Skrifa Black Lives Matter á götuna við Trump-turn Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2020 08:01 Trump fyrir utan Hvíta húsið í gær. AP/Alex Brandon Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. Donald Trump, forseti, hefur ekki tekið vel í það og notaði tilefnið til að ljúga upp á mótmælendur í New York um að þau hafi kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu myrtir. Talskona de Blasio sagði í gær að Trump smánaði öll þau gildi sem íbúar New York taki sér nærri. Það þyrfti að minna hann á það í hvert sinn sem hann sneri aftur til New York að líf svartra skipti svo sannarlega máli, samkvæmt frétt New York Times. Trump tjáði sig um ákvörðun de Blasio á Twitter og þar laug hann upp á mótmælendur í borginni og reyndi að skapa illdeilur á milli þeirra og lögreglunnar. Hann hélt því ranglega fram að mótmælendur í New York hafi kallað lögregluþjóna „Pigs in a blanket1“, sem eru pulsur vafðar í beikon eða deig, og kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu „grillaðir“. Forsetinn sagði lögregluþjóna brjálaða yfir þessu. Told that @NYCMayor Bill de Blasio wants to paint the fabled & beautiful Fifth Avenue, right in front of Trump Tower/Tiffany, with a big yellow Black Lives Matter sign. “Pigs in a Blanket, Fry ‘Em Like Bacon”, referring to killing Police, is their chant. NYC Police are furious!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Hið rétta er að tiltölulega fámennur hópa mótmælenda gegn ofbeldi lögregluþjóna í Minnsesota sögðu þetta árið 2015. Bæði Sean Hannity, sem er vinur Trump, og Tucker Carlson hjá Fox News hafa sýnt myndbrot frá þessum mótmælum á síðustu vikum. Trump var gestur í umræðuþætti á Fox í gær, sem Hannity stýrði, þar sem hann fór ekki fögrum orðum um mótmælendur sem hafa rifið niður umdeildar styttur í Bandaríkjunum. Hann sagði þá vera hryðjuverkamenn og að á einhverjum tímapunkti þyrfti að veita þeim „makleg málagjöld“. Þá sakaði hann leiðtoga BLM-hreyfingarinnar New York um landráð í gær. Sá hafði talað um að „brenna kerfið“ og byggja það upp á nýjan leik ef umfangsmiklar breytingar verði ekki gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Þetta sagði forsetinn vera landráð. Black Lives Matter leader states, “If U.S. doesn’t give us what we want, then we will burn down this system and replace it”. This is Treason, Sedition, Insurrection!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Black Lives Matter Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Bill de Blasio, borgarstjóri New York, ætlar að láta skrifa orðin „Black Lives Matter“ í stórum gulum stöfum á götuna fyrir utan Trump-turn í næstu viku. Donald Trump, forseti, hefur ekki tekið vel í það og notaði tilefnið til að ljúga upp á mótmælendur í New York um að þau hafi kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu myrtir. Talskona de Blasio sagði í gær að Trump smánaði öll þau gildi sem íbúar New York taki sér nærri. Það þyrfti að minna hann á það í hvert sinn sem hann sneri aftur til New York að líf svartra skipti svo sannarlega máli, samkvæmt frétt New York Times. Trump tjáði sig um ákvörðun de Blasio á Twitter og þar laug hann upp á mótmælendur í borginni og reyndi að skapa illdeilur á milli þeirra og lögreglunnar. Hann hélt því ranglega fram að mótmælendur í New York hafi kallað lögregluþjóna „Pigs in a blanket1“, sem eru pulsur vafðar í beikon eða deig, og kallað eftir því að lögregluþjónar yrðu „grillaðir“. Forsetinn sagði lögregluþjóna brjálaða yfir þessu. Told that @NYCMayor Bill de Blasio wants to paint the fabled & beautiful Fifth Avenue, right in front of Trump Tower/Tiffany, with a big yellow Black Lives Matter sign. “Pigs in a Blanket, Fry ‘Em Like Bacon”, referring to killing Police, is their chant. NYC Police are furious!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020 Hið rétta er að tiltölulega fámennur hópa mótmælenda gegn ofbeldi lögregluþjóna í Minnsesota sögðu þetta árið 2015. Bæði Sean Hannity, sem er vinur Trump, og Tucker Carlson hjá Fox News hafa sýnt myndbrot frá þessum mótmælum á síðustu vikum. Trump var gestur í umræðuþætti á Fox í gær, sem Hannity stýrði, þar sem hann fór ekki fögrum orðum um mótmælendur sem hafa rifið niður umdeildar styttur í Bandaríkjunum. Hann sagði þá vera hryðjuverkamenn og að á einhverjum tímapunkti þyrfti að veita þeim „makleg málagjöld“. Þá sakaði hann leiðtoga BLM-hreyfingarinnar New York um landráð í gær. Sá hafði talað um að „brenna kerfið“ og byggja það upp á nýjan leik ef umfangsmiklar breytingar verði ekki gerðar á löggæslu í Bandaríkjunum. Þetta sagði forsetinn vera landráð. Black Lives Matter leader states, “If U.S. doesn’t give us what we want, then we will burn down this system and replace it”. This is Treason, Sedition, Insurrection!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 25, 2020
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Black Lives Matter Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira