Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þór Símon skrifar 29. júní 2020 22:15 Ólafur sendi dómurum deildarinnar tóninn í kvöld en sagði lið sitt samt sem áður ekki hafa átt neitt skilið. Vísir/Bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. Liðin mættust í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar í Víkinni. Lokatölur 4-1 Víkingum í vil og þeirra fyrsti sigur í sumar staðreynd. „Bara verðskuldaður sigur Víkings. Þeir voru góðir – í fyrri hálfleiknum sérstaklega – og löbbuðu yfir okkur. Það er ekki hægt að segja annað. Við vorum á eftir í öll návígi og gekk illa að spila boltanum,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Það var óþarfi að gefa þeim forgjöf, það var erfitt að fara í hálfleikinn 3-0 undir. Það var smá von þegar við skorum snemma í seinni hálfleik en verðskuldaður sigur Víkings. Þetta er flott fótboltalið og þeir sýndu sitt rétta andlit í dag, það gerðum við ekki.“ Þriðja mark Víkings var skrautlegt en Óttar Magnús Karlsson gerði það með marki úr aukaspyrnu nánast við endalínuna. Voru varnarmenn FH sem og Gunnar Nielsen markvörður ekki viðbúnir en svo virðist sem Pétur Guðmundsson – dómari leiksins – hafi gefið Óttari grænt ljós á að taka spyrnuna. „Skrípaleikur bara. Frábær dómgæsla ef það var þannig að boltinn var kyrr og hann vill hafa flot í leiknum. Það er þá í fyrsta skipti í Pepsi Max deildinni sem þeir láta leikinn fljóta. Frá mínum bæjardyrum var hann að tala við mína leikinn og Gunnar var ekki í markinu. Helgi segir við mig sem fjórði dómari að hann hafi talað við hann hérna, af línunni,“ sagði ósáttur Ólafur um þriðja mark Víkinga. „Sami dómari var í bikarúrslitaleik í fyrra þar sem hann naut aðstoðar fjórða dómara en hann kaus að taka ekki mark á honum hér í dag. Við töpum samt ekki út af dómgæslunni, við vorum slakir en þetta var skondið mark,“ sagði Ólafur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10 Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. Liðin mættust í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar í Víkinni. Lokatölur 4-1 Víkingum í vil og þeirra fyrsti sigur í sumar staðreynd. „Bara verðskuldaður sigur Víkings. Þeir voru góðir – í fyrri hálfleiknum sérstaklega – og löbbuðu yfir okkur. Það er ekki hægt að segja annað. Við vorum á eftir í öll návígi og gekk illa að spila boltanum,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Það var óþarfi að gefa þeim forgjöf, það var erfitt að fara í hálfleikinn 3-0 undir. Það var smá von þegar við skorum snemma í seinni hálfleik en verðskuldaður sigur Víkings. Þetta er flott fótboltalið og þeir sýndu sitt rétta andlit í dag, það gerðum við ekki.“ Þriðja mark Víkings var skrautlegt en Óttar Magnús Karlsson gerði það með marki úr aukaspyrnu nánast við endalínuna. Voru varnarmenn FH sem og Gunnar Nielsen markvörður ekki viðbúnir en svo virðist sem Pétur Guðmundsson – dómari leiksins – hafi gefið Óttari grænt ljós á að taka spyrnuna. „Skrípaleikur bara. Frábær dómgæsla ef það var þannig að boltinn var kyrr og hann vill hafa flot í leiknum. Það er þá í fyrsta skipti í Pepsi Max deildinni sem þeir láta leikinn fljóta. Frá mínum bæjardyrum var hann að tala við mína leikinn og Gunnar var ekki í markinu. Helgi segir við mig sem fjórði dómari að hann hafi talað við hann hérna, af línunni,“ sagði ósáttur Ólafur um þriðja mark Víkinga. „Sami dómari var í bikarúrslitaleik í fyrra þar sem hann naut aðstoðar fjórða dómara en hann kaus að taka ekki mark á honum hér í dag. Við töpum samt ekki út af dómgæslunni, við vorum slakir en þetta var skondið mark,“ sagði Ólafur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10 Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. 29. júní 2020 21:10
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti