UN Women 10 ára í dag Stella Samúelsdóttir skrifar 2. júlí 2020 08:01 Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir tíu árum átti sér stað söguleg pólitísk viljayfirlýsing ríkja heims um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Þar með var málefnum er varða jafnrétti og bætta stöðu kvenna og stúlkna skip stærri sess í alþjóðasamfélaginu og hlaut loks viðurkenningu með viðeigandi fjármagni. Ísland var eitt þeirra ríkja sem fór þar fremst í flokki. Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. Heimsfaraldurinn sem heimurinn tekst á við í dag hefur því miður skerpt fyrir okkur stöðuna þar sem félagsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 á líf kvenna eru ótvíræð. Þrátt fyrir að vera ung og lítil stofnun í samanburði við aðrar alþjóðastofnanir, hefur UN Women áunnist gríðarlegt afrek við að bæta stöðu, réttindi og lífsgæði kvenna og stúlkna. Líkt og þegar allsherjarþing Sþ ályktaði að limlestingar á kynfærum kvenna væru mannréttindabrot og að öll lönd skyldu herða löggjöf sem varða glæpinn árið 2012, bann við limlestingu á kynfærum kvenna var fært í lög í Gambíu árið 2015 en sama ár voru kvennamorð gerð refsiverð í Brasilíu. Bann hefur verið fært í lög við þvinguðum barnahjónaböndum Zimbabwe og Malaví auk þess sem Alþjóðaglæpadómstóllinn dæmdi í fyrsta sinn manneskju á forsendum kynferðisofbeldisbrota þegar fyrrum varaforseti Mið-Afríkulýðveldisins var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi m.a. fyrir að hafa beitt nauðgunum sem stríðsvopni. Svokölluð „nauðgunarlög“ voru afnumin í Líbanon, Túnis og Jórdaníu sem gerðu nauðgurum áður kleift að komast hjá því að verða sóttir til saka með því að giftast þolendum sínum og svo mætti lengi telja. Við hjá UN Women vinnum að því að breyta þessu með því að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum með fræðslu að vopni og að útvega berskjölduðum konum á flótta og í neyð verkfæri í formi sjálfstyrkingar, öryggis, hagnýts náms og atvinnutækifæra með sjálfbærni að leiðarljósi í takt við Heimsmarkmiðin. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women, setið í stjórn UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fjórða árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna. En þörfin hefur aldrei verið meiri en nú í kjölfar Covid-19 þar sem áhrif heimsfaraldursins hefur ómæld áhrif á líf kvenna um allan heim í ljósi aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum um allan heim. Við þökkum okkar mánaðarlegu styrktaraðilum sem og frábæru samstarfsfólki í utanríkisráðuneytinu fyrir stuðninginn um leið og við vonumst við eftir áframhaldandi samstarfi. Við horfum björtum augum til framtíðar því við saman erum við sterkari! Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Tímamót Stella Samúelsdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru tíu ár síðan stofnun UN Women var samþykkt af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi fyrir tíu árum átti sér stað söguleg pólitísk viljayfirlýsing ríkja heims um að jafna hlut kynjanna og útrýma kynbundnu ofbeldi. Þar með var málefnum er varða jafnrétti og bætta stöðu kvenna og stúlkna skip stærri sess í alþjóðasamfélaginu og hlaut loks viðurkenningu með viðeigandi fjármagni. Ísland var eitt þeirra ríkja sem fór þar fremst í flokki. Kynjamismunun er rótgróin í öllum samfélögum heimsins. Á hverjum degi þurfa konur að þola ofbeldi og ójöfnuð, skort á atvinnutækifærum og lægri laun en karlmenn, hljóta hvorki menntun né heilbrigðisþjónustu og fá hvorki sæti við samningaborðið né koma að ákvarðanatökum. Heimsfaraldurinn sem heimurinn tekst á við í dag hefur því miður skerpt fyrir okkur stöðuna þar sem félagsleg og efnahagsleg áhrif Covid-19 á líf kvenna eru ótvíræð. Þrátt fyrir að vera ung og lítil stofnun í samanburði við aðrar alþjóðastofnanir, hefur UN Women áunnist gríðarlegt afrek við að bæta stöðu, réttindi og lífsgæði kvenna og stúlkna. Líkt og þegar allsherjarþing Sþ ályktaði að limlestingar á kynfærum kvenna væru mannréttindabrot og að öll lönd skyldu herða löggjöf sem varða glæpinn árið 2012, bann við limlestingu á kynfærum kvenna var fært í lög í Gambíu árið 2015 en sama ár voru kvennamorð gerð refsiverð í Brasilíu. Bann hefur verið fært í lög við þvinguðum barnahjónaböndum Zimbabwe og Malaví auk þess sem Alþjóðaglæpadómstóllinn dæmdi í fyrsta sinn manneskju á forsendum kynferðisofbeldisbrota þegar fyrrum varaforseti Mið-Afríkulýðveldisins var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi m.a. fyrir að hafa beitt nauðgunum sem stríðsvopni. Svokölluð „nauðgunarlög“ voru afnumin í Líbanon, Túnis og Jórdaníu sem gerðu nauðgurum áður kleift að komast hjá því að verða sóttir til saka með því að giftast þolendum sínum og svo mætti lengi telja. Við hjá UN Women vinnum að því að breyta þessu með því að veita tæknilegan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem efla réttindi kvenna, þátttöku þeirra í stjórnmálum, efnahagslegt sjálfstæði og stuðla að afnámi ofbeldis gegn konum og stúlkum með fræðslu að vopni og að útvega berskjölduðum konum á flótta og í neyð verkfæri í formi sjálfstyrkingar, öryggis, hagnýts náms og atvinnutækifæra með sjálfbærni að leiðarljósi í takt við Heimsmarkmiðin. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt við bak UN Women. Það hefur utanríkisráðuneytið gert með fjárhagslegum stuðningi við verkefnin, sent starfsfólk á vettvang í samstarfslöndum UN Women, setið í stjórn UN Women og stutt dyggilega við landsnefnd UN Women á Íslandi. Við stöndum í þakkarskuld við utanríkisráðuneytið. Án stuðnings þess værum við ekki í þeirri stöðu að senda fjórða árið í röð hæsta fjárframlag allra landsnefnda UN Women, óháð höfðatölu. En á þessum tíu árum hefur okkur hjá UN Women á Íslandi tekist að sautjánfalda framlag landsnefndarinnar til verkefna UN Women. Þeim árangri ber að fagna. En þörfin hefur aldrei verið meiri en nú í kjölfar Covid-19 þar sem áhrif heimsfaraldursins hefur ómæld áhrif á líf kvenna um allan heim í ljósi aukins ofbeldis gegn konum og stúlkum um allan heim. Við þökkum okkar mánaðarlegu styrktaraðilum sem og frábæru samstarfsfólki í utanríkisráðuneytinu fyrir stuðninginn um leið og við vonumst við eftir áframhaldandi samstarfi. Við horfum björtum augum til framtíðar því við saman erum við sterkari! Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun