilvæg? Ljósmæður eru ábyrgir fagaðilar sem sinna konum og fjölskyldum í gegnum allt barneignarferlið. Sérþekking þeirra snýr að eðlilegu ferli. Við búum svo vel hér á landi að ef konur eru heilbrigðar á meðgöngunni og eiga von á heilbrigðu barni, getur ljósmóðir verið eini fagaðilinn sem foreldrar hitta í gegnum allt ferlið. Ljósmæður líta á fæðingu barns í heiminn sem fjölskylduviðburð og eðlilegt ferli, þar til annað kemur í ljós. Þær hafa hins vegar þekkingu og reynslu til að koma auga á hið óeðlilega og blanda þá viðeigandi fagaðila í málið þegar þörf er á. Ljósmæður sinna einnig fræðslu og veita þjónustu tengda heilbrigði, kvenheilsu og kvenlíkamanum. Þær starfa hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á einkastofum eða á heilsugæslustöðvum. Fleiri sjónarmið í mótun heilbrigðisstefnu Skapa þarf öflugan vettvang fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga til að taka þátt stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þar sem ljósmæður sinna barneignarþjónustu dregur úr líkum á dánartíðni og sjúkdómum hjá móður og barni um rúm 80% og fyrirburafæðingum um 24%. Að auki eru fleiri konur með börn sín á brjósti þar sem ljósmæður veita umönnun, sálfélagsleg líðan kvenna er betri og inngrip í fæðingu eru færri, sérstaklega keisaraskurðir. Starf ljósmæðra er því óumdeilanlega mikilvægt fyrir velferð nýbura og kvenna en ungbarnadauði hérlendis er með þeim lægsta í heiminum. Af þessu tilefni vildi Ljósmæðrafélag Íslands nýta tækifærið, minna á sig og þannig ítreka mikilvægi ljósmæðraþjónustu hér á landi. Þrátt fyrir góðan árangur er alltaf hægt að gera betur. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hringsólar um göturnar grænn strætisvagn skreyttur allsnöktum fæðandi konum, dularfullum höndum og slagorðinu „við tökum vel á móti þér“. En hvers vegna? Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra Á síðasta þingi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, var helsta umræðuefnið hvernig hægt væri að bjarga lífum og stuðla að betri velferð kvenna og barna. Viðfangsefnið að þessu sinni var „gæða-ljósmæðraþjónusta“. Einnig ákvað WHO að tileinka hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum árið 2020 en þá eru einnig liðin 200 ár frá fæðingu Florence Nightingale, helsta frumkvöðul nútíma-hjúkrunarfræði . Með þessu vildi stofnunin vekja athygli á því hversu mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðingar og ljósmæður gegna í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu í heild. WHO hefur áður hvatt þjóðir heimsins til að hámarka framlag þessara tveggja starfsstétta í samfélaginu, fjárfesta af meiri krafti í hjúkrun og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Nú er því tilefni fyrir Ísland, sem og samfélög víða um heim, til að einbeita sér að því að veita vandaða hjúkrunar- og ljósmæðraþjónustu til allra kvenna, nýbura og fjölskyldna þeirra. Hvers vegna er ljósmæðraþjónusta mikilvæg? Ljósmæður eru ábyrgir fagaðilar sem sinna konum og fjölskyldum í gegnum allt barneignarferlið. Sérþekking þeirra snýr að eðlilegu ferli. Við búum svo vel hér á landi að ef konur eru heilbrigðar á meðgöngunni og eiga von á heilbrigðu barni, getur ljósmóðir verið eini fagaðilinn sem foreldrar hitta í gegnum allt ferlið. Ljósmæður líta á fæðingu barns í heiminn sem fjölskylduviðburð og eðlilegt ferli, þar til annað kemur í ljós. Þær hafa hins vegar þekkingu og reynslu til að koma auga á hið óeðlilega og blanda þá viðeigandi fagaðila í málið þegar þörf er á. Ljósmæður sinna einnig fræðslu og veita þjónustu tengda heilbrigði, kvenheilsu og kvenlíkamanum. Þær starfa hvar sem er, meðal annars í heimahúsum, úti í samfélaginu, á sjúkrahúsum, á einkastofum eða á heilsugæslustöðvum. Fleiri sjónarmið í mótun heilbrigðisstefnu Skapa þarf öflugan vettvang fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga til að taka þátt stefnumótun í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að þar sem ljósmæður sinna barneignarþjónustu dregur úr líkum á dánartíðni og sjúkdómum hjá móður og barni um rúm 80% og fyrirburafæðingum um 24%. Að auki eru fleiri konur með börn sín á brjósti þar sem ljósmæður veita umönnun, sálfélagsleg líðan kvenna er betri og inngrip í fæðingu eru færri, sérstaklega keisaraskurðir. Starf ljósmæðra er því óumdeilanlega mikilvægt fyrir velferð nýbura og kvenna en ungbarnadauði hérlendis er með þeim lægsta í heiminum. Af þessu tilefni vildi Ljósmæðrafélag Íslands nýta tækifærið, minna á sig og þannig ítreka mikilvægi ljósmæðraþjónustu hér á landi. Þrátt fyrir góðan árangur er alltaf hægt að gera betur. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun