Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn

Þór Símon skrifar
Ólafur sendi dómurum deildarinnar tóninn í kvöld en sagði lið sitt samt sem áður ekki hafa átt neitt skilið.
Ólafur sendi dómurum deildarinnar tóninn í kvöld en sagði lið sitt samt sem áður ekki hafa átt neitt skilið. Vísir/Bára

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 

Liðin mættust í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar í Víkinni. Lokatölur 4-1 Víkingum í vil og þeirra fyrsti sigur í sumar staðreynd.

„Bara verðskuldaður sigur Víkings. Þeir voru góðir – í fyrri hálfleiknum sérstaklega – og löbbuðu yfir okkur. Það er ekki hægt að segja annað. Við vorum á eftir í öll návígi og gekk illa að spila boltanum,“ sagði Ólafur að leik loknum.

„Það var óþarfi að gefa þeim forgjöf, það var erfitt að fara í hálfleikinn 3-0 undir. Það var smá von þegar við skorum snemma í seinni hálfleik en verðskuldaður sigur Víkings. Þetta er flott fótboltalið og þeir sýndu sitt rétta andlit í dag, það gerðum við ekki.“

Þriðja mark Víkings var skrautlegt en Óttar Magnús Karlsson gerði það með marki úr aukaspyrnu nánast við endalínuna. Voru varnarmenn FH sem og Gunnar Nielsen markvörður ekki viðbúnir en svo virðist sem Pétur Guðmundsson – dómari leiksins – hafi gefið Óttari grænt ljós á að taka spyrnuna.

„Skrípaleikur bara. Frábær dómgæsla ef það var þannig að boltinn var kyrr og hann vill hafa flot í leiknum. Það er þá í fyrsta skipti í Pepsi Max deildinni sem þeir láta leikinn fljóta. Frá mínum bæjardyrum var hann að tala við mína leikinn og Gunnar var ekki í markinu. Helgi segir við mig sem fjórði dómari að hann hafi talað við hann hérna, af línunni,“ sagði ósáttur Ólafur um þriðja mark Víkinga.

„Sami dómari var í bikarúrslitaleik í fyrra þar sem hann naut aðstoðar fjórða dómara en hann kaus að taka ekki mark á honum hér í dag. Við töpum samt ekki út af dómgæslunni, við vorum slakir en þetta var skondið mark,“ sagði Ólafur að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×