Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 08:01 Trump fyrir utan Hvíta húsið í gær. AP/Alex Brandon Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. Donald Trump, forseti, hefur ekki tekið vel í það og notaði tilefnið til að ljúga upp á mótmælendur í New York um að þau hafi kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu myrtir. Talskona de Blasio sagði í gær að Trump smánaði öll þau gildi sem íbúar New York taki sér nærri. Það þyrfti að minna hann á það í hvert sinn sem hann sneri aftur til New York að líf svartra skipti svo sannarlega máli, samkvæmt frétt New York Times. Trump tjáði sig um ákvörðun de Blasio á Twitter og þar laug hann upp á mótmælendur í borginni og reyndi að skapa illdeilur á milli þeirra og lögreglunnar. Hann hélt því ranglega fram að mótmælendur í New York hafi kallað lögregluþjóna „Pigs in a blanket1“, sem eru pulsur vafðar í beikon eða deig, og kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu „grillaðir“. Forsetinn sagði lögregluþjóna brjálaða yfir þessu. Told that @NYCMayor Bill de Blasio wants to paint the fabled & beautiful Fifth Avenue, right in front of Trump Tower/Tiffany, with a big yellow Black Lives Matter sign. “Pigs in a Blanket, Fry ‘Em Like Bacon”, referring to killing Police, is their chant. NYC Police are furious!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Hið rétta er að tiltölulega fámennur hópa mótmælenda gegn ofbeldi lögregluþjóna í Minnsesota sögðu þetta árið 2015. Bæði Sean Hannity, sem er vinur Trump, og Tucker Carlson hjá Fox News hafa sýnt myndbrot frá þessum mótmælum á síðustu vikum. Trump var gestur í umræðuþætti á Fox í gær, sem Hannity stýrði, þar sem hann fór ekki fögrum orðum um mótmælendur sem hafa rifið niður umdeildar styttur í Bandaríkjunum. Hann sagði þá vera hryðjuverkamenn og að á einhverjum tímapunkti þyrfti að veita þeim „makleg málagjöld“. Þá sakaði hann leiðtoga BLM-hreyfingarinnar New York um landráð í gær. Sá hafði talað um að „brenna kerfið“ og byggja það upp á nýjan leik ef umfangsmiklar breytingar verði ekki gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Þetta sagði forsetinn vera landráð. Black Lives Matter leader states, “If U.S. doesn’t give us what we want, then we will burn down this system and replace it”. This is Treason, Sedition, Insurrection!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Black Lives Matter Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. Donald Trump, forseti, hefur ekki tekið vel í það og notaði tilefnið til að ljúga upp á mótmælendur í New York um að þau hafi kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu myrtir. Talskona de Blasio sagði í gær að Trump smánaði öll þau gildi sem íbúar New York taki sér nærri. Það þyrfti að minna hann á það í hvert sinn sem hann sneri aftur til New York að líf svartra skipti svo sannarlega máli, samkvæmt frétt New York Times. Trump tjáði sig um ákvörðun de Blasio á Twitter og þar laug hann upp á mótmælendur í borginni og reyndi að skapa illdeilur á milli þeirra og lögreglunnar. Hann hélt því ranglega fram að mótmælendur í New York hafi kallað lögregluþjóna „Pigs in a blanket1“, sem eru pulsur vafðar í beikon eða deig, og kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu „grillaðir“. Forsetinn sagði lögregluþjóna brjálaða yfir þessu. Told that @NYCMayor Bill de Blasio wants to paint the fabled & beautiful Fifth Avenue, right in front of Trump Tower/Tiffany, with a big yellow Black Lives Matter sign. “Pigs in a Blanket, Fry ‘Em Like Bacon”, referring to killing Police, is their chant. NYC Police are furious!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Hið rétta er að tiltölulega fámennur hópa mótmælenda gegn ofbeldi lögregluþjóna í Minnsesota sögðu þetta árið 2015. Bæði Sean Hannity, sem er vinur Trump, og Tucker Carlson hjá Fox News hafa sýnt myndbrot frá þessum mótmælum á síðustu vikum. Trump var gestur í umræðuþætti á Fox í gær, sem Hannity stýrði, þar sem hann fór ekki fögrum orðum um mótmælendur sem hafa rifið niður umdeildar styttur í Bandaríkjunum. Hann sagði þá vera hryðjuverkamenn og að á einhverjum tímapunkti þyrfti að veita þeim „makleg málagjöld“. Þá sakaði hann leiðtoga BLM-hreyfingarinnar New York um landráð í gær. Sá hafði talað um að „brenna kerfið“ og byggja það upp á nýjan leik ef umfangsmiklar breytingar verði ekki gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Þetta sagði forsetinn vera landráð. Black Lives Matter leader states, “If U.S. doesn’t give us what we want, then we will burn down this system and replace it”. This is Treason, Sedition, Insurrection!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Black Lives Matter Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira