Margur heldur mig sig Erla Björg Sigurðardóttir og Olga Kristrún Ingólfsdóttir skrifa 25. júní 2020 09:30 Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri sjúkrahúss SÁÁ og framkvæmdarstjóri lækninga og Einar Hermannsson frambjóðandi til formanns SÁÁ hafa ásakað undirritaðar um rangfærslur og útúrsnúning varðandi þær niðurskurðartillögur sem Valgerðar setti fram á sínum tíma. Þegar betur er að gáð er þessu öfugt farið. Tillögur Forstjórans Það er engum blöðum um það að fletta og er skilmerkilega skráð í fundargerð framkvæmdastjórnar SÁÁ frá 4 apríl sl. (sem sjá má hér) að Valgerður Rúnarsdóttir lagði það til að í sparnaðarkyni yrði Vogi lokað í 8 vikur að sumri og sjúklingar á Vík sendir heim um helgar á meðan á meðferð þeirra stæði. Þá var bent á það að þessar tillögur væru óframkvæmanlegar þar sem þær fælu í sér brot á þeim þjónustusamningi sem SÁÁ hefur gert við sjúkratryggingar Ísalands um þjónustuna á Vík og Vogi auk þess sem slík skerðing á þjónustu við veika alkóhólista kæmi ekki til greina. Árétting Sjúkratrygginga Það er ekkert við það að athuga að Sjúkratryggingar Íslands hafi nýlega sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að aðgengi að þjónustu samkvæmt samningum SÍ við SÁÁ verði með sama hætti og verið hefur síðustu sumur. Ágætt að sú stofnun sendi annars slagið út yfirlýsingar um að hún ætli að standa við gerða samninga en það breytir því ekki að 4. apríl lagði Valgerður Rúnarsdóttir fram tillögur um annað, hvað varðar SÁÁ. Nokkuð sem olli okkur áhyggjum, við skýrðum frá opinberlega frá og höfum, fyrir vikið verið sakaðar um rangfærslur og útúrsnúning. Tillögur Valgerðar náðu ekki lengra þá en það liggur ljóst fyrir að það þarf ábyrga framkvæmdastjórn og formann með bein í nefinu til að standa í vegi þess að tillögur á borð við þessar nái fram að ganga í nánustu framtíð. Það er því áréttað að undirritaðar hafa ekki stundað rangfærslur eða útúrsnúning. Því er öfugt farið og af því tilefni kemur í hugann máltækið: margur heldur mig sig. Erla Björg Sigurðardóttir er félagsraðgjafi MA og Olga Kristrún Ingólfsdóttir viðskiptafræðingur MBA fulltrúar í framkvæmdarstjórn SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri sjúkrahúss SÁÁ og framkvæmdarstjóri lækninga og Einar Hermannsson frambjóðandi til formanns SÁÁ hafa ásakað undirritaðar um rangfærslur og útúrsnúning varðandi þær niðurskurðartillögur sem Valgerðar setti fram á sínum tíma. Þegar betur er að gáð er þessu öfugt farið. Tillögur Forstjórans Það er engum blöðum um það að fletta og er skilmerkilega skráð í fundargerð framkvæmdastjórnar SÁÁ frá 4 apríl sl. (sem sjá má hér) að Valgerður Rúnarsdóttir lagði það til að í sparnaðarkyni yrði Vogi lokað í 8 vikur að sumri og sjúklingar á Vík sendir heim um helgar á meðan á meðferð þeirra stæði. Þá var bent á það að þessar tillögur væru óframkvæmanlegar þar sem þær fælu í sér brot á þeim þjónustusamningi sem SÁÁ hefur gert við sjúkratryggingar Ísalands um þjónustuna á Vík og Vogi auk þess sem slík skerðing á þjónustu við veika alkóhólista kæmi ekki til greina. Árétting Sjúkratrygginga Það er ekkert við það að athuga að Sjúkratryggingar Íslands hafi nýlega sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að aðgengi að þjónustu samkvæmt samningum SÍ við SÁÁ verði með sama hætti og verið hefur síðustu sumur. Ágætt að sú stofnun sendi annars slagið út yfirlýsingar um að hún ætli að standa við gerða samninga en það breytir því ekki að 4. apríl lagði Valgerður Rúnarsdóttir fram tillögur um annað, hvað varðar SÁÁ. Nokkuð sem olli okkur áhyggjum, við skýrðum frá opinberlega frá og höfum, fyrir vikið verið sakaðar um rangfærslur og útúrsnúning. Tillögur Valgerðar náðu ekki lengra þá en það liggur ljóst fyrir að það þarf ábyrga framkvæmdastjórn og formann með bein í nefinu til að standa í vegi þess að tillögur á borð við þessar nái fram að ganga í nánustu framtíð. Það er því áréttað að undirritaðar hafa ekki stundað rangfærslur eða útúrsnúning. Því er öfugt farið og af því tilefni kemur í hugann máltækið: margur heldur mig sig. Erla Björg Sigurðardóttir er félagsraðgjafi MA og Olga Kristrún Ingólfsdóttir viðskiptafræðingur MBA fulltrúar í framkvæmdarstjórn SÁÁ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar