Enska úrvalsdeildin vill hjálpa þjálfurum sem tilheyra minnihlutahópum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2020 23:00 Þjálfari Wolves er í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni. Ashley Western/Getty Images Enska úrvalsdeildin, ásamt sambandi neðri deilda þar í landi sem og samtökum atvinnumanna á Englandi hafa sett á laggirnar áætlun sem mun aðstoða þjálfara sem flokkast undir BAME-skilgreininguna. Undir hana flokkast þjálfarar sem eru hluti af minnihlutahóp. Til að mynda er Nuno Esperito Santo, þjálfari Wolverhampton Wanderers, eini þjálfarinn sem fellur undir BAME-skilgreininguna í ensku úrvalsdeildinni. Allir aðrir þjálfarar deildarinnar eru hvítir á hörund. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Verður áætlunin keyrð af stað á næstu leiktíð og munu sex þjálfarar fá starf til allavega 23 mánaða hjá félögum í neðri deildum, það er úr B-deildinni og niður. „Þetta er mikilvægur tími í sögulegu samhengi fyrir þjálfara sem eru svartir, koma frá Asíu eða tilheyra öðrum minnihlutahópi,“ sagði Darren Moore, þjálfari Doncaster Rovers. Er hann einn fárra svartra þjálfara á Englandi í dag. „Það vita allir að við þurfum meiri fjölbreytni þegar kemur að þjálfurum og framkvæmdastjórum. Þessi áætlun er skref í rétta átt. Það er mikið af störfum, allt frá yngri liðum og upp í aðalliðin þar sem ungir þjálfarar geta hafið vegferð sína,“ sagði hann einnig. Sem stendur eru aðeins sex af 91 félagi í ensku deildarkeppninni með þjálfara sem fellur undir BAME-skilgreininguna. Það mun þó ekki hver sem er geta sótt um en þjálfararnir þurfa að vera með UEFA B þjálfaragráðu og stefna á að taka UEFA A. Þá mun enska knattspyrnusambandið skipa nefnd sem mun ákvarða hvaða þjálfarar verða valdir hverju sinni. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Enska úrvalsdeildin, ásamt sambandi neðri deilda þar í landi sem og samtökum atvinnumanna á Englandi hafa sett á laggirnar áætlun sem mun aðstoða þjálfara sem flokkast undir BAME-skilgreininguna. Undir hana flokkast þjálfarar sem eru hluti af minnihlutahóp. Til að mynda er Nuno Esperito Santo, þjálfari Wolverhampton Wanderers, eini þjálfarinn sem fellur undir BAME-skilgreininguna í ensku úrvalsdeildinni. Allir aðrir þjálfarar deildarinnar eru hvítir á hörund. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá. Verður áætlunin keyrð af stað á næstu leiktíð og munu sex þjálfarar fá starf til allavega 23 mánaða hjá félögum í neðri deildum, það er úr B-deildinni og niður. „Þetta er mikilvægur tími í sögulegu samhengi fyrir þjálfara sem eru svartir, koma frá Asíu eða tilheyra öðrum minnihlutahópi,“ sagði Darren Moore, þjálfari Doncaster Rovers. Er hann einn fárra svartra þjálfara á Englandi í dag. „Það vita allir að við þurfum meiri fjölbreytni þegar kemur að þjálfurum og framkvæmdastjórum. Þessi áætlun er skref í rétta átt. Það er mikið af störfum, allt frá yngri liðum og upp í aðalliðin þar sem ungir þjálfarar geta hafið vegferð sína,“ sagði hann einnig. Sem stendur eru aðeins sex af 91 félagi í ensku deildarkeppninni með þjálfara sem fellur undir BAME-skilgreininguna. Það mun þó ekki hver sem er geta sótt um en þjálfararnir þurfa að vera með UEFA B þjálfaragráðu og stefna á að taka UEFA A. Þá mun enska knattspyrnusambandið skipa nefnd sem mun ákvarða hvaða þjálfarar verða valdir hverju sinni.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira