Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2020 07:12 Íbúar í Dallas í Texas bíða eftir því að komast í skimun fyrir kórónuveirunni. Vísir/getty Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Enn eru flestir látnir í Bandaríkjunum, þar sem faraldurinn hefur víða komist á verulegt flug síðustu daga og vikur – til dæmis í Texas. Staðfest smit á heimsvísu eru tíu milljónir en sem fyrr tróna Bandaríkin á toppi lista yfir bæði smitaða og látna. Alls eru nú yfir 125 þúsund látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, næstflestir eða rúmlega 57 þúsund í Brasilíu og Bretland kemur þar á eftir með yfir 43 þúsund andlát. Síðustu daga og vikur hefur faraldurinn víða sótt í sig veðrið að nýju, til að mynda í Bandaríkjunum. Smituðum hefur fjölgað mjög í Texas upp á síðkastið og hefur útbreiðsla veirunnar tekið „hraðan og hættulegan snúning til verri vegar“, að sögn ríkisstjórans Greg Abbott. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas.Visir/getty Fimm þúsund greinast nú með veiruna í Texas á degi hverjum miðað við um tvö þúsund áður. Þá eru nú skráðar um fimm þúsund sjúkrahúsinnlagnir vegna veirunnar á dag í ríkinu. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heitir því að ríkisstjórnin veiti Texas allan þann stuðning sem ríkið þarfnist í baráttunni við veiruna. Þá hvatti hann Texasbúa til að bera grímur fyrir vitunum úti á meðal almennings. „Við vitum að það heftir útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Pence. Mörg ríki í suður- og vesturhluta Bandaríkjanna hafa farið illa út úr faraldrinum síðustu vikur eftir að létt var á veirutakmörkunum. Faraldurinn virðist hins vegar í rénun í New York-ríki og hefur dánartíðni þar ekki verið lægri frá því í marsmánuði. Í Hebei-héraði í Kína, skammt frá höfuðborginni Peking, hefur verið gripið til harðra aðgerða á ný eftir að nýjum smitum fjölgaði lítillega. 400 þúsund manns þurfa nú að sæta þar útgöngubanni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47 Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Enn eru flestir látnir í Bandaríkjunum, þar sem faraldurinn hefur víða komist á verulegt flug síðustu daga og vikur – til dæmis í Texas. Staðfest smit á heimsvísu eru tíu milljónir en sem fyrr tróna Bandaríkin á toppi lista yfir bæði smitaða og látna. Alls eru nú yfir 125 þúsund látnir af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, næstflestir eða rúmlega 57 þúsund í Brasilíu og Bretland kemur þar á eftir með yfir 43 þúsund andlát. Síðustu daga og vikur hefur faraldurinn víða sótt í sig veðrið að nýju, til að mynda í Bandaríkjunum. Smituðum hefur fjölgað mjög í Texas upp á síðkastið og hefur útbreiðsla veirunnar tekið „hraðan og hættulegan snúning til verri vegar“, að sögn ríkisstjórans Greg Abbott. Greg Abbott, ríkisstjóri Texas.Visir/getty Fimm þúsund greinast nú með veiruna í Texas á degi hverjum miðað við um tvö þúsund áður. Þá eru nú skráðar um fimm þúsund sjúkrahúsinnlagnir vegna veirunnar á dag í ríkinu. Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heitir því að ríkisstjórnin veiti Texas allan þann stuðning sem ríkið þarfnist í baráttunni við veiruna. Þá hvatti hann Texasbúa til að bera grímur fyrir vitunum úti á meðal almennings. „Við vitum að það heftir útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Pence. Mörg ríki í suður- og vesturhluta Bandaríkjanna hafa farið illa út úr faraldrinum síðustu vikur eftir að létt var á veirutakmörkunum. Faraldurinn virðist hins vegar í rénun í New York-ríki og hefur dánartíðni þar ekki verið lægri frá því í marsmánuði. Í Hebei-héraði í Kína, skammt frá höfuðborginni Peking, hefur verið gripið til harðra aðgerða á ný eftir að nýjum smitum fjölgaði lítillega. 400 þúsund manns þurfa nú að sæta þar útgöngubanni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31 Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47 Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Sjá meira
Ekkert nýtt innanlandssmit Tveir greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn við landamæraskimun samkvæmt nýjustu tölum á Covid.is. Enginn greindist á veirufræðideild Landspítalans. 28. júní 2020 13:31
Engin ný smit fundist í hugsanlegu hópsmiti Smitrakning vegna þriggja nýrra smita Covid-19 gengur ágætlega og er búið að koma skilaboðum til allra um að vera í sóttkví. 28. júní 2020 11:47
Smit í tíu milljónum á heimsvísu Staðfest smit Covid-19 á heimsvísu hafa náð tíu milljónum. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið vegna sjúkdómsins. 28. júní 2020 09:21