Dómarar, Blikar og KR-ingar í sóttkví en ekki Selfyssingar Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2020 19:52 Leikmenn Breiðabliks eru komnir í sóttkví. VÍSIR/BÁRA Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. Leikmaðurinn kom til landsins 17. júní og lék gegn Selfossi degi síðar, sem og gegn KR á þriðjudag, en samkvæmt því sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í íþróttafréttum RÚV í kvöld þurfa Selfyssingar ekki að fara í sóttkví að svo stöddu. „Nei, ekki samkvæmt skoðun okkar í augnablikinu,“ sagði Víðir. Til að byrja með fara öll sem komu að leiknum á þriðjudag í sóttkví en Víðir segir hugsanlegt að hægt verði að losa einhver úr hinni venjulegu 14 daga sóttkví eftir nánari rannsókn: „Smitrakning teygir sig aftur í leikinn á þriðjudaginn, og aðeins aftar en það, þannig að það eru ansi margir sem eru að fara í sóttkví á meðan að við erum að ná utan um þetta. Við sjáum aðeins til eftir einhverja daga, þegar við vitum nákvæmlega hvernig samskiptin voru, hvort að allir þurfa að vera í sóttkví eða hvort hægt sá að losa einhverja úr sóttkví. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Víðir við Kristjönu Arnarsdóttur í íþróttafréttum RÚV. Smitið greindist ekki við sýnatöku þegar leikmaðurinn kom til landsins frá Bandaríkjunum. Það greindist svo við aðra sýnatöku sem leikmaðurinn fór í eftir að í ljós kom að hann hefði verið innan um smitaðan einstakling í Bandaríkjunum. „Þetta virðist vera smitandi og okkar viðbrögð miðast við það. Þetta er eins og við höfum sagt allan tímann, að það er ekkert hundrað prósent þó að fólk mælist neikvætt við landamærin. Þetta er áminning fyrir okkur um að halda því á lofti hvernig við þurfum að umgangast þessa pest,“ sagði Víðir. Important! https://t.co/6cWveXLtNI— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) June 25, 2020 Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn á þriðjudag og er því komin í sóttkví sem og aðstoðardómarar leiksins. Enginn dómaranna hefur dæmt leik í meistaraflokki frá því á þriðjudaginn. „Við höfðum samband við KSÍ þegar þetta kom upp í dag og upplýstum sambandið um að starfsmenn þess, dómararnir, þyrftu að fara í sóttkví. Við gerum ráð fyrir að KSÍ hafi sett sig í samband við þá. En ef að þeir eru einkennalausir og mælast ekki jákvæðir þá þarf enginn að fara í sóttkví út af þeim,“ sagði Víðir. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er https://t.co/nEq7syLH3Y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 25, 2020 Pepsi Max-deild kvenna KR Breiðablik KSÍ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira
Dómarar, leikmenn og þjálfarar í leik Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta síðasta þriðjudag þurfa að fara í sóttkví eftir að leikmaður Breiðabliks greindist með kórónuveirusmit í dag. Leikmaðurinn kom til landsins 17. júní og lék gegn Selfossi degi síðar, sem og gegn KR á þriðjudag, en samkvæmt því sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í íþróttafréttum RÚV í kvöld þurfa Selfyssingar ekki að fara í sóttkví að svo stöddu. „Nei, ekki samkvæmt skoðun okkar í augnablikinu,“ sagði Víðir. Til að byrja með fara öll sem komu að leiknum á þriðjudag í sóttkví en Víðir segir hugsanlegt að hægt verði að losa einhver úr hinni venjulegu 14 daga sóttkví eftir nánari rannsókn: „Smitrakning teygir sig aftur í leikinn á þriðjudaginn, og aðeins aftar en það, þannig að það eru ansi margir sem eru að fara í sóttkví á meðan að við erum að ná utan um þetta. Við sjáum aðeins til eftir einhverja daga, þegar við vitum nákvæmlega hvernig samskiptin voru, hvort að allir þurfa að vera í sóttkví eða hvort hægt sá að losa einhverja úr sóttkví. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Víðir við Kristjönu Arnarsdóttur í íþróttafréttum RÚV. Smitið greindist ekki við sýnatöku þegar leikmaðurinn kom til landsins frá Bandaríkjunum. Það greindist svo við aðra sýnatöku sem leikmaðurinn fór í eftir að í ljós kom að hann hefði verið innan um smitaðan einstakling í Bandaríkjunum. „Þetta virðist vera smitandi og okkar viðbrögð miðast við það. Þetta er eins og við höfum sagt allan tímann, að það er ekkert hundrað prósent þó að fólk mælist neikvætt við landamærin. Þetta er áminning fyrir okkur um að halda því á lofti hvernig við þurfum að umgangast þessa pest,“ sagði Víðir. Important! https://t.co/6cWveXLtNI— Víðir Reynisson (@VidirReynisson) June 25, 2020 Bríet Bragadóttir dæmdi leikinn á þriðjudag og er því komin í sóttkví sem og aðstoðardómarar leiksins. Enginn dómaranna hefur dæmt leik í meistaraflokki frá því á þriðjudaginn. „Við höfðum samband við KSÍ þegar þetta kom upp í dag og upplýstum sambandið um að starfsmenn þess, dómararnir, þyrftu að fara í sóttkví. Við gerum ráð fyrir að KSÍ hafi sett sig í samband við þá. En ef að þeir eru einkennalausir og mælast ekki jákvæðir þá þarf enginn að fara í sóttkví út af þeim,“ sagði Víðir. KSÍ mun nú skoða næstu skref og gefa út viðeigandi tilkynningu um framvindu mótsins eins fljótt og mögulegt er https://t.co/nEq7syLH3Y— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 25, 2020
Pepsi Max-deild kvenna KR Breiðablik KSÍ Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Sjá meira