Segir nánast allt að sem við kemur malbikun Andri Eysteinsson skrifar 30. júní 2020 13:06 Slysið varð á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi nærri Hvalfjarðargöngum. Vísir/Vilhelm „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. Mikið hefur verið rætt um malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Bergþóra Þorkelsdóttir sagði í samtali við Vísi í gær að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Það er eiginlega allt sem er að. Við notum íslenskt berg en ekki innflutt kvars. Ég heyrði það líka að við notum innflutt bik, við notuðum bik sem væri þægilegt að nota en hentaði ekki okkar hitastigi og heimshluta. Við malbikum of þunnt, við notum ekki einangraða vagna við flutning og hitinn er ekki passaður,“ sagði Ólafur og bætti við að það sé býsna margt sem hægt sé að laga. „Þegar það er of mikið bik, þá kreistist það upp úr og verður eins og spegill ofan á og er flughált. Það jafnar sig yfirleitt þegar slitnar upp úr en á meðan það er spegilmyndun á því. Þegar það blotnar þá verður þetta eins og ís og þetta er sama aðferð og er notuð til að búa til hálkubrautir í ökuskólum,“ segir Ólafur í Bítinu. „Menn eiga að geta vaktað þetta betur. Þetta blasir við og gargar á mann,“ sagði Ólafur sem var um árabil stjórnarmaður í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ólafur bætti við að ef speglun sé komin upp þurfi að vara fólk við. Vegagerðin hefur tilkynnt að nýtt malbik verði lagt yfir kaflann á Kjalarnesi þar sem malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám en þar varð banaslysið um liðna helgi. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur. „Það ræðst bara af ytri aðstæðum. Það verður farið í það um leið. Það er spáð einhverri rigningu í dag og það gæti verið einhver þáttur í þessu. Við erum ekki að bíða eftir neinu nema því að allt verði klárt,“ sagði G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Vísi inntur eftir því hvenær malbikun hefjist á kaflanum sem um ræðir. Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
„Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. Mikið hefur verið rætt um malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Bergþóra Þorkelsdóttir sagði í samtali við Vísi í gær að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Það er eiginlega allt sem er að. Við notum íslenskt berg en ekki innflutt kvars. Ég heyrði það líka að við notum innflutt bik, við notuðum bik sem væri þægilegt að nota en hentaði ekki okkar hitastigi og heimshluta. Við malbikum of þunnt, við notum ekki einangraða vagna við flutning og hitinn er ekki passaður,“ sagði Ólafur og bætti við að það sé býsna margt sem hægt sé að laga. „Þegar það er of mikið bik, þá kreistist það upp úr og verður eins og spegill ofan á og er flughált. Það jafnar sig yfirleitt þegar slitnar upp úr en á meðan það er spegilmyndun á því. Þegar það blotnar þá verður þetta eins og ís og þetta er sama aðferð og er notuð til að búa til hálkubrautir í ökuskólum,“ segir Ólafur í Bítinu. „Menn eiga að geta vaktað þetta betur. Þetta blasir við og gargar á mann,“ sagði Ólafur sem var um árabil stjórnarmaður í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Ólafur bætti við að ef speglun sé komin upp þurfi að vara fólk við. Vegagerðin hefur tilkynnt að nýtt malbik verði lagt yfir kaflann á Kjalarnesi þar sem malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám en þar varð banaslysið um liðna helgi. Ólafur Guðmundsson, umferðarsérfræðingur. „Það ræðst bara af ytri aðstæðum. Það verður farið í það um leið. Það er spáð einhverri rigningu í dag og það gæti verið einhver þáttur í þessu. Við erum ekki að bíða eftir neinu nema því að allt verði klárt,“ sagði G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Vísi inntur eftir því hvenær malbikun hefjist á kaflanum sem um ræðir.
Umferðaröryggi Samgöngur Reykjavík Bítið Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira