Fyrrum borgarfulltrúi lætur sér detta í hug sameiningu Seltjarnesbæjar við skuldafenið Reykjavík Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir skrifar 2. júlí 2020 07:00 Mér brá heldur betur í brún þegar ég rak augun í Facebook-færslu Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Framsókn- og flugvallarvini, á íbúasíðu Seltirninga. Þar kvaðst Guðfinna vera mjög efins um að Seltjararnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag. Viðhorf þetta þótti mér svo umhugsunarvert að ég gat ekki orða bundist. Guðfinna skrifaði orðrétt í færslu sinni: „Það er ákveðið sjokk að flytja aftur á Nesið og sjá hvað það er mikið 1970 hvað varðar umhirðu og skipulag meðan nágrannasveitarfélögin blómstra, svo ekki sė talað um menningarstarfsemina og fjármálin. Sömu teppin í Félagsheimilinu og voru þegar Heiðar Ástvalds kenndi okkur að dansa fyrir tæpum 50 árum og sömu brotnu flísarnar á Eiðistorgi síðan èg var flokkstjóri í unglingavinnunni fyrir rúmum 30 árum. Ég er mjög efins um það að Nesið eigi að vera sjálfstætt sveitarfélag miðað við metnaðarleysið a.m.k. er ljóst í mínum huga að Sjàlfstæðisflokkurinn ræður ekki við verkefnið.“ Skýtur skökku við Ég man ekki betur en að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafi gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík harðlega á síðasta kjörtímabili þegar hún sat þar í borgarstjórn, m.a. vegna skipulagsmála, samgöngumála og óstjórnar í fjármálum Reykjavíkurborgar. Það verður að segjast eins og er að þetta innlegg hennar skýtur svolítið skökku við. Það er að minsta kosti heldur betur mikill viðsnúningur hjá Guðfinnu Jóhönnu að láta sér detta í hug að það geti verið góður kostur fyrir Seltjarnarnes að sameinast skuldafeni Reykjavíkurborgar. Stórfurðulegar hugmyndir um sameiningu Í tengslum við þessar stórfurðulegu vangaveltur Guðfinnu Jóhönnu, bendi ég Seltirningum á að kynna sér ársreikning Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram á blaðsíðu 29 að A og B hluti Reykjavíkurborgar skuldi samtals u.þ.b. 340 milljarða króna. Þá hefur veltufé frá rekstri, sem Guðfinna ætti nú að þekkja mætavel frá fyrrum störfum sínum sem borgarfulltrúi, ekki nægt fyrir skuldbindingum Reykjavíkurborgar síðastliðin ár. Ennfremur er vert að benda Seltirningum á að útsvarið í Reykjavík er í hæsta lögleyfða hámarki, og ekki nóg með það þá eru fasteignaskattar þar svimandi háir. Óverjandi samanburður Þá minni ég Guðfinnu á, þar sem hún lætur að því liggja að allt sé svo glæsilegt og til fyrirmyndar í nágrannasveitarfélögunum - m.a. engin gömul teppi í Félagsheimilum – að í Reykjavík hefur viðhaldi skólabygginga verið verulega ábótavatn. Þar glíma menn við margra ára uppsafnað viðhald á byggingum borgarinnar, þar sem mygla og mölflugur hafa fundist og skólabörnum og starfsfólki boðið að starfa í heilsuspillandi aðstæðum. Ekki viljum við Seltirningar bjóða okkar fólki upp á slíkar aðstæður. Hvað þá að bjóða börnum upp á þær. Vörumst málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman Þá á Guðfinnu, sem sat í skipulagsráði Reykjavíkurborgar að vera vel kunnugt um umferðarvandann í Reykjavík, sem kemur niður á okkur Seltirningum og lengir ferðatíma okkar til og frá vinnu á hverjum einasta degi. Orðatiltækið skjótt skipast veður í lofti kemur upp í hugann þegar hugsað er um málflutning Guðfinnu Jóhönnu. Seltirningar verða að varast málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman. Ég segi nei við sameiningarhugmyndum Guðfinnu Jóhönnu. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mér brá heldur betur í brún þegar ég rak augun í Facebook-færslu Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa í Reykjavík fyrir Framsókn- og flugvallarvini, á íbúasíðu Seltirninga. Þar kvaðst Guðfinna vera mjög efins um að Seltjararnes ætti að vera sjálfstætt sveitarfélag. Viðhorf þetta þótti mér svo umhugsunarvert að ég gat ekki orða bundist. Guðfinna skrifaði orðrétt í færslu sinni: „Það er ákveðið sjokk að flytja aftur á Nesið og sjá hvað það er mikið 1970 hvað varðar umhirðu og skipulag meðan nágrannasveitarfélögin blómstra, svo ekki sė talað um menningarstarfsemina og fjármálin. Sömu teppin í Félagsheimilinu og voru þegar Heiðar Ástvalds kenndi okkur að dansa fyrir tæpum 50 árum og sömu brotnu flísarnar á Eiðistorgi síðan èg var flokkstjóri í unglingavinnunni fyrir rúmum 30 árum. Ég er mjög efins um það að Nesið eigi að vera sjálfstætt sveitarfélag miðað við metnaðarleysið a.m.k. er ljóst í mínum huga að Sjàlfstæðisflokkurinn ræður ekki við verkefnið.“ Skýtur skökku við Ég man ekki betur en að Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hafi gagnrýnt meirihlutann í Reykjavík harðlega á síðasta kjörtímabili þegar hún sat þar í borgarstjórn, m.a. vegna skipulagsmála, samgöngumála og óstjórnar í fjármálum Reykjavíkurborgar. Það verður að segjast eins og er að þetta innlegg hennar skýtur svolítið skökku við. Það er að minsta kosti heldur betur mikill viðsnúningur hjá Guðfinnu Jóhönnu að láta sér detta í hug að það geti verið góður kostur fyrir Seltjarnarnes að sameinast skuldafeni Reykjavíkurborgar. Stórfurðulegar hugmyndir um sameiningu Í tengslum við þessar stórfurðulegu vangaveltur Guðfinnu Jóhönnu, bendi ég Seltirningum á að kynna sér ársreikning Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram á blaðsíðu 29 að A og B hluti Reykjavíkurborgar skuldi samtals u.þ.b. 340 milljarða króna. Þá hefur veltufé frá rekstri, sem Guðfinna ætti nú að þekkja mætavel frá fyrrum störfum sínum sem borgarfulltrúi, ekki nægt fyrir skuldbindingum Reykjavíkurborgar síðastliðin ár. Ennfremur er vert að benda Seltirningum á að útsvarið í Reykjavík er í hæsta lögleyfða hámarki, og ekki nóg með það þá eru fasteignaskattar þar svimandi háir. Óverjandi samanburður Þá minni ég Guðfinnu á, þar sem hún lætur að því liggja að allt sé svo glæsilegt og til fyrirmyndar í nágrannasveitarfélögunum - m.a. engin gömul teppi í Félagsheimilum – að í Reykjavík hefur viðhaldi skólabygginga verið verulega ábótavatn. Þar glíma menn við margra ára uppsafnað viðhald á byggingum borgarinnar, þar sem mygla og mölflugur hafa fundist og skólabörnum og starfsfólki boðið að starfa í heilsuspillandi aðstæðum. Ekki viljum við Seltirningar bjóða okkar fólki upp á slíkar aðstæður. Hvað þá að bjóða börnum upp á þær. Vörumst málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman Þá á Guðfinnu, sem sat í skipulagsráði Reykjavíkurborgar að vera vel kunnugt um umferðarvandann í Reykjavík, sem kemur niður á okkur Seltirningum og lengir ferðatíma okkar til og frá vinnu á hverjum einasta degi. Orðatiltækið skjótt skipast veður í lofti kemur upp í hugann þegar hugsað er um málflutning Guðfinnu Jóhönnu. Seltirningar verða að varast málflutning þar sem hljóð og mynd fara ekki saman. Ég segi nei við sameiningarhugmyndum Guðfinnu Jóhönnu. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar