Íslenski boltinn

Ólafur Stígsson: Gáfu okkur heldur betur leik

Ísak Hallmundarson skrifar
Ólafur Stígsson (t.v.) og Atli Sveinn Þórarinsson (t.h.), þjálfarar Fylkis, ræða málin í kvöld.
Ólafur Stígsson (t.v.) og Atli Sveinn Þórarinsson (t.h.), þjálfarar Fylkis, ræða málin í kvöld. Vísir/Vilhelm

,,Við erum alsælir, hörkuleikur, þeir gáfu okkur heldur betur leik og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Sýndum mikinn karakter í seinni hálfleik að rífa okkur í gang. Svo voru þetta auðvitað þrjú stig fyrir Helga,“ sagði Ólafur Stígsson, annar þjálfara Fylkis, eftir leik. 

Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leiknum og er talið að hann gæti verið sköflungsbrotinn.

,,Þetta er bara alveg skelfilegt og miðað við fréttirnar virðist hann vera brotinn og bara hræðilegt að missa hann. Þetta er bara tækling sem þeir fara í, svona gerist stundum, þetta var ekkert viljaverk eða neitt þannig. En bara hræðilegt. Hann verður væntanlega frá í langan tíma en vonandi kemur hann sterkur til baka,“ sagði Óli um Helga Val.

Óli segist hafa átt von á að þetta yrði hörkuleikur. 

,,Við vorum alveg undirbúnir undir baráttu því að Grótta er bara með hörkulið og gáfu sig alveg 100% í þetta en við náðum að sigla þessu í gegn þannig við erum alsælir.

Aron ver víti fyrir okkur sem er gríðarlega mikilvægt í stöðunni 2-0, annars hefðu þeir fengið aukabúst þarna síðustu mínúturnar.“

Næsti leikur Fylkis er gegn Fjölni á útivelli n.k. laugardag en með sigrinum er Fylkir komið með 3 stig eftir 3 umferðir í Pepsi Max deildinni.


Tengdar fréttir

Helgi Valur borinn af velli | Ferlinum lokið?

Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í leik Fylkis og Gróttu í kvöld. Hafði það engin áhrif á lokatölur leiksins en miðjumaðurinn reyndi verður eflaust lengi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×