Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson eru orðnir danskir bikarmeistarar eftir sigur SoenderjyskE á Aab í úrslitaleik danska bikarsins í kvöld.
Eggert byrjaði leikinn og spilaði 63. mínútur í 2-0 sigri SoenderjyskE. Ísak Óli var ekki í leikmannahópnum.
Anders Jacobsen skoraði fyrsta mark SoenderjyskE á 38. mínútu og bætti síðan við öðru marki á 56. mínútu. Á 65. mínútu fékk Julius Eskesen leikmaður SoenderjyskE að líta rauða spjaldið en það kom ekki að sök, 2-0 sigur SoenderjyskE var staðreynd.
Er þetta fyrsti bikarmeistaratitill SoenderjyskE frá upphafi og fyrsti titill Eggerts og Ísaks.