Fótbolti

Fimmti gullskór Lewandowski: Verður hann betri með árunum?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pólverjinn fagnar titlinum í dag.
Pólverjinn fagnar titlinum í dag. vísir/getty

Það kom fáum á óvart að Robert Lewandowski var á meðal markaskorara Bayern Munchen í dag en Bæjarar unnu 4-0 sigur á Wolfsburg í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Kingsley Coman skoraði fyrsta markið á 4. mínútu og Michael Cuisance tvöfaldaði forystuna fyrir hlé. Lewandowski skoraði svo úr vítaspyrnu á 72. mínútu og Thomas Muller skoraði fjórða markið tíu mínútum fyrir leikslok.

Twitter-síðan SPORF tók saman skemmtilega tölfræði um Pólverjann sem varð markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fimmta sinn en hann virðist verða betri og betri með árunum.

Lewandowski hefur raðað inn mörkum síðustu ár en hann skoraði 22 mörk á síðasta ári. Þessi 31 árs gamli framherji gerði mun betur á þessu ári, eða tólf mörkum betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×