Jói Kalli eftir magnaðan sigur ÍA: Hugmyndafræðin okkar er ekki flókin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2020 22:30 Jóhannes Karl var glaður í bragði eftir leik kvöldsins. Vísir/Daníel Þór ÍA vann ótrúlegan 4-1 sigur á Val á útivelli í Pepsi Max deild karla í kvöld. Eftir fjórar umferðir eru því bæði lið með sex stig. „Heyrðu ég er bara nokkuð sáttur eins og allir Skagamenn sem voru á þessum leik, „ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson glaður í bragði eftir ótrúlegan 4-1 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. „Við höfum verið að reyna spila okkar leik, við höfum verið að reyna að finna veikleika í leik andstæðinganna og það hefur gengið ágætlega. Í dag er munurinn að við vörðumst vel og lokuðum á það sem Valsararnir voru að gera, við vildum pressa þá og láta Hannes hafa boltann. En við vitum líka að við erum með frábæra menn fram á við sem geta skorað mörk og þau skiluðu sér svo sannarlega í dag,“ sagði Jóhannes Karl um muninn á leik liðsins í kvöld og leiknum gegn KR þar sem Skagamenn töpuðu – mögulega ósanngjarnt – með tveimur mörkum gegn einu. „Hugmyndfræðin okkar er ekki flókin. Við viljum spila á þeim svæðum þar sem við erum í yfirtölu og Valur setti ansi marga menn fram til að loka á uppspilið hjá okkur og við vorum oft á tíðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, þrír á móti þremur inn á vallarhelmingi Vals. Við nýttum okkur það vel og Árni er góður spyrnumaður,“ var svarið þegar undirritaður spurði út í hvort leikplanið í dag hefði verið að taka fleiri langa bolta en venjulega. Fyrsta mark leiksins skoraði Viktor Jónsson einmitt eftir einn þráðbeinan 70 metra langan bolta frá Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. „Viktor er frábær leikmaður, frábær karakter. Við erum að vinna í að þróa liðið og Viktor gegnir lykilhlutverki í sinni stöðu eins og allir aðrir leikmenn. Hann er búinn að gera þetta virkilega vel og hefur verið óheppinn. Hann gæti verið búinn að skora og leggja upp fleiri mörk. Það heppnaðist vel hjá honum í dag og hann er frábær í þessari stöðu,“ sagði Jóhannes um frammistöðu framherjans Viktors sem hefur verið út á væng í 4-3-3 leikkerfi ÍA í sumar. „Við erum ekkert að horfa til baka, ég er virkilega ánægður með þrjú stig hér í dag,“ sagði Jóhannes að endingu aðspurður hvort Skagamenn væru sáttir með sex stig eftir fjórar umferðir. Pepsi Max-deild karla ÍA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
ÍA vann ótrúlegan 4-1 sigur á Val á útivelli í Pepsi Max deild karla í kvöld. Eftir fjórar umferðir eru því bæði lið með sex stig. „Heyrðu ég er bara nokkuð sáttur eins og allir Skagamenn sem voru á þessum leik, „ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson glaður í bragði eftir ótrúlegan 4-1 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. „Við höfum verið að reyna spila okkar leik, við höfum verið að reyna að finna veikleika í leik andstæðinganna og það hefur gengið ágætlega. Í dag er munurinn að við vörðumst vel og lokuðum á það sem Valsararnir voru að gera, við vildum pressa þá og láta Hannes hafa boltann. En við vitum líka að við erum með frábæra menn fram á við sem geta skorað mörk og þau skiluðu sér svo sannarlega í dag,“ sagði Jóhannes Karl um muninn á leik liðsins í kvöld og leiknum gegn KR þar sem Skagamenn töpuðu – mögulega ósanngjarnt – með tveimur mörkum gegn einu. „Hugmyndfræðin okkar er ekki flókin. Við viljum spila á þeim svæðum þar sem við erum í yfirtölu og Valur setti ansi marga menn fram til að loka á uppspilið hjá okkur og við vorum oft á tíðum, sérstaklega í fyrri hálfleik, þrír á móti þremur inn á vallarhelmingi Vals. Við nýttum okkur það vel og Árni er góður spyrnumaður,“ var svarið þegar undirritaður spurði út í hvort leikplanið í dag hefði verið að taka fleiri langa bolta en venjulega. Fyrsta mark leiksins skoraði Viktor Jónsson einmitt eftir einn þráðbeinan 70 metra langan bolta frá Árna Snæ Ólafssyni, markverði ÍA. „Viktor er frábær leikmaður, frábær karakter. Við erum að vinna í að þróa liðið og Viktor gegnir lykilhlutverki í sinni stöðu eins og allir aðrir leikmenn. Hann er búinn að gera þetta virkilega vel og hefur verið óheppinn. Hann gæti verið búinn að skora og leggja upp fleiri mörk. Það heppnaðist vel hjá honum í dag og hann er frábær í þessari stöðu,“ sagði Jóhannes um frammistöðu framherjans Viktors sem hefur verið út á væng í 4-3-3 leikkerfi ÍA í sumar. „Við erum ekkert að horfa til baka, ég er virkilega ánægður með þrjú stig hér í dag,“ sagði Jóhannes að endingu aðspurður hvort Skagamenn væru sáttir með sex stig eftir fjórar umferðir.
Pepsi Max-deild karla ÍA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Sjá meira
Leik lokið: Valur 1-4 ÍA | Skagamenn með ótrúlegan sigur á Hlíðarenda Skagamenn unnu stórsigur á Val í Pepsi Max karla í kvöld. Loktölur 4-1 ÍA í vil og eru liðin nú jöfn að stigum. 3. júlí 2020 22:05