Eygló Ósk er hætt: „Tilfinningarnar hellast yfir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2020 16:37 Eygló Ósk Gústafsdóttir lætur staðar numið í sundinu. Vísir/EPA Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, hefur ákveðið að leggja keppnissundbolinn á hilluna eftir farsælan feril. Hún afrekaði meðal annars að synda til úrslita á Ólympíuleikum og vinna til verðlauna á Evrópumóti. Eygló greinir frá þessu á Facebook í dag. Eftir að hafa synt til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, og veturinn þar áður unnið til verðlauna á stórmóti í sundi, fyrst íslenskra kvenna, fór Eygló að finna fyrir bakmeiðslum sem settu stórt strik í reikninginn hjá henni. Hún stefndi þó óðfluga að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó, sem hefðu orðið hennar þriðju leikar, en þeim var frestað um eitt ár til ársins 2021 og nú er orðið ljóst að Eygló mun ekki keppa á þeim. „Ég veit ekki hvar skal byrja. Eftir mjög mikla íhugun hef ég loksins tekið þá ákvörðun að hætta að keppa í sundi. Þetta hefur verið algjört ævintýri og ég myndi ekki skipta á þessum 20 árum í íþróttinni fyrir nokkuð,“ skrifar Eygló meðal annars á Facebook-síðu sína. „Tilfinningarnar hellast yfir mig þegar ég hugsa til þess að fara ekki aftur á HM eða Ólympíuleika en ég er svo ánægð með að hafa gefið allt sem ég gat í þessa íþrótt og fengið að upplifa allt það sem ég fékk að upplifa,“ skrifar Eygló og þakkar fjölskyldu sinni, sem og þjálfaranum Jacky Pellerin sem hjálpaði Eygló mikið með hennar feril. Eygló hefur ekki aðeins unnið til verðlauna á stórmóti heldur aragrúa verðlauna á Smáþjóðaleikum, Íslandsmótum og fleiri mótum, en þessi 25 ára Reykvíkingur lætur nú staðar numið. „Að lokum langar mig bara að segja; TAKK FYRIR MIG SUND.“ Sund Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tímamót Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, hefur ákveðið að leggja keppnissundbolinn á hilluna eftir farsælan feril. Hún afrekaði meðal annars að synda til úrslita á Ólympíuleikum og vinna til verðlauna á Evrópumóti. Eygló greinir frá þessu á Facebook í dag. Eftir að hafa synt til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, og veturinn þar áður unnið til verðlauna á stórmóti í sundi, fyrst íslenskra kvenna, fór Eygló að finna fyrir bakmeiðslum sem settu stórt strik í reikninginn hjá henni. Hún stefndi þó óðfluga að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó, sem hefðu orðið hennar þriðju leikar, en þeim var frestað um eitt ár til ársins 2021 og nú er orðið ljóst að Eygló mun ekki keppa á þeim. „Ég veit ekki hvar skal byrja. Eftir mjög mikla íhugun hef ég loksins tekið þá ákvörðun að hætta að keppa í sundi. Þetta hefur verið algjört ævintýri og ég myndi ekki skipta á þessum 20 árum í íþróttinni fyrir nokkuð,“ skrifar Eygló meðal annars á Facebook-síðu sína. „Tilfinningarnar hellast yfir mig þegar ég hugsa til þess að fara ekki aftur á HM eða Ólympíuleika en ég er svo ánægð með að hafa gefið allt sem ég gat í þessa íþrótt og fengið að upplifa allt það sem ég fékk að upplifa,“ skrifar Eygló og þakkar fjölskyldu sinni, sem og þjálfaranum Jacky Pellerin sem hjálpaði Eygló mikið með hennar feril. Eygló hefur ekki aðeins unnið til verðlauna á stórmóti heldur aragrúa verðlauna á Smáþjóðaleikum, Íslandsmótum og fleiri mótum, en þessi 25 ára Reykvíkingur lætur nú staðar numið. „Að lokum langar mig bara að segja; TAKK FYRIR MIG SUND.“
Sund Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tímamót Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira