Íslenski boltinn

„Á hann ekki bara fara að keppa í Víða­vangs­hlaupinu?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir hlupu lengst á laugardaginn.
Þessir hlupu lengst á laugardaginn. vísir/s2s

Það var mikill hiti í leik Íslandsmeistara KR og bikarmeistara Víkings á laugardagskvöldið en alls fóru þrjú rauð spjöld á loft, öll á miðverði Víkinga.

Í Pepsi Max-stúkunni í gærkvöldi voru birtar hlaupatölurnar úr leiknum og enginn hljóp meira í leiknum en miðjumaður Víkinga, Ágúst Eðvald Hlynsson, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er á toppnum.

Þegar birtar voru tölurnar úr fyrstu umferðinni, úr leik Víkings og KA, var Ágúst Eðvald einnig á toppi listans en hann var einnig með næst flesta sprettina.

Á hann ekki bara fara keppa í Víðavangshlaupinu? sagðir Reynir Léosson og glotti við tönn er tölurnar voru birtar í Pepsi Max-stúkunni í gær og fram kom að Ágúst væri efstur.

Pablo Punyed var efstur KR-inga með 11,88 kílómetra en Ágúst Eðvald hljóp 13,18 kílómetra. Enginn tók fleiri spretti en Erlingur Agnarsson en hann tók 43 spretti.

Pablo Punyed sprettaði einnig lengst í leiknum eða 197 metra. Títt nefndur Ágúst kom næstur með 1456 metra en Kristján Flóki Finnbogason var hraðastur á vellinum. Hann mældist á rúmlega 33 kílómetra hraða á klukkustund.

Klippa: Pepsi Max-stúkan - Hlaupatölur úr leik KR og Víkings

Tengdar fréttir

Rúnar: Við fyrstu sýn voru þetta allt rauð spjöld

Þrátt fyrir sigurinn á Víkingi var þjálfari KR langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna. Hann sagði að rauðu spjöldin þrjú sem Víkingar fengu hafi verið rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×