Leeds endurheimti toppsætið með öruggum sigri Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. júní 2020 16:08 Jack Harrison leyfði sér að fagna með „áhorfendum“ í dag. vísir/Getty Það var sannkallaður stórslagur í ensku B-deildinni í dag þegar liðin í 2. og 4. sæti mættust á Elland Road þar sem Fulham var í heimsókn hjá Leeds United. West Bromwich Albion tapaði fyrir Brentford í gærkvöldi og því gat Leeds tyllt sér á toppinn með sigri í dag. Patrick Bamford opnaði markareikninginn strax á 10.mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Heimamenn voru svo sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum þar sem mörk frá Ezgjan Alioski og Jack Harrison tryggðu Leeds öruggan þriggja marka sigur áður en Neeskens Kebano var vikið af velli í liði gestanna á lokamínútunum. Leeds með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar sjö umferðum er ólokið en Fulham er með 64 stig, tíu stigum minna en Leeds, í 4.sæti deildarinnar. Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Millwall sem gerði markalaust jafntefli við Barnsley. Fótbolti Enski boltinn
Það var sannkallaður stórslagur í ensku B-deildinni í dag þegar liðin í 2. og 4. sæti mættust á Elland Road þar sem Fulham var í heimsókn hjá Leeds United. West Bromwich Albion tapaði fyrir Brentford í gærkvöldi og því gat Leeds tyllt sér á toppinn með sigri í dag. Patrick Bamford opnaði markareikninginn strax á 10.mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Heimamenn voru svo sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum þar sem mörk frá Ezgjan Alioski og Jack Harrison tryggðu Leeds öruggan þriggja marka sigur áður en Neeskens Kebano var vikið af velli í liði gestanna á lokamínútunum. Leeds með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar sjö umferðum er ólokið en Fulham er með 64 stig, tíu stigum minna en Leeds, í 4.sæti deildarinnar. Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Millwall sem gerði markalaust jafntefli við Barnsley.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti