Hundruð embættismanna Bush sögð ætla að styðja Biden Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2020 10:40 Embættismenn sem störfuðu í ríkisstjórn George W. Bush ætla að beita sér gegn endurkjöri Trump með því að styðja Biden. Bush er sjálfur ekki sagður taka þátt í félagsskapnum. Vísir/Getty Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. Reuters-fréttastofan segir að hópurinn ætli að hleypa svonefndri pólitískri aðgerðanefnd (PAC) af stokkunum í dag. Í framhaldinu muni nefndin birta myndbönd frá áhrifamiklum repúblikönum sem bera lof á Biden og reyna að hvetja fólk til að kjósa í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðendanna. „Við vitum hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt og það sem við sjáum er afar óeðlilegt. Forsetinn er hættulegur,“ segir Jennifer Millikin, einn skipuleggjenda nefndarinnar. Hún starfaði fyrir framboð Bush til endurkjörs árið 2004 og starfaði síðar innan stjórnsýslunnar. Þrátt fyrir að þeir sem tilheyra hópnum séu ekki sammála Biden í stjórnmálum telji þeir hann geta mætt áskorunum Bandaríkjanna af heilindum. Kristopher Puercell, sem starfaði í samskiptamálum í Hvíta húsinu í tíð Bush, segir hópinn ætla að velja landið fram yfir flokkinn í kosningunum í nóvember. „Við teljum að ríkisstjórn Biden muni virða réttarríkið og hefja Hvíta húsið aftur til vegs og virðingar,“ segir Purcell. Millikin segir enn ekki tímabært að greina frá því hverjir standa að hópnum. Bush er sagður hafa verið látinn vita af framtakinu en hann taki ekki sjálfur þátt í því. Talsmaður hans segist ekki ætla að skipta sér af kosningunum. Annar hópur óánægðra repúblikana sem kallar sig Lincoln-verkefnið hefur undanfarið birt fjölda áróðursmyndbanda gegn Trump forseta. Í þeim hópi er meðal annars George Conway, eiginmaður Kellyanne Conway, eins nánasta ráðgjafa Trump. Ýmsir eldri áhrifamenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla að annað hvort kjósa Trump ekki eða greiða Biden atkvæði sitt. Þeirra á meðal eru Bush, Jeb Bush bróðir hans og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður flokksins og forsetaframbjóðandi árið 2012, og Colin Powell sem var utanríkisráðherra í tíð Bush. Trump hefur lýst repúblikönum sem styðja hann ekki sem „mannlegu úrhraki“. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump George W. Bush Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Hópur sem telur hundruð embættismanna sem störfuðu í ríkisstjórn repúblikanans George W. Bush er sagður ætla að lýsa formlega yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Fyrrverandi ráðherrar eru sagðir í hópnum sem leggst gegn endurkjöri Donalds Trump forseta. Reuters-fréttastofan segir að hópurinn ætli að hleypa svonefndri pólitískri aðgerðanefnd (PAC) af stokkunum í dag. Í framhaldinu muni nefndin birta myndbönd frá áhrifamiklum repúblikönum sem bera lof á Biden og reyna að hvetja fólk til að kjósa í lykilríkjum þar sem mjótt er á munum á milli frambjóðendanna. „Við vitum hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt og það sem við sjáum er afar óeðlilegt. Forsetinn er hættulegur,“ segir Jennifer Millikin, einn skipuleggjenda nefndarinnar. Hún starfaði fyrir framboð Bush til endurkjörs árið 2004 og starfaði síðar innan stjórnsýslunnar. Þrátt fyrir að þeir sem tilheyra hópnum séu ekki sammála Biden í stjórnmálum telji þeir hann geta mætt áskorunum Bandaríkjanna af heilindum. Kristopher Puercell, sem starfaði í samskiptamálum í Hvíta húsinu í tíð Bush, segir hópinn ætla að velja landið fram yfir flokkinn í kosningunum í nóvember. „Við teljum að ríkisstjórn Biden muni virða réttarríkið og hefja Hvíta húsið aftur til vegs og virðingar,“ segir Purcell. Millikin segir enn ekki tímabært að greina frá því hverjir standa að hópnum. Bush er sagður hafa verið látinn vita af framtakinu en hann taki ekki sjálfur þátt í því. Talsmaður hans segist ekki ætla að skipta sér af kosningunum. Annar hópur óánægðra repúblikana sem kallar sig Lincoln-verkefnið hefur undanfarið birt fjölda áróðursmyndbanda gegn Trump forseta. Í þeim hópi er meðal annars George Conway, eiginmaður Kellyanne Conway, eins nánasta ráðgjafa Trump. Ýmsir eldri áhrifamenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla að annað hvort kjósa Trump ekki eða greiða Biden atkvæði sitt. Þeirra á meðal eru Bush, Jeb Bush bróðir hans og fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður flokksins og forsetaframbjóðandi árið 2012, og Colin Powell sem var utanríkisráðherra í tíð Bush. Trump hefur lýst repúblikönum sem styðja hann ekki sem „mannlegu úrhraki“.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump George W. Bush Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira