Ótti Gunnar Dan Wiium skrifar 3. júlí 2020 10:00 Er ótti rauði þráðurinn í lífi mínu? Getur verið að samband mitt við ótta sé orðið að svo miklu langtíma sambandi að ég í raun hafi engan samanburð og upplifi fyrir vikið ógn í öllu og öllum sem ég mæti? Það krefst einmitt trausts að mæta aðstæðum með útrétta arma og brosandi andlit, trausts sem óttinn rænir. Ég ýmist sæki eða ver. Skiptir engu máli hvar um ræðir, það er sótt eða varið. Innan stjórnmála, viðskipta, milli þjóða og ættbálka, kynstofna og trúarbragða. Hugmyndir og skoðanir eru varðar gegn sókn annarra ýmist í ótta við að missa eða ótta við að ekki eignast. Í raun allt saman sami ótti, óttinn við að ekki hafa. Ég óttast að ekki fá það sem mig girnist og svo loks þegar ég tel mig hafa fengið það eftir örvæntingafulla sókn tekur óttinn við að missa það. Ég held fast og framkalla ástand stöðnunar með tilheyrandi hleðslu efnis og þyngdar aukningar sem elur af sér en meiri ótta. Þetta virðist vera eitthvað innprentað í ekki einu bara manninn heldur í rándýr almennt, því í raun erum við bara rándýr með bindi og armbandsúr. Hugmyndin um mitt er ávalt á kostnað samkenndar og einingar. Hugmyndin um mitt settur allt í annað samhengi. Þegar til dæmis hvíti maður kom til norður Ameríku skildu frumbyggjarnir ekki hugtakið í fyrstu að maðurinn gæti eignast sér land. Mitt land, á það. Þeir skildu einfaldlega ekki hugtakið því vera þeirra var af allt öðrum toga. Þeir voru eitt með náttúru og í ástandi samkenndar sem gaf þeim þá upplifun að þeir tilheyrðu móðir jörð, að þeir sem menn væru afkomendur jarðar og fyrri vikið hefðu engan eignarrétt. Óttinn elur af sér hegðun sem alltaf eykur á aðgreiningu. Hroki og kaldhæðni, gremju og biturleika, afbrigðasemi og öfund. Allt sem ekki nærir, bara hirðir. Nærist af allri orku sem við höfum til umráða og í raun veikir okkur bæði í huga og líkama. Óttinn er ekki hugsaður til annars en að koma okkur úr lífshættulegum aðstæðum. Aðstæðum sem aðeins standa yfir í eins skamman tíma og mögulegt er. Ekki viðvarandi ástand í hvaða formi sem er. Það telst til dæmis ekki eðlilegt að óttast álit annarra nema þá sem beinn afleiðing skerts sjálfsmats og virðingar og þá sem bein afleiðing óuppgerðrar fortíðar þar sem afleiðingar brota sitja föst í klettasillum hugans. Afleiðingar brota gegn okkur sjálfum sem og afleiðingar þeirra óuppgerðra brota okkar gagnvart öðrum. Þessi efnisaukning skilur okkur eftir þjökuð af skömm og sekt innan undirvitundar sem svo framkallar ótta við að álit og dóm. Ótta við að vera séð fyrir það sem við höldum að við raunverulega erum. Í raun má segja að allt sem ekki göfgar heildina er keyrt af ótta. Ástæðan fyrir því að ég rýni í óttann er sú að aðeins get ég séð ytri sannleika útfrá eigin reynslu. Ég sé hver ég er ekki í leit minni að sjálfi. Einmitt þannig haga ég leitinni að sjálfi eða sannleika, með því að leita að lyginni innra með mér. Leita allra þeirra viðhorfa og hugmynda sem ég ber sem afleiðing óuppgerðar fortíðar. Tilgangur leitarinnar er að sjá, stíga til hliðar og sjá. Fyrir vikið missir lygin eldsneytið sem er samsömun sjálfsins með lyginni. Eftir situr rými sem gerir meltingu færa, meltingu og afgreiðslu þeirra einda sem birtast á leið okkar innan mennskunnar. Einnig situr eftir reynsla sem gerir mér kleift að rýna í samfélag í sama tilgangi. Koma auga á lygina sem felst í samsömum falskra hugmynda sem svo knýr mig í óttablandna tilraun til ýmist varnar eða sóknar. Ég öðlast fyrir vikið getu til afstöðuleysis sem er eitt af einkennum óttaleysis. Ég er ekki af neinum öðrum kynstofni en maður. Ég er ekki kristinn eða múslim. Ég er ekki trúleysingi né trúaður. Ég er ekki faðir né eiginmaður þó ég gegni hverfulum skyldum. Ég kýs ekki með né á móti. Ég mótmæli ekki nema með meðmælum. Ég efast um allt þar til annað kemur í ljós. Ég er ekki óttaslegin þótt ég beri ótta. Fyrir níu mínútum varð ég fjörtíu og fjögurra en samt er ég Í raun nýfæddur sem og nýlátin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Er ótti rauði þráðurinn í lífi mínu? Getur verið að samband mitt við ótta sé orðið að svo miklu langtíma sambandi að ég í raun hafi engan samanburð og upplifi fyrir vikið ógn í öllu og öllum sem ég mæti? Það krefst einmitt trausts að mæta aðstæðum með útrétta arma og brosandi andlit, trausts sem óttinn rænir. Ég ýmist sæki eða ver. Skiptir engu máli hvar um ræðir, það er sótt eða varið. Innan stjórnmála, viðskipta, milli þjóða og ættbálka, kynstofna og trúarbragða. Hugmyndir og skoðanir eru varðar gegn sókn annarra ýmist í ótta við að missa eða ótta við að ekki eignast. Í raun allt saman sami ótti, óttinn við að ekki hafa. Ég óttast að ekki fá það sem mig girnist og svo loks þegar ég tel mig hafa fengið það eftir örvæntingafulla sókn tekur óttinn við að missa það. Ég held fast og framkalla ástand stöðnunar með tilheyrandi hleðslu efnis og þyngdar aukningar sem elur af sér en meiri ótta. Þetta virðist vera eitthvað innprentað í ekki einu bara manninn heldur í rándýr almennt, því í raun erum við bara rándýr með bindi og armbandsúr. Hugmyndin um mitt er ávalt á kostnað samkenndar og einingar. Hugmyndin um mitt settur allt í annað samhengi. Þegar til dæmis hvíti maður kom til norður Ameríku skildu frumbyggjarnir ekki hugtakið í fyrstu að maðurinn gæti eignast sér land. Mitt land, á það. Þeir skildu einfaldlega ekki hugtakið því vera þeirra var af allt öðrum toga. Þeir voru eitt með náttúru og í ástandi samkenndar sem gaf þeim þá upplifun að þeir tilheyrðu móðir jörð, að þeir sem menn væru afkomendur jarðar og fyrri vikið hefðu engan eignarrétt. Óttinn elur af sér hegðun sem alltaf eykur á aðgreiningu. Hroki og kaldhæðni, gremju og biturleika, afbrigðasemi og öfund. Allt sem ekki nærir, bara hirðir. Nærist af allri orku sem við höfum til umráða og í raun veikir okkur bæði í huga og líkama. Óttinn er ekki hugsaður til annars en að koma okkur úr lífshættulegum aðstæðum. Aðstæðum sem aðeins standa yfir í eins skamman tíma og mögulegt er. Ekki viðvarandi ástand í hvaða formi sem er. Það telst til dæmis ekki eðlilegt að óttast álit annarra nema þá sem beinn afleiðing skerts sjálfsmats og virðingar og þá sem bein afleiðing óuppgerðrar fortíðar þar sem afleiðingar brota sitja föst í klettasillum hugans. Afleiðingar brota gegn okkur sjálfum sem og afleiðingar þeirra óuppgerðra brota okkar gagnvart öðrum. Þessi efnisaukning skilur okkur eftir þjökuð af skömm og sekt innan undirvitundar sem svo framkallar ótta við að álit og dóm. Ótta við að vera séð fyrir það sem við höldum að við raunverulega erum. Í raun má segja að allt sem ekki göfgar heildina er keyrt af ótta. Ástæðan fyrir því að ég rýni í óttann er sú að aðeins get ég séð ytri sannleika útfrá eigin reynslu. Ég sé hver ég er ekki í leit minni að sjálfi. Einmitt þannig haga ég leitinni að sjálfi eða sannleika, með því að leita að lyginni innra með mér. Leita allra þeirra viðhorfa og hugmynda sem ég ber sem afleiðing óuppgerðar fortíðar. Tilgangur leitarinnar er að sjá, stíga til hliðar og sjá. Fyrir vikið missir lygin eldsneytið sem er samsömun sjálfsins með lyginni. Eftir situr rými sem gerir meltingu færa, meltingu og afgreiðslu þeirra einda sem birtast á leið okkar innan mennskunnar. Einnig situr eftir reynsla sem gerir mér kleift að rýna í samfélag í sama tilgangi. Koma auga á lygina sem felst í samsömum falskra hugmynda sem svo knýr mig í óttablandna tilraun til ýmist varnar eða sóknar. Ég öðlast fyrir vikið getu til afstöðuleysis sem er eitt af einkennum óttaleysis. Ég er ekki af neinum öðrum kynstofni en maður. Ég er ekki kristinn eða múslim. Ég er ekki trúleysingi né trúaður. Ég er ekki faðir né eiginmaður þó ég gegni hverfulum skyldum. Ég kýs ekki með né á móti. Ég mótmæli ekki nema með meðmælum. Ég efast um allt þar til annað kemur í ljós. Ég er ekki óttaslegin þótt ég beri ótta. Fyrir níu mínútum varð ég fjörtíu og fjögurra en samt er ég Í raun nýfæddur sem og nýlátin.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun