Arnar: Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júlí 2020 19:54 Arnar Gunnlaugsson var ekki sáttur með dómgæsluna í leik KR og Víkings. vísir/daníel „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Maður hefur verið svo lengi í þessu og ég hélt ég væri búinn að sjá allt en greinilega ekki. Þetta var mjög eftirminnilegur leikur á margan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir KR, 2-0, í kvöld. Allir miðverðir Víkings sem byrjuðu leikinn, Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson, fengu rauða spjaldið og Víkingar voru því átta inni á vellinum undir lokin. Arnar var ekki sáttur með rauðu spjöldin. „Hvað á ég að segja? Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld,“ sagði Arnar en rauðu spjöldin má sjá hér fyrir neðan. „Fyrsta rauða spjaldið var ódýrt. Kristján Flóki [Finnbogason] tosaði í Kára. Spjaldið á Sölva var djók. Honum var greinilega hrint. Halli fór í 50-50 tæklingu. Hann var á mikilli ferð en þetta er ljúfasti maður í heimi og fór ekki í tæklinguna til að meiða hann. Þetta eru atvik sem þarf að vega og meta hverju sinni.“ Arnar var ekki sáttur með frammistöðu Helga Mikaels Jónassonar, dómara leiksins, og það einskorðaðist ekki bara við rauðu spjöldin. „Það voru fullt af öðrum vafaatriðum, eins og vítið sem við áttum að fá í fyrri hálfleik. Þetta var eins augljóst víti og þau geta verið,“ sagði Arnar. „Ellefu á móti ellefu var þetta flottur leikur hjá okkur og við áttum að vera búnir að skora 2-3 mörk áður en rauðu spjöldin fóru á loft.“ Arnar kvaðst ekki vera fúll út í þremenningana sem fengu rauðu spjöldin en þeir eru jafnframt reyndustu leikmenn Víkings. „Ég er alls ekki svekktur út í þá. Þetta eru svo miklir meistarar sem hafa gefið okkur svo mikið,“ sagði Arnar sem verður án þeirra Kára, Sölva og Halldórs Smára í leiknum gegn Val á miðvikudaginn. „Ég held ég sé enn skráður í Fram þannig ég get því miður ekki spilað,“ sagði Arnar léttur. „En við finnum einhverja. Við erum með unga og ferska stráka og það verður ekkert vandamál.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Leik lokið: KR - Víkingur 2-0 | Tvö mörk og þrjú rauð spjöld á loft í meistaraslagnum KR-ingar unnu 2-0 sigur á Víkingi í slag meistaranna. Víkingar fengu þrjú rauð spjöd. 4. júlí 2020 18:52 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Maður hefur verið svo lengi í þessu og ég hélt ég væri búinn að sjá allt en greinilega ekki. Þetta var mjög eftirminnilegur leikur á margan hátt,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir KR, 2-0, í kvöld. Allir miðverðir Víkings sem byrjuðu leikinn, Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson, fengu rauða spjaldið og Víkingar voru því átta inni á vellinum undir lokin. Arnar var ekki sáttur með rauðu spjöldin. „Hvað á ég að segja? Hver sem er getur séð að þetta voru ekki rauð spjöld,“ sagði Arnar en rauðu spjöldin má sjá hér fyrir neðan. „Fyrsta rauða spjaldið var ódýrt. Kristján Flóki [Finnbogason] tosaði í Kára. Spjaldið á Sölva var djók. Honum var greinilega hrint. Halli fór í 50-50 tæklingu. Hann var á mikilli ferð en þetta er ljúfasti maður í heimi og fór ekki í tæklinguna til að meiða hann. Þetta eru atvik sem þarf að vega og meta hverju sinni.“ Arnar var ekki sáttur með frammistöðu Helga Mikaels Jónassonar, dómara leiksins, og það einskorðaðist ekki bara við rauðu spjöldin. „Það voru fullt af öðrum vafaatriðum, eins og vítið sem við áttum að fá í fyrri hálfleik. Þetta var eins augljóst víti og þau geta verið,“ sagði Arnar. „Ellefu á móti ellefu var þetta flottur leikur hjá okkur og við áttum að vera búnir að skora 2-3 mörk áður en rauðu spjöldin fóru á loft.“ Arnar kvaðst ekki vera fúll út í þremenningana sem fengu rauðu spjöldin en þeir eru jafnframt reyndustu leikmenn Víkings. „Ég er alls ekki svekktur út í þá. Þetta eru svo miklir meistarar sem hafa gefið okkur svo mikið,“ sagði Arnar sem verður án þeirra Kára, Sölva og Halldórs Smára í leiknum gegn Val á miðvikudaginn. „Ég held ég sé enn skráður í Fram þannig ég get því miður ekki spilað,“ sagði Arnar léttur. „En við finnum einhverja. Við erum með unga og ferska stráka og það verður ekkert vandamál.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23 Leik lokið: KR - Víkingur 2-0 | Tvö mörk og þrjú rauð spjöld á loft í meistaraslagnum KR-ingar unnu 2-0 sigur á Víkingi í slag meistaranna. Víkingar fengu þrjú rauð spjöd. 4. júlí 2020 18:52 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Sjáðu rauðu spjöldin úr meistaraslagnum, dramatíkina á Nesinu og flautumarkið í sigri Fylkis Ellefu mörk voru skoruð í fyrstu tveimur leikjum dagsins í Pepsi Max-deild karla. Átta þeirra voru skoruð á Seltjarnarnesi og þrjú í Grafarvogi. 4. júlí 2020 19:23
Leik lokið: KR - Víkingur 2-0 | Tvö mörk og þrjú rauð spjöld á loft í meistaraslagnum KR-ingar unnu 2-0 sigur á Víkingi í slag meistaranna. Víkingar fengu þrjú rauð spjöd. 4. júlí 2020 18:52