Gerðu sér ekki grein fyrir því hvernig ÍE hygðist nota hnappinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. júlí 2020 10:31 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. Vísir/Samsett Persónuvernd gerði sér ekki grein fyrir að til stæði að Íslensk erfðagreining (ÍE) hygðist hvetja til þátttöku í rannsókn sinni í vor með því að almenningur deildi niðurstöðum persónuleikaprófs á Facebook. Persónuvernd hyggst framvegis taka það til sérstakrar skoðunar við yfirferð umsókna um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði hvort notast verði við samfélagsmiðla með einhverjum hætti. Þetta kemur fram í bréfi stofnunarinnar til ÍE sem birt var á föstudag. Kári sjálfur ráðlagði engum að deila niðurstöðunum Tugir þúsunda Íslendinga þreyttu persónuleikapróf Íslenskrar erfðagreiningar sem fór í loftið í febrúar. Rannsókninni var ætlað að afla skilnings á því hvaða líffræðiferlar leiði til þess að persónuleiki verður til. Þeim sem þreyttu prófið stóð til boða að deila niðurstöðum á samfélagsmiðlum, til dæmis í gegnum deilingarhnapp á Facebook – sem hvatti jafnframt aðra til þátttöku í rannsókninni. Og fjölmargir deildu niðurstöðum sínum á Facebook, nokkuð sem Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, ráðlagði þó engum að gera. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði jafnframt um málið á sínum tíma að netverjar sem ákveði að taka þátt í persónuleikaprófi hjá fyrirtæki sem rannsakar erfðir verði að sýna ákveðna aðgát. „Að átta sig á hvaða upplýsingar þú ert að gefa. Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar,“ sagði Helga í Bítinu á Bylgjunni í febrúar. Hefðu kallað eftir frekari upplýsingum Persónuvernd sendi ÍE bréf fimmtudaginn 25. júní vegna deilingarhnappsins, sem og vegna notkunar fyrirtækisins á Facebook til að hvetja almenning til þátttöku. Í bréfinu er rakið að ÍE hafi gert grein fyrir því í umsókn sinni um rannsóknina að þátttaka yrði öllum opin á netinu og að mögulega yrði á einhverjum tíma óskað eftir þátttakendum meðal almennings með auglýsingum og umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Persónuvernd kveðst hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir að til stæði að almenningur sjálfur yrði „notaður til þess að hvetja til þátttöku í rannsókninni þannig að einstaklingar deildu niðurstöðum persónuleikaprófa á Facebook,“ líkt og segir í bréfinu. „Hefði svo verið, hefði persónuvernd kallað eftir frekari upplýsingum og gögnum um hvernig rannsakendur hygðust óska eftir þátttöku almennings með auglýsingum og umfjöllun á samfélagsmiðlum, í því skyni að ganga úr skugga um að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem í því felst og er á ábyrgð rannsakenda, samrýmdist persónuverndarlögum.“ Þá nefnir stofnunin í því samhengi að á vegum Facebook fari fram vinnsla á IP-tölum þeirra sem heimsækja vefsíður í gegnum hnappa á Facebook. Þá þurfi að liggja ljóst fyrir þegar einstaklingar ákveða að deila efni af vefsíðum á samfélagsmiðlum „nákvæmlega hvaða upplýsingum um þá er miðlað til viðkomandi samfélagsmiðils með notkun deilingarhnapps.“ Framvegis hyggst persónuvernd taka það til sérstakrar skoðunar við yfirferð umsókna um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði hvort fyrirhugað sé að notast við samfélagsmiðla með einhverjum hætti, og hvernig sú vinnsla persónuupplýsinga samrýmist persónuverndarlögum. Persónuvernd Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Kári um samfélagsmiðla, persónuleikaprófið og af hverju upplýsingarnar fara ekki fet Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að á sama tíma og samfélagsmiðlar séu öflug tól séu þeir „svolítið hættulegir“. Persónuleikapróf ÍE hefur náð miklum vinsældum á meðal Íslendinga á örskotsstundu. Kári segir að þeir sem taki prófið þurfi ekki að óttast það að upplýsingarnar sem úr því fást verði seldar til þriðja aðila eða þeim lekið út. 18. febrúar 2020 12:30 Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Persónuvernd gerði sér ekki grein fyrir að til stæði að Íslensk erfðagreining (ÍE) hygðist hvetja til þátttöku í rannsókn sinni í vor með því að almenningur deildi niðurstöðum persónuleikaprófs á Facebook. Persónuvernd hyggst framvegis taka það til sérstakrar skoðunar við yfirferð umsókna um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði hvort notast verði við samfélagsmiðla með einhverjum hætti. Þetta kemur fram í bréfi stofnunarinnar til ÍE sem birt var á föstudag. Kári sjálfur ráðlagði engum að deila niðurstöðunum Tugir þúsunda Íslendinga þreyttu persónuleikapróf Íslenskrar erfðagreiningar sem fór í loftið í febrúar. Rannsókninni var ætlað að afla skilnings á því hvaða líffræðiferlar leiði til þess að persónuleiki verður til. Þeim sem þreyttu prófið stóð til boða að deila niðurstöðum á samfélagsmiðlum, til dæmis í gegnum deilingarhnapp á Facebook – sem hvatti jafnframt aðra til þátttöku í rannsókninni. Og fjölmargir deildu niðurstöðum sínum á Facebook, nokkuð sem Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, ráðlagði þó engum að gera. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði jafnframt um málið á sínum tíma að netverjar sem ákveði að taka þátt í persónuleikaprófi hjá fyrirtæki sem rannsakar erfðir verði að sýna ákveðna aðgát. „Að átta sig á hvaða upplýsingar þú ert að gefa. Þú ert ekki bara að veita upplýsingar um þig, heldur þína, sem gætu komið þínum illa síðar,“ sagði Helga í Bítinu á Bylgjunni í febrúar. Hefðu kallað eftir frekari upplýsingum Persónuvernd sendi ÍE bréf fimmtudaginn 25. júní vegna deilingarhnappsins, sem og vegna notkunar fyrirtækisins á Facebook til að hvetja almenning til þátttöku. Í bréfinu er rakið að ÍE hafi gert grein fyrir því í umsókn sinni um rannsóknina að þátttaka yrði öllum opin á netinu og að mögulega yrði á einhverjum tíma óskað eftir þátttakendum meðal almennings með auglýsingum og umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Persónuvernd kveðst hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir að til stæði að almenningur sjálfur yrði „notaður til þess að hvetja til þátttöku í rannsókninni þannig að einstaklingar deildu niðurstöðum persónuleikaprófa á Facebook,“ líkt og segir í bréfinu. „Hefði svo verið, hefði persónuvernd kallað eftir frekari upplýsingum og gögnum um hvernig rannsakendur hygðust óska eftir þátttöku almennings með auglýsingum og umfjöllun á samfélagsmiðlum, í því skyni að ganga úr skugga um að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem í því felst og er á ábyrgð rannsakenda, samrýmdist persónuverndarlögum.“ Þá nefnir stofnunin í því samhengi að á vegum Facebook fari fram vinnsla á IP-tölum þeirra sem heimsækja vefsíður í gegnum hnappa á Facebook. Þá þurfi að liggja ljóst fyrir þegar einstaklingar ákveða að deila efni af vefsíðum á samfélagsmiðlum „nákvæmlega hvaða upplýsingum um þá er miðlað til viðkomandi samfélagsmiðils með notkun deilingarhnapps.“ Framvegis hyggst persónuvernd taka það til sérstakrar skoðunar við yfirferð umsókna um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði hvort fyrirhugað sé að notast við samfélagsmiðla með einhverjum hætti, og hvernig sú vinnsla persónuupplýsinga samrýmist persónuverndarlögum.
Persónuvernd Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Kári um samfélagsmiðla, persónuleikaprófið og af hverju upplýsingarnar fara ekki fet Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að á sama tíma og samfélagsmiðlar séu öflug tól séu þeir „svolítið hættulegir“. Persónuleikapróf ÍE hefur náð miklum vinsældum á meðal Íslendinga á örskotsstundu. Kári segir að þeir sem taki prófið þurfi ekki að óttast það að upplýsingarnar sem úr því fást verði seldar til þriðja aðila eða þeim lekið út. 18. febrúar 2020 12:30 Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Kári um samfélagsmiðla, persónuleikaprófið og af hverju upplýsingarnar fara ekki fet Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að á sama tíma og samfélagsmiðlar séu öflug tól séu þeir „svolítið hættulegir“. Persónuleikapróf ÍE hefur náð miklum vinsældum á meðal Íslendinga á örskotsstundu. Kári segir að þeir sem taki prófið þurfi ekki að óttast það að upplýsingarnar sem úr því fást verði seldar til þriðja aðila eða þeim lekið út. 18. febrúar 2020 12:30
Kári ráðleggur engum að deila persónuleikaprófinu á Facebook Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ráðleggur engum að deila persónuleikaprófi fyrirtækisins á Facebook. Um 60.000 hafa þreytt prófið frá því það fór í loftið fyrir helgi en Kári segir að fólk ætti að fara varlega við að draga ályktanir um sjálft sig út frá því. 16. febrúar 2020 20:00