Er Þórarinn Tyrfingsson orðinn að vanda SÁÁ? Ingimar Karl Helgason skrifar 29. júní 2020 12:00 Já! er því miður svarið við þessari spurningu. Þetta er stórt orð, en hvernig kemur það til? Á aðalfundi SÁÁ sem haldinn verður á Hilton hótelinu kl. 17 á morgun, verður tekist á um framtíð samtakanna. Við kjósum á milli gamla tímans og hins nýja. Þórarinn er fulltrúi fyrir liðna tíð og barátta hans fyrir áhrifum og upphefð innan SÁÁ virðist knúin áfram af ofmati á eigin getu og hreinum og beinum ranghugmyndum. Stuðningsfólk Þórarins hringir nú sem eldur í sinu um allan bæ og hvíslar að fólki að allt sé í steik hjá SÁÁ, að faglegt og nútímalegt meðferðarstarf sem byggist á þekkingu og samvinnu sé vandamálið. Að án Þórarins Tyrfingssonar verðir eignir og starf SÁÁ afhent ríkinu. Þetta er í besta falli ímyndun. Í versta falli gróf ósannindi. Svo er fólki sagt – og það segir hann sjálfur – að sterkur leiðtogi sé sá eini sem geti leyst þessi ímynduðu vandamál. Hefur einhver heyrt svona lagað áður? Framtíð SÁÁ þarf að byggjast á samvinnu. Meðferðarstarfið þarf að byggjast á faglegri og nútímalegri sýn. Fjármál SÁÁ þurfa að byggja á langtímahugsun. SÁÁ á ekki að reiða sig á spilavíti! Það er þessi framtíðarsýn sem ég ætla að velja á aðalfundi SÁÁ á morgun. Fyrir þessari sýn stendur Einar Hermannsson og stór hópur af góðu fólki úr öllum geirum samfélagsins og grasrótar SÁÁ. Þessi góði hópur vill styðja við þá faglegu og nútímalegu sýn sem reynsluboltinn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs hefur innleitt í meðferðarstarfinu með góðum árangri. Þessi hópur vill reisa styrkar stoðir undir rekstur SÁÁ sem verður góður grunnur að áframhaldandi samfélagslegu starfi. Starfsemi SÁÁ er ein sú mikilvægasta í landinu. Fíknisjúkdómurinn hrjáir ótrúlega marga einstaklinga og fjölskyldur. Hlutverk og skylda SÁÁ er gagnvart þessu fólki, númer eitt tvö og þrjú! Til þess að við getum sinnt þessum grunnskyldum okkar þarf ekki aðeins skýra sýn, heldur samvinnu, yfirvegun og vinnufrið. Kannanir Sameykis (áður SFR) sýna að starfsánægja félagsmanna hjá SÁÁ hefur stórbatnað undir faglegri stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur og nálgast það besta sem þekkist! Áður var hún nálægt botninum. Þá var Þórarinn Tyrfingsson við stjórn. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem ekki verður haggað. Þeir stjórnarhættir og fortíðarsýn sem Þórarinn Tyrfingsson stendur fyrir eiga ekki erindi í nútímanum og alls ekki til framtíðar. Ég þakka Þórarni Tyrfingssyni gott og mikið brautryðjendastarf, en ef hann vill bjarga SÁÁ núna, þá gerir hann það best með því að sleppa tökunum og láta aðra taka við keflinu og leiða SÁÁ inn í framtíðina. Höfundur er fréttamaður og skjólstæðingur SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan SÁÁ Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Já! er því miður svarið við þessari spurningu. Þetta er stórt orð, en hvernig kemur það til? Á aðalfundi SÁÁ sem haldinn verður á Hilton hótelinu kl. 17 á morgun, verður tekist á um framtíð samtakanna. Við kjósum á milli gamla tímans og hins nýja. Þórarinn er fulltrúi fyrir liðna tíð og barátta hans fyrir áhrifum og upphefð innan SÁÁ virðist knúin áfram af ofmati á eigin getu og hreinum og beinum ranghugmyndum. Stuðningsfólk Þórarins hringir nú sem eldur í sinu um allan bæ og hvíslar að fólki að allt sé í steik hjá SÁÁ, að faglegt og nútímalegt meðferðarstarf sem byggist á þekkingu og samvinnu sé vandamálið. Að án Þórarins Tyrfingssonar verðir eignir og starf SÁÁ afhent ríkinu. Þetta er í besta falli ímyndun. Í versta falli gróf ósannindi. Svo er fólki sagt – og það segir hann sjálfur – að sterkur leiðtogi sé sá eini sem geti leyst þessi ímynduðu vandamál. Hefur einhver heyrt svona lagað áður? Framtíð SÁÁ þarf að byggjast á samvinnu. Meðferðarstarfið þarf að byggjast á faglegri og nútímalegri sýn. Fjármál SÁÁ þurfa að byggja á langtímahugsun. SÁÁ á ekki að reiða sig á spilavíti! Það er þessi framtíðarsýn sem ég ætla að velja á aðalfundi SÁÁ á morgun. Fyrir þessari sýn stendur Einar Hermannsson og stór hópur af góðu fólki úr öllum geirum samfélagsins og grasrótar SÁÁ. Þessi góði hópur vill styðja við þá faglegu og nútímalegu sýn sem reynsluboltinn Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs hefur innleitt í meðferðarstarfinu með góðum árangri. Þessi hópur vill reisa styrkar stoðir undir rekstur SÁÁ sem verður góður grunnur að áframhaldandi samfélagslegu starfi. Starfsemi SÁÁ er ein sú mikilvægasta í landinu. Fíknisjúkdómurinn hrjáir ótrúlega marga einstaklinga og fjölskyldur. Hlutverk og skylda SÁÁ er gagnvart þessu fólki, númer eitt tvö og þrjú! Til þess að við getum sinnt þessum grunnskyldum okkar þarf ekki aðeins skýra sýn, heldur samvinnu, yfirvegun og vinnufrið. Kannanir Sameykis (áður SFR) sýna að starfsánægja félagsmanna hjá SÁÁ hefur stórbatnað undir faglegri stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur og nálgast það besta sem þekkist! Áður var hún nálægt botninum. Þá var Þórarinn Tyrfingsson við stjórn. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem ekki verður haggað. Þeir stjórnarhættir og fortíðarsýn sem Þórarinn Tyrfingsson stendur fyrir eiga ekki erindi í nútímanum og alls ekki til framtíðar. Ég þakka Þórarni Tyrfingssyni gott og mikið brautryðjendastarf, en ef hann vill bjarga SÁÁ núna, þá gerir hann það best með því að sleppa tökunum og láta aðra taka við keflinu og leiða SÁÁ inn í framtíðina. Höfundur er fréttamaður og skjólstæðingur SÁÁ.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun