Evrópusambandið opnar landamæri fyrir fjórtán ríkjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júní 2020 15:11 Bandaríkjamenn verða ekki meðal ferðalanga sem fá inngöngu í ríki Evrópusambandsins og Schengen frá og með 1. júlí. AP Photo/Christophe Ena Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu. Flestum Bandaríkjamönnum hefur verið neitað inngöngu í ríki Evrópusambandsins síðustu tvær vikurnar vegna mikillar aukningar kórónuveirutilfella í Bandaríkjunum. Ferðamenn frá öðrum fjölmennum löndum, líkt og Rússlandi, Brasilíu og Indlandi munu þar að auki þurfa að bíða með það að ferðast til Evrópusambandsríkja. Ríki Evrópu hafa hægt og rólega létt á takmörkunum sem sett voru á þegar faraldurinn skall á og eru mörg ríki suður Evrópu, þar á meðal Grikkland, Spánn og Ítalía, ólm í að opna aftur fyrir sólarþyrstum ferðalöngum til að blása lífi í ferðaþjónustuna. Talið er að um 15 milljónir bandarískra ferðamanna ferðist ár hvert til Evrópu og að um 10 milljón Evrópubúa ferðist vestur um haf. Ferðamenn frá eftirfarandi löndum munu geta heimsótt Evrópusambands- og Schengen ríkin frá og með morgundeginum: Alsír, Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Svartfjallalandi, Marokkó, Nýja-Sjálandi, Rúanda, Serbíu, Suður-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúgvæ. Þá munu kínverskir ferðamenn ekki fá inngöngu í Evrópu fyrr en Kína opnar landamæri sín fyrir evrópskum ferðamönnum. Þá er búist við því að löndin á lista Evrópusambandsins muni einnig leyfa ferðalöngum frá Evrópu að ferðast þangað. Landalistinn verður uppfærður á fjórtán daga fresti, löndum verður bætt á listann og önnur tekin af honum eftir því hvað á við hverju sinni. Tilfellum kórónuveiru hefur fjölgað gífurlega síðustu vikuna en Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun í mars sem bannar ferðamönnum frá Evrópu að koma inn í landið. Faraldurinn hefur verið á miklu undanhaldi í flestum ríkjum Evrópu undanfarnar vikur. Evrópusambandið Bandaríkin Alsír Ástralía Nýja-Sjáland Kanada Georgía Japan Svartfjallaland Marokkó Rúanda Serbía Suður-Kórea Taíland Túnis Úrúgvæ Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19 Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu. Flestum Bandaríkjamönnum hefur verið neitað inngöngu í ríki Evrópusambandsins síðustu tvær vikurnar vegna mikillar aukningar kórónuveirutilfella í Bandaríkjunum. Ferðamenn frá öðrum fjölmennum löndum, líkt og Rússlandi, Brasilíu og Indlandi munu þar að auki þurfa að bíða með það að ferðast til Evrópusambandsríkja. Ríki Evrópu hafa hægt og rólega létt á takmörkunum sem sett voru á þegar faraldurinn skall á og eru mörg ríki suður Evrópu, þar á meðal Grikkland, Spánn og Ítalía, ólm í að opna aftur fyrir sólarþyrstum ferðalöngum til að blása lífi í ferðaþjónustuna. Talið er að um 15 milljónir bandarískra ferðamanna ferðist ár hvert til Evrópu og að um 10 milljón Evrópubúa ferðist vestur um haf. Ferðamenn frá eftirfarandi löndum munu geta heimsótt Evrópusambands- og Schengen ríkin frá og með morgundeginum: Alsír, Ástralíu, Kanada, Georgíu, Japan, Svartfjallalandi, Marokkó, Nýja-Sjálandi, Rúanda, Serbíu, Suður-Kóreu, Taílandi, Túnis og Úrúgvæ. Þá munu kínverskir ferðamenn ekki fá inngöngu í Evrópu fyrr en Kína opnar landamæri sín fyrir evrópskum ferðamönnum. Þá er búist við því að löndin á lista Evrópusambandsins muni einnig leyfa ferðalöngum frá Evrópu að ferðast þangað. Landalistinn verður uppfærður á fjórtán daga fresti, löndum verður bætt á listann og önnur tekin af honum eftir því hvað á við hverju sinni. Tilfellum kórónuveiru hefur fjölgað gífurlega síðustu vikuna en Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun í mars sem bannar ferðamönnum frá Evrópu að koma inn í landið. Faraldurinn hefur verið á miklu undanhaldi í flestum ríkjum Evrópu undanfarnar vikur.
Evrópusambandið Bandaríkin Alsír Ástralía Nýja-Sjáland Kanada Georgía Japan Svartfjallaland Marokkó Rúanda Serbía Suður-Kórea Taíland Túnis Úrúgvæ Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19 Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12 Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bandaríkin og Kína ekki á lista ESB yfir „örugg lönd“ Fjórtán ríki eru á lista ESB yfir þau ríki sem teljast örugg og ríkisborgarar þeirra ættu að fá að ferðast yfir ytri landamæri ESB. Bandaríkin, Kína og Brasilía eru ekki á listanum. 29. júní 2020 19:19
Faraldurinn á hraðri og hættulegri vegferð í Texas Yfir hálf milljón manna er nú látin úr Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur 29. júní 2020 07:12
Enn verið að leggja lokahönd á listann Schengen-ríkin deila enn um hvaða lönd skuli vera á lista yfir þau ríki sem mega ferðast til svæðisins þegar ytri landamærin opna þann 1. júlí næstkomandi. 27. júní 2020 13:43