Arsenal-Man City og Man Utd-Chelsea mætast í undanúrslitum enska bikarsins Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. júní 2020 19:10 Úr leiknum í dag. vísir/Getty Manchester City varð fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins með 0-1 sigri á Newcastle á St.James´ Park í dag. Kevin De Bruyne gerði fyrsta mark leiksins með marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik. Raheem Sterling tvöfaldaði forystu City á 68.mínútu og reyndust 0-2 lokatölur leiksins. Í hálfleik var dregið í undanúrslitaviðureignirnar og mun Manchester United mæta Chelsea á meðan Manchester City mætir Arsenal. Here's your #EmiratesFACup semi-final draw pic.twitter.com/f53z3pAePn— The Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) June 28, 2020 Fótbolti Enski boltinn
Manchester City varð fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins með 0-1 sigri á Newcastle á St.James´ Park í dag. Kevin De Bruyne gerði fyrsta mark leiksins með marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik. Raheem Sterling tvöfaldaði forystu City á 68.mínútu og reyndust 0-2 lokatölur leiksins. Í hálfleik var dregið í undanúrslitaviðureignirnar og mun Manchester United mæta Chelsea á meðan Manchester City mætir Arsenal. Here's your #EmiratesFACup semi-final draw pic.twitter.com/f53z3pAePn— The Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) June 28, 2020