Fótbolti

Rúrik samdi um starfslok við Sandhausen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúrik í leik með Sandhausen.
Rúrik í leik með Sandhausen. vísir/getty

Rúrik Gíslason er farinn frá SV Sandhausen í þýsku B-deildinni en þetta staðfesti fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Rúrik hafði staðið í stappi við félagið eftir að hann neitaði að taka á sig launalækkun en samningur hans átti að renna út í sumar. Hann hefur ekki verið í leikmannahóp liðsins í undanförnum leikjum að þeim sökum.

Hann er nú laus allra mála en óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá þessum 32 ára vængmanni. Síðasti landsleikur hans kom í nóvember 2018 en hann hefur alls leikið 53 landsleiki og skorað þrjú mörk.

Rúrik hefur einnig leikið í Danmörku og hefur áður sagt frá því að hann hafi áhuga á að búa í Danmörku á nýjan leik, svo það er spurning hvort hann snúi aftur til Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×