Vildi vekja fólk til umhugsunar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2020 10:39 Guðmundur Franklín Jónsson. Vísir/Vilhelm „Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi. Hann var í beinni útsendingu á Facebooksíðu sinni í morgun þar sem hann fór yfir kosningabaráttunna og hverju framboð hans hefði áorkað. Guðmundur sagðist ánægður með kosninguna, þó hann hafi auðvitað viljað fá meira fylgi. Hann fékk 12.797 atkvæði eða 7,8 prósent. „Það sem ég vildi gera fyrst og fremst með þessu framboði var að vekja fólk til umhugsunar um hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi,“ sagði Guðmundur í ávarpi sínu. Hann sagðist sömuleiðis hafa viljað passa upp á það að hér væru haldnar kosningar á fjögurra ára fresti. „Þetta á ekki að vera á færibandi og menn eiga að þurfa að hafa fyrir því og menn eiga að þurfa að svara fyrir síðastliðin fjögur ár eða þann tíma sem fólk hefur verið í embætti.“ Guðmundur sagðist klár á því að hann og stuðningsmenn hans hefðu opnað á ýmis mál og að Guðni myndi héðan í frá hugsa sig um áður en hann skrifar undir lög. Sömuleiðis hefðu þau haft töluverð áhrif á stjórnvöld, samkvæmt Guðmundi. Þau myndu ekki svo glatt selja ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun. „Það er allavega eitthvað unnið með þessu framboði mínu,“ sagði Guðmundur. Þrettán þúsund manns hafi vaknað. Þetta væri einungis byrjunin því hann og stuðningsmenn hans eigi eftir að „vekja“ fleiri. Guðmundur þakkaði öllum þeim sem komu að kosningunum fyrir þeirra störf og þeim sem aðstoðuðu hann. Hann hélt áfram að tala um hverju framboð hans hefði áorkað og ræddi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nú myndi fylking hans og hvers sem tæki við af honum eiga auðveldara með að safna undirskriftum varðandi hin ýmsu málefni. Guðmundur sagði að Guðni Th. Jóhannesson, sem fékk 150.913 atkvæði eða 92,2 prósent, hafi gefið út að hann myndi setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tækist að safna 50 þúsund undirskriftum. „Hann ætlar sem sagt ekki að fara eftir stjórnarskránni. Hann ætlar að fara eftir sínu eigin hyggjuviti og biðja um 50 þúsund.“ Guðmundur sagði að það yrði ekkert vandamál ef selja ætti Landsvirkjun eða bankana. Undir lok Facebook-ávarpsins segist Guðmundur hafa verið að etja kappi við ofurefli. Allir fjölmiðlar hafi verið á móti framboði hans en hann hefði ekki búist við öðru. Öll „kosningamaskínan“, „fjórflokkurinn“ og „ESB-dótið“, hafi sömuleiðis verið á móti framboði hans. „Það er virkileg hræðsla í kerfinu og fyrir þá sem vilja stoppa ESB inngöngu er kannski vert að hugsa um að fyrst þau voru svona mikið á móti þessu, þá erum við kannski nær því að ganga þarna inn. Einhverra hluta vegna. Ég veit það ekki,“ sagði Guðmundur. Facebook-ávarp Guðmundar má sjá hér að neðan. Þar fór hann um víðan völl og talaði um efnahagsmál, iðnað, ferðaþjónustu og sérstöðu Íslands, svo eitthvað sé nefnt. Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Samsæriskenningar og framandlegar fullyrðingar forsetaframbjóðanda Framandlegar kenningar um að afganskir karlmenn gætu reynt að komast inn í Kvennaathvarfið og að milljarðamæringurinn George Soros sé með áætlun um að loka öllum vefsíðum hægrimanna er á meðal þess sem forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hefur haldið fram sem álitsgjafi á Útvarpi Sögu undanfarin ár. 16. júní 2020 09:00 Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34 Forsetaframbjóðandinn segir það bull og vitleysu að stuðningsmenn hans fari offari á samfélagsmiðlum Engar rannsóknir á meintri upplýsingaóreiðu nú í aðdraganda forsetakosninga. 23. júní 2020 12:37 Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta „Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. 24. júní 2020 22:56 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
„Þetta var löng nótt en í rauninni komu úrslitin ansi snemma í ljós,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, flissandi. Hann var í beinni útsendingu á Facebooksíðu sinni í morgun þar sem hann fór yfir kosningabaráttunna og hverju framboð hans hefði áorkað. Guðmundur sagðist ánægður með kosninguna, þó hann hafi auðvitað viljað fá meira fylgi. Hann fékk 12.797 atkvæði eða 7,8 prósent. „Það sem ég vildi gera fyrst og fremst með þessu framboði var að vekja fólk til umhugsunar um hvað er í gangi í þessu þjóðfélagi,“ sagði Guðmundur í ávarpi sínu. Hann sagðist sömuleiðis hafa viljað passa upp á það að hér væru haldnar kosningar á fjögurra ára fresti. „Þetta á ekki að vera á færibandi og menn eiga að þurfa að hafa fyrir því og menn eiga að þurfa að svara fyrir síðastliðin fjögur ár eða þann tíma sem fólk hefur verið í embætti.“ Guðmundur sagðist klár á því að hann og stuðningsmenn hans hefðu opnað á ýmis mál og að Guðni myndi héðan í frá hugsa sig um áður en hann skrifar undir lög. Sömuleiðis hefðu þau haft töluverð áhrif á stjórnvöld, samkvæmt Guðmundi. Þau myndu ekki svo glatt selja ríkisfyrirtæki eins og Landsvirkjun. „Það er allavega eitthvað unnið með þessu framboði mínu,“ sagði Guðmundur. Þrettán þúsund manns hafi vaknað. Þetta væri einungis byrjunin því hann og stuðningsmenn hans eigi eftir að „vekja“ fleiri. Guðmundur þakkaði öllum þeim sem komu að kosningunum fyrir þeirra störf og þeim sem aðstoðuðu hann. Hann hélt áfram að tala um hverju framboð hans hefði áorkað og ræddi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nú myndi fylking hans og hvers sem tæki við af honum eiga auðveldara með að safna undirskriftum varðandi hin ýmsu málefni. Guðmundur sagði að Guðni Th. Jóhannesson, sem fékk 150.913 atkvæði eða 92,2 prósent, hafi gefið út að hann myndi setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tækist að safna 50 þúsund undirskriftum. „Hann ætlar sem sagt ekki að fara eftir stjórnarskránni. Hann ætlar að fara eftir sínu eigin hyggjuviti og biðja um 50 þúsund.“ Guðmundur sagði að það yrði ekkert vandamál ef selja ætti Landsvirkjun eða bankana. Undir lok Facebook-ávarpsins segist Guðmundur hafa verið að etja kappi við ofurefli. Allir fjölmiðlar hafi verið á móti framboði hans en hann hefði ekki búist við öðru. Öll „kosningamaskínan“, „fjórflokkurinn“ og „ESB-dótið“, hafi sömuleiðis verið á móti framboði hans. „Það er virkileg hræðsla í kerfinu og fyrir þá sem vilja stoppa ESB inngöngu er kannski vert að hugsa um að fyrst þau voru svona mikið á móti þessu, þá erum við kannski nær því að ganga þarna inn. Einhverra hluta vegna. Ég veit það ekki,“ sagði Guðmundur. Facebook-ávarp Guðmundar má sjá hér að neðan. Þar fór hann um víðan völl og talaði um efnahagsmál, iðnað, ferðaþjónustu og sérstöðu Íslands, svo eitthvað sé nefnt.
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16 Samsæriskenningar og framandlegar fullyrðingar forsetaframbjóðanda Framandlegar kenningar um að afganskir karlmenn gætu reynt að komast inn í Kvennaathvarfið og að milljarðamæringurinn George Soros sé með áætlun um að loka öllum vefsíðum hægrimanna er á meðal þess sem forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hefur haldið fram sem álitsgjafi á Útvarpi Sögu undanfarin ár. 16. júní 2020 09:00 Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34 Forsetaframbjóðandinn segir það bull og vitleysu að stuðningsmenn hans fari offari á samfélagsmiðlum Engar rannsóknir á meintri upplýsingaóreiðu nú í aðdraganda forsetakosninga. 23. júní 2020 12:37 Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta „Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. 24. júní 2020 22:56 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Guðni með yfirburðasigur Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn í embætti forseta í gær með yfirburðum. 28. júní 2020 08:16
Samsæriskenningar og framandlegar fullyrðingar forsetaframbjóðanda Framandlegar kenningar um að afganskir karlmenn gætu reynt að komast inn í Kvennaathvarfið og að milljarðamæringurinn George Soros sé með áætlun um að loka öllum vefsíðum hægrimanna er á meðal þess sem forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson hefur haldið fram sem álitsgjafi á Útvarpi Sögu undanfarin ár. 16. júní 2020 09:00
Óvænt ein hatramasta forsetakosning sögunnar Ekkert sem Guðni hefið getað gert til að lægja þennan sinubruna sem Guðmundur Franklín er að kveikja. 22. júní 2020 11:34
Forsetaframbjóðandinn segir það bull og vitleysu að stuðningsmenn hans fari offari á samfélagsmiðlum Engar rannsóknir á meintri upplýsingaóreiðu nú í aðdraganda forsetakosninga. 23. júní 2020 12:37
Dáist að staðfestu Bandaríkjaforseta „Ég dáist að því að hann hefur staðið við kosningaloforðin sín,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi spurður út í meinta aðdáun sína á Bandaríkjaforseta, Donald Trump í umræðuþætti Ríkisútvarpsins vegna forsetakosninganna sem fram fara á laugardaginn. 24. júní 2020 22:56
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent