Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 08:02 Frá fjöldafundi gærdagsins. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Trump hélt ávarpið fyrir framan Mt. Rushmore, eitt þekktasta minnismerki Bandaríkjanna, en andlit fjögurra fyrirrennara Trump eru þar meitluð í fjallið. Bæði New York Times og Washington Post segja að skilaboð ávarpsins hafi verið myrk, þannig hafi Trump stillt upp þeim sem hafa rifið niður styttur og minnismerki í mótmælaskyni sem óvinunum sem vilji rífa niður Bandaríkin. „Við erum að horfa upp á miskunnarlausa herferð sem er ætluð til þess að þurrka út söguna okkur, gera lítið úr hetjum okkar, eyða gildum okkar og innræta börnin okkar,“ sagði Trump. „Æstur múgurinn er að reyna að rífa niður styttur af forfeðrum okkar, vanhelga okkar helgustu minnismerki og leysa úr læðingi glæpaöldu í borgum okkar.“ Að því er fram kemur í New York Times fór mesta púðrið í ávarpi Trump að mæra sjálfan sig sem sterkan leiðtoga sem myndi verja réttindi Bandaríkjamanna, efla og styðja löggæslu og menningu landsins. Þá gagnrýndi Trump harðlega útilokunarmenninguna svokölluðu, cancel-culture, sem hann sagði mótmælendur óspart nýta sér til þess að ógna andstæðingum sínum Fyrir framan útskornu höggmyndirnar af George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Rooselvelt, sagði Trump að arfleið þessara fyrrverandi forseta væri í hættu vegna mótmælenda sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Í kjölfar mikilla mótmæla í Bandaríkjunum vegna kynþáttafordóma innan lögreglunnar eftir dauða George Floyd hafa mótmælendur víða rifið niður styttur af mönnum sem tengdir hafa verið þrælahaldi. Þá segir í frétt Washington Post að Trump hafi í fordæmt hreyfinguna sem knúið hefur áfram mótmælin í Bandaríkjunum að undanförnu. Sagði Trump að um róttæka hugmyndafræði væri að ræða sem sigldi undir flaggi félagslegs réttlætis en myndi í raun „eyðileggja réttlæti og samfélagið“. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Segir páfakjörið mikinn heiður og hlakkar til að hitta Leó Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Trump hélt ávarpið fyrir framan Mt. Rushmore, eitt þekktasta minnismerki Bandaríkjanna, en andlit fjögurra fyrirrennara Trump eru þar meitluð í fjallið. Bæði New York Times og Washington Post segja að skilaboð ávarpsins hafi verið myrk, þannig hafi Trump stillt upp þeim sem hafa rifið niður styttur og minnismerki í mótmælaskyni sem óvinunum sem vilji rífa niður Bandaríkin. „Við erum að horfa upp á miskunnarlausa herferð sem er ætluð til þess að þurrka út söguna okkur, gera lítið úr hetjum okkar, eyða gildum okkar og innræta börnin okkar,“ sagði Trump. „Æstur múgurinn er að reyna að rífa niður styttur af forfeðrum okkar, vanhelga okkar helgustu minnismerki og leysa úr læðingi glæpaöldu í borgum okkar.“ Að því er fram kemur í New York Times fór mesta púðrið í ávarpi Trump að mæra sjálfan sig sem sterkan leiðtoga sem myndi verja réttindi Bandaríkjamanna, efla og styðja löggæslu og menningu landsins. Þá gagnrýndi Trump harðlega útilokunarmenninguna svokölluðu, cancel-culture, sem hann sagði mótmælendur óspart nýta sér til þess að ógna andstæðingum sínum Fyrir framan útskornu höggmyndirnar af George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Rooselvelt, sagði Trump að arfleið þessara fyrrverandi forseta væri í hættu vegna mótmælenda sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Í kjölfar mikilla mótmæla í Bandaríkjunum vegna kynþáttafordóma innan lögreglunnar eftir dauða George Floyd hafa mótmælendur víða rifið niður styttur af mönnum sem tengdir hafa verið þrælahaldi. Þá segir í frétt Washington Post að Trump hafi í fordæmt hreyfinguna sem knúið hefur áfram mótmælin í Bandaríkjunum að undanförnu. Sagði Trump að um róttæka hugmyndafræði væri að ræða sem sigldi undir flaggi félagslegs réttlætis en myndi í raun „eyðileggja réttlæti og samfélagið“.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Segir páfakjörið mikinn heiður og hlakkar til að hitta Leó Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira