Yfirbuguðu mann vopnaðan hnífi á skemmtistað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 07:20 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt. Vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem reyndist vopnaður hnífi á skemmtistað í miðborginni. Maðurinn reyndi að veitast að öðrum manni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem enn fremur segir að maðurinn hafi reynt að komast undan. Það virðist þó ekki hafa tekist því maðurinn var yfirbugaður af lögreglumönnum sem beittu varnarúða. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögregla hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt en alls voru bókuð 88 mál að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þannig virðast starfsmenn verslunar hafa elt upp bíræfinn þjóf sem reyndi að stela farsíma úr afgreiðslu á ónefndu fyrirtæki. Lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn, reyndist hann vera með aðra muni í vörslu sinni sem hann gat ekki get grein fyrir og eru þessir munir taldir vera þýfi. Þá var annar hnífamaður handtekinn af lögreglumönnum á Stöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögregla fékk tilkynningu um mann í annarlegu ástandi sem var grunaður um þjófnað. Lögregla handtók manninn sem streittist reyndar á móti handtöku og kom í ljós að hann var með hníf í buxnavasanum. Þá virðist hafa verið töluvert um gleðskap í Kópavogi og Breiðholti en lögreglan á því svæði var aðallega í því að sinna tilkynningum um samkvæmishávaða í heimahúsum, að því er segir í dagbók lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann sem reyndist vopnaður hnífi á skemmtistað í miðborginni. Maðurinn reyndi að veitast að öðrum manni. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem enn fremur segir að maðurinn hafi reynt að komast undan. Það virðist þó ekki hafa tekist því maðurinn var yfirbugaður af lögreglumönnum sem beittu varnarúða. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögregla hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt en alls voru bókuð 88 mál að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þannig virðast starfsmenn verslunar hafa elt upp bíræfinn þjóf sem reyndi að stela farsíma úr afgreiðslu á ónefndu fyrirtæki. Lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn, reyndist hann vera með aðra muni í vörslu sinni sem hann gat ekki get grein fyrir og eru þessir munir taldir vera þýfi. Þá var annar hnífamaður handtekinn af lögreglumönnum á Stöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögregla fékk tilkynningu um mann í annarlegu ástandi sem var grunaður um þjófnað. Lögregla handtók manninn sem streittist reyndar á móti handtöku og kom í ljós að hann var með hníf í buxnavasanum. Þá virðist hafa verið töluvert um gleðskap í Kópavogi og Breiðholti en lögreglan á því svæði var aðallega í því að sinna tilkynningum um samkvæmishávaða í heimahúsum, að því er segir í dagbók lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira