Sjáðu glæsimörkin þrjú sem Juventus skoraði gegn Genoa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2020 17:30 Paulo Dybala fagnar eftir að hafa komið Juventus í 0-1 gegn Genoa í gær. getty/Daniele Badolato Juventus vann 1-3 sigur á Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Paulo Dybala, Cristiano Ronaldo og Douglas Costa skoruðu mörkin sem voru öll í glæsilegri kantinum. Talsverð pressa var á Juventus fyrir leikinn í gær því fyrr um kvöldið minnkaði Lazio forskot liðsins á toppi deildarinnar niður í eitt stig með 1-2 sigri á Torino. Leikmönnum Juventus tókst ekki að koma boltanum framhjá Mattia Perin, markverði Genoa, í fyrri hálfleiknum í gær. En á 50. mínútu braut Dybala ísinn. Argentínumaðurinn dansaði þá framhjá varnarmönnum Genoa og skaut boltanum í fjærhornið. Perrin var með hönd á bolta en það dugði ekki til. Sex mínútum síðar kom Ronaldo Juventus tveimur mörkum yfir með frábæru skoti af löngu færi. Þetta var 24. mark Portúgalans í 25 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, framherji Lazio, hefur skorað fleiri mörk (29). Douglas Costa kom inn á sem varamaður í liði Juventus á 66. mínútu. Sjö mínútum síðar mundaði hann vinstri fótinn fyrir utan vítateig og sneri boltann upp í fjærhornið. Andrea Pinamonti minnkaði muninn í 1-3 á 76. mínútu en nær komst Genoa ekki. Liðið er í 17. sæti deildarinnar með 29 stig, einu stigi frá fallsæti. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppnum. Bæði lið eiga níu leiki eftir. Þau mætast innbyrðis á Allianz vellinum í Tórínó 20. júlí. Mörkin úr leik Genoa og Juventus má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sigurganga Juventus heldur áfram Ítalski boltinn Tengdar fréttir Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50 Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30 Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00 Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Juventus vann 1-3 sigur á Genoa í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Paulo Dybala, Cristiano Ronaldo og Douglas Costa skoruðu mörkin sem voru öll í glæsilegri kantinum. Talsverð pressa var á Juventus fyrir leikinn í gær því fyrr um kvöldið minnkaði Lazio forskot liðsins á toppi deildarinnar niður í eitt stig með 1-2 sigri á Torino. Leikmönnum Juventus tókst ekki að koma boltanum framhjá Mattia Perin, markverði Genoa, í fyrri hálfleiknum í gær. En á 50. mínútu braut Dybala ísinn. Argentínumaðurinn dansaði þá framhjá varnarmönnum Genoa og skaut boltanum í fjærhornið. Perrin var með hönd á bolta en það dugði ekki til. Sex mínútum síðar kom Ronaldo Juventus tveimur mörkum yfir með frábæru skoti af löngu færi. Þetta var 24. mark Portúgalans í 25 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, framherji Lazio, hefur skorað fleiri mörk (29). Douglas Costa kom inn á sem varamaður í liði Juventus á 66. mínútu. Sjö mínútum síðar mundaði hann vinstri fótinn fyrir utan vítateig og sneri boltann upp í fjærhornið. Andrea Pinamonti minnkaði muninn í 1-3 á 76. mínútu en nær komst Genoa ekki. Liðið er í 17. sæti deildarinnar með 29 stig, einu stigi frá fallsæti. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppnum. Bæði lið eiga níu leiki eftir. Þau mætast innbyrðis á Allianz vellinum í Tórínó 20. júlí. Mörkin úr leik Genoa og Juventus má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sigurganga Juventus heldur áfram
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50 Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30 Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00 Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Toppliðin unnu bæði á Ítalíu Juventus vann leik sinn gegn Genoa og heldur því fjögurra stiga forystu sinni á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. 30. júní 2020 21:50
Pirlo snýr aftur til Juventus Eftir að hafa verið fyrir utan fótboltann í tæp þrjú ár snýr Andrea Pirlo aftur. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio á heimasíðu sinni. 30. júní 2020 16:30
Buffon og Chiellini neita einfaldlega að hætta Svo virðist sem Gianluigi Buffon neiti að leggja hanskana á hilluna fyrr en hann vinnur Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af gamla brýninu Georgio Chiellini 29. júní 2020 20:00
Barcelona og Juventus að klára leikmannaskipti Brasilíski miðjumaðurinn Arthur gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska meistaraliðinu Juventus í gær. Á sama tíma var Miralem Pjanic að gera nákvæmlega það sama í Barcelona. 29. júní 2020 07:00